Miðvikudagur 25.03.2009 - 23:17 - 2 ummæli

Aumingjans Oprah

Aumingja Oprah. Hugsið ykkur. Fræg, virt, rík og valdamikil kona sem engu að síður er ævilangur þræll líkamsþráhyggjunnar. Það virðist augljóst þegar litið er yfir feril Opruh að henni er ætlað að vera þéttvaxin. Sá líkami sem sigrar að lokum er hennar náttúrulegi líkami. Oprah neitar hins vegar að horfast í augu við þetta og útskýrir fyrirspáanlega þyngdaraukningu í kjölfar hvers megrunarkúrs með því að hún hafi enn einu sinni fallið í freistni yfir poka af kartöfluflögum. Merkilegt að henni skuli aldrei detta nærtækasta skýringin í hug: Hún var aldrei grönn manneskja föst í feitum líkama, hún er náttúrulega feit og falleg kona sem er sífellt að reyna að þvinga líkama sinn í form sem passar honum ekki. Og hann sprettur til baka aftur og aftur eins og gormur um leið og þvingunartakinu sleppir.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Daníel Tryggvi

    Ég verð nú líka bara að viðurkenna af þessum tveimur myndum af henni að dæma þá finnst mér hún mun myndarlegri þarna hægra megin. Oprah svona tágrönn og í einhverjum magabol virkar bara einhvern vegin RANGT, það er ekki hún.

  • Flott blogg, hlakka til að fylgjast með því áfram.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fjórum? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com