Færslur fyrir febrúar, 2014

Sunnudagur 23.02 2014 - 18:25

Yfirlýsing vegna Biggest loser

Samtök um líkamsvirðingu ásamt Félagi fagfólks um átraskanir, Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Matvæla- og næringarfræðafélagi Íslands, Matarheillum og Félagi fagfólks um offitu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna Biggest loser þáttanna: Nýlega hófust sýningar á íslenskri útgáfu sjónvarpsþáttanna The Biggest Loser hjá Skjá Einum. Þar sem þættirnir hafa verið kynntir hér á landi undir þeim formerkjum að þeir […]

Föstudagur 07.02 2014 - 17:49

Opið bréf til RÚV og Stúdíó Sýrlands

Kæra RÚV og Stúdíó Sýrland, Ég hef séð ýmislegt um dagana og kalla ekki allt ömmu mína þegar kemur að fitufordómum. Ég veit vel að við lifum í fitufóbísku samfélagi þar sem niðrandi athugasemdir um feitt fólk og stöðugt tal um megrun er sjálfsagður og lítt gagnrýndur hluti af menningunni. Ég hef lesið fjöldann allan […]

Fimmtudagur 06.02 2014 - 08:35

Það besta í lífinu

Þessi tími ársins er aftur runninn upp. Það er fljótt að koma í ljós hvað nýja árið þýðir hjá stórum hluta þjóðarinnar. Vonin um grennri, fegurri og þóknanlegri líkama hefur aftur náð völdum, allir búnir að gleyma síðasta áhlaupi og hvernig það skilaði nákvæmlega engu, nema brostnum vonum, ofátsköstum, uppgjöf, skömm og endurnýjaðri andúð á […]

Þriðjudagur 04.02 2014 - 00:36

Stríðni vegna holdafars

Ég starfaði í nokkur ár sem námsráðgjafi í grunnskóla. Í skólanum komu oft upp mál er snertu líðan nemenda, félagstengsl, stríðni og nám. Í skólanum vann ég verkefni  í tengslum við stríðni vegna holdafars sem mig langar að deila með ykkur. Kennari hafði áhyggjur af stríðni meðal nemendanna vegna holdafars eins þeirra. Stríðnin virtist hafa slæm áhrif […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com