Færslur fyrir febrúar, 2011

Þriðjudagur 22.02 2011 - 21:55

Vonbrigði

Ég er hef lengi beðið eftir því að feit manneskja verði sýnd í jákvæðu ljósi í sjónvarpi. Í gærkvöldi munaði mjóu að sá draumur hefði ræst þegar dæmigerður sætur strákur í sjónvarpsþættinum Glee féll fyrir feitu stelpunni í bekknum. Það verður þó að segjast að tilraun höfunda þáttanna til að brjóta niður staðalmyndir varð, þegar […]

Fimmtudagur 17.02 2011 - 20:00

Framganga réttindabaráttu feitra

Í þessu myndbandi fjallar Íslandsvinurinn Marilyn Wann um réttindabaráttu feitra og framgang hennar. Sívaxandi hópur fólks um heim allan er farinn að storka ríkjandi hugmyndum um fegurð, hreysti og holdafar með því að „koma út úr skápnum“ sem feitar manneskjur. Það þýðir að þau eru hætt að slá lífinu á frest þangað til þau grennast, […]

Mánudagur 14.02 2011 - 22:23

Kúgun staðalmynda

Góð kona minnti mig á Jean Kilbourne í dag, sem er löngu orðin goðsögn meðal þeirra sem berjast gegn útlitsdýrkun og kúgun staðalmynda. Læt fylgja frábæran fyrirlestur með henni, sem er 10-20 ára gamall en á (því miður) jafn mikið ef ekki meira erindi til okkar í dag. Það er sorglegt að horfa á allar […]

Fimmtudagur 10.02 2011 - 22:22

Fordómar og heilsuefling

Hér er gott dæmi um hvernig fitufordómar eru breiddir út með heilsueflingar skilaboðum. Þessi auglýsing frá borgaryfirvöldum í New York sýnir glögglega – fyrir þá sem eru orðnir læsir á þessa fordóma – hvernig heilsufarsumræðan getur skapað prýðisvettvang fyrir fituhatur og fitufóbíu. Það er allra góðra gjalda vert að vekja athygli á skaðlegum neysluvenjum (eins […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com