Sunnudagur 16.08.2009 - 13:17 - 1 ummæli

Kelly Clarkson megruð

Frábært blogg um umdeilda fótósjoppun Kelly Clarkson má lesa hér fyrir neðan. Magnað að lesa svör ritstjórans, sem greinilega sér ekki tvískinnungsháttinn í eigin málflutningi: Annars vegar undirstrikar hún að Kelly Clarkson sé frábær fyrirmynd fyrir konur í öllum stærðum en hins vegar sé nauðsynlegt að grenna hana svo hægt sé að hafa hana á forsíðu blaðsins. Af hverju ekki bara að fá mjóa fyrirsætu og málið dautt? Til hvers að fá stelpu, sem er ekki vaxin eins og módel, til þess að sýna fram á virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti, en breyta henni svo þannig að hún lítur á endanum út eins og dæmigerð forsíðufyriræta?

http://jezebel.com/5335022/self-editors-explain-covers-arent-supposed-to-look-realistic.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Dagný Daníelsdóttir

    Jesús minn hvad tessi kona talar í hringi í kringum sjálfa sig. Tad er ekki eitt heilsteypt ord í allri tessari rædu. Ef hún ætlar t.d. ad henda eda fela allar fjolskyldu myndir tar sem hún lítur ekki út fyrir ad vera fullkomin mun hún nú ekki eiga margar minningar eftir á filmu!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com