Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 11.06 2009 - 00:30

Safakúrinn

Hakan á mér skall harkalega í gólfið þegar ég gekk inn í bókabúð um daginn og sá nýja megrunarbók í stöflum út um allt. Safakúrinn. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum. Ég sem hélt í einfeldni minni að fólk væri orðið svo lífsreynt í megrunarbröltinu að það þýddi ekkert að bjóða upp á […]

Miðvikudagur 06.05 2009 - 09:25

Megrunarlausi dagurinn

Dagurinn í dag er alþjóðlegur baráttudagur fyrir líkamsvirðingu. Það er svo merkilegt að eftir alla mannréttindabaráttu 20. aldar þá höfum við ekki enn skilið grundvallaratriði slíkrar baráttu, sem er að allir eiga sama tilverurétt. Við tökum bara fyrir eitt baráttumál í einu – kvenréttindi, réttindi samkynhneigðra o.s.frv. – og þrátt fyrir að árangur náist á […]

Föstudagur 01.05 2009 - 21:41

Hættuleg megrunarpilla

Bandaríska lyfja- og matvælaeftirlitið (FDA) hefur gefið út yfirlýsingu þar sem varað er við notkun fitubrennsluefnisins Hydroxycut. Fjöldi tilfella um alvarleg veikindi og a.m.k. eitt dauðsfall hafa verið rakin til notkunar þess. Fæðubótaefni hafa lengi verið mjög umdeild meðal heilbrigðisstarfsmanna og segja margir að þau falli í tvo flokka: Ef þau eru skaðlaus þá eru […]

Laugardagur 25.04 2009 - 18:33

Ný rannsókn um megrun

Í ársbyrjun birtist grein í New England Journal of Medicine sem sagði frá rannsókn þar sem bornar voru saman ýmsar tegundir megrunar, svo sem fitusnauð megrun, kolvetnissnauð megrun o.s.frv. Í ljós kom að enginn megrunarkúr virkaði betur en annar og langtímaárangur allra var afar slakur (3-4 kg. að meðaltali). Eins og áratugarannsóknir hafa nú sýnt […]

Sunnudagur 19.04 2009 - 10:09

Megrun sem pyntingaraðferð

In an effort to rationalize the use of dietary manipulation on detainees, Bush administration officials turned to Slim Fast and Jenny Craig. In a footnote to a May 10, 2005, memorandum from the Office of Legal Council, the Bush attorney general’s office argued that restricting the caloric intake of terrorist suspects to 1000 calories a […]

Föstudagur 10.04 2009 - 23:46

Syndir og endurlausnir

Hér er sérlega skemmtilegur útvarpsþáttur um flókið samband okkar við fitu og skömm okkar og hræðslu við hana: Thinness and salvation eftir Söruh Yahm. Einkar áhugaverðar vangaveltur um bandarískt samfélag, heilsukvíða, neysluhyggju, siðferði og trúarlegt gildi þyngdarstjórnunar. Mjög við hæfi á þessum degi.

Þriðjudagur 07.04 2009 - 21:34

Heimur batnandi fer

Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að íslenskir karlmenn verði allra karla elstir í Evrópu. Íslenskir karlmenn geta nú átt von á því að verða tæplega áttræðir og konurnar 83ja ára. Til samanburðar var meðalævilengd Íslendinga fyrir 150 árum um 40 ár. Lífslíkur hér á landi hafa aukist jafnt og þétt alla 20. öldina og […]

Föstudagur 03.04 2009 - 22:17

Ég hlakka til þegar ég verð orðinn gamall og þetta hættir…

Um daginn var á dagskrá áhugaverður heimildarþáttur á RÚV um gildi hreyfingar fyrir aldraða. Mjög hressandi að sjá fjallað um hreyfingu á þennan hátt – án nokkurrar líkamsþráhyggju. Það er nákvæmlega svona sem maður myndi nálgast hreyfingu út frá Heilsu óháð holdafari. Hreyfing á að vera skemmtileg og ánægjuleg. Hún hefur það markmið að manni líði vel […]

Þriðjudagur 31.03 2009 - 19:17

Röntgenaugu

Hér er áhugaverð grein um hvað þyngd er flókið fyrirbæri. Þarna eru sett fram spurningamerki við það að stimpla alla sem mælast yfir ákveðinni þyngd miðað við hæð „of þunga“ eða „of feita“ án tillits til lífsvenja eða heilsufarsmælinga. Talsverður hluti þeirra sem eru „of feitir“ samkvæmt skilgreiningu reynast vera fullkomnlega heilsuhraustir við nánari athugun. […]

Miðvikudagur 25.03 2009 - 23:17

Aumingjans Oprah

Aumingja Oprah. Hugsið ykkur. Fræg, virt, rík og valdamikil kona sem engu að síður er ævilangur þræll líkamsþráhyggjunnar. Það virðist augljóst þegar litið er yfir feril Opruh að henni er ætlað að vera þéttvaxin. Sá líkami sem sigrar að lokum er hennar náttúrulegi líkami. Oprah neitar hins vegar að horfast í augu við þetta og […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com