Mánudagur 06.12.2010 - 23:58 - 23 ummæli

Of feit fyrir mig

Rannsóknir sýna að konur verða mun harkalegar fyrir barðinu á fordómum vegna holdafars en karlar. Feitum konum er frekar mismunað við umsóknir í háskóla og á vinnumarkaði og þær verða oftar fyrir aðkasti úti á götu en feitir karlar. Félagsleg staða karlmanna, sem tróna efstir í valda- og virðingarstiga samfélagsins, virðist að einhverju leyti veita þeim vernd gegn fullum þunga fitufordóma sem konur njóta ekki. Þær mega í staðinn búa við það versta úr báðum veröldum og þola fordóma bæði fyrir að vera konur og fyrir að vera feitar.

Í þessu samhengi er við hæfi að rifja upp tvö íslensk dægurlög sem nutu mikilla vinsælda á sínum tíma. Annars vegar er um að ræða titillag plötunnar Of feit fyrir mig sem kom út árið 1990 og hins vegar smellinn Feitar konur með hafnfirsku hljómsveitinni Kátum piltum (af plötunni „Einstæðar mæður“) .

Kvenfyrirlitning og fitufordómar í trylltum bræðingi.  Njótið!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (23)

 • þetta er því ágætis hvati fyrir konur að grenna sig ekki satt

 • Ég veit eiginlega ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir þessu rugli í þér.
  Það að þú skulir vera sálfræðimenntuð er enn sorglegra því þessi tvö lög hafa í mínum huga alla tíð verið frekar grófur húmor frekar en eitthvað sem ætti að vera hægt að bendla við fordóma.
  En ég veit alla vega það, að aldrei í lífinu mundi ég leita mér sálfræðihjálpar hjá þér eftir að hafa lesið pistlana þína, því ég kæmi meira skaddaður andlega úr slíkri meðferð en heima setið.

 • Ég vil byrja á að þakka þér fyrir þarfa umræðu. Ég hef nefnilega lent í svipuðum fordómum.

  Mér þykir gott að drekka áfengi og ég drekk það í hóflegum skömmtum að því mér finnst. Vandamálið er bara það að fjölskyldan og þjóðfélagið eru með fordóma út í drykkjuna hjá mér og segja að hún sé vandamál. Mér sjálfum finnst ekkert vandamál og eðlilegt að drekka eina kippu á dag og meira um helgar.

  Ég stend mína plikt í vinnu og er við góða líkamlega heilsu þrátt fyrir drykkjuna.

  Ég hef líka orðið var við mikla fordóma í dægurlögum og textar eins og“ þið þekktuð þennan mann, drykkjuskap til frægðar sér hann vann“ haf sært mig mjög mikið.

  Baráttukveðjur!

 • Þetta kvetur til lítilsvirðingar og fordóma hvort sem ykkur líkar það betur eða verr.

 • Auðvitað eru þetta fordómar og mér finnst frekar skrítið þegar menn eru hér að tala um að Sigrún þurfi að leita sér sálfræðiaðstoðar, að þessi lög séu bara „grófur húmor“ eða að reyna að bera saman alkohólisma og því að vera feitur, eins og Jóhann er að reyna að gera.

  Ef lögin hefðu verið um svertingja, asíubúa eða homma (en ekki feitar konur) hefði þetta þá áfram verið „grófur húmor“? Bara allt í kei?

 • Svo má líka velta fyrir sér, að lögin sem Sigrún talar um eru bæði um konur (og pistillinn fjallar um fordóma gegn feitum konum). Hér koma svo í kommentakerfið karlmenn og gera lítið úr pistli Sigrúnar. Magnað. En líka, hefðu karlarnir varið lögin ef þau hefðu fjallað um feita karla? Ef konur hefðu sungið um hvað feitir karlar væru ömurlegir og myndböndin með lögunum hefðu verið um það?

 • Ég skil vel þessi sárindi að eingöngu skuli fjallað um annað kynið í þessum textum. Eins og ég sjálfur benti á þá fjalla margir textar um drykkjuskap en nær allir eru þeir um karlmenn.

  Konan er alltaf að benda mér á leiðindabatterí sem heitir aa.is. Ég rakst á að það er líka til oa.is sem er með svipaða fordóma gagnvart feitum og aa.is er með gagnvart fólki sem finnst gott að fá sér í glas.

 • Gabríela

  Svakalega finnst mér gróft að ráðast svona persónulega á manneskju fyrir bloggin hennar. Þessi blogg eru frábært innlegg þar sem verið er að benda á fordóma, það er ekki verið að ráðast á neinn. Þess vegna skil ég ekki hvernig þessir menn hérna leyfa sér að vera svona dónalegir hérna í kommentakerfinu. Allt í lagi að vera ósammála, en róum okkur aðeins.

 • tja, feitt fólk hefur það nú bara ágætt.

  telst dónaskapur að segja eitthvað við það, en ég hef tapað tölu áþeim skiptumsem ég hef heyrt djöfull ertu horaður og fólki þótti það bara eðlilegt.

  þrátt fyrir að ég hafi verið magaveikur lengi.

  ertu með anorexiu? önnur spurning, ekki er spurt feita hvort þeir séu haldnir matarfíkn.

 • en annars er ágætt að sporna við fordómum, hvar sem þeir eru.

  reyna að fara að njóta lífsins, ef fólk elskar mat, þá elskar það bara mat.

  ennþá sirka helmingur heimsins sem finnst feitt fólk fagurt.

  t.d vietnam (var að koma þaðan) hélt að ísland væri slæmt vegna fordóma,og það er það, en munurinn er sá að vietnamar sögðu það bara einu sinni og byrjuðu svo bara að bjóða mér í mat og elda fyrir mig 😀

 • Sjonni feiti

  Ég vil benda Guðrúnu á að það geta ALLIR gert eitthvað í því að vera of feitir. Það getur hins vegar enginn breytt því hvernig hörundslitur hans er, hvaðan hann kemur eða hvaða kynhneigð hann hefur. Þetta er því ENGAN veginn sambærilegt.

  Áfram Laddi og Kátir piltar!

 • Sjonni feiti. Geta allir gert eitthvað í því að vera feitir? Nú? Fólk er af mismunandi líkamsgerðum og sumum er ætlað að vera stærri. Finnst t.d Margrét Pála vera gott dæmi um slíka manneskju.

  Þetta er einfaldlega hennar líkamsgerð.

 • Sveinn Ólafsson. Í þessum textum er ekki verið að fjalla um bæði konur og karla heldur bara annað kynið. Það er það sem bloggfærslan fjallar um.

 • Sjonni feiti

  Líkamsgerð breytir ekki því að þeir sem eru feitir að upplagi, eiga að geta haldið spikinu í skefjum með réttu mataræði og hreyfingu. Ekki reyna að halda öðru fram.

  Þeldökkir, Asíubúar og samkynhneigðir hafa engin slík ráð til að breyta þeim staðreyndum, enda ekki hömlun sem slík.

 • Það er ekki bara gert lítið úr þeim sem eru ofan við hina gullnu meðal kúrfu kílóa fjölda í þjóðfélaginu eða af einstaklingum..Ég hef sjálf fyrir löngu síðan að vísu verið ofan við þessa meðal línu..en svo er ég víst búin að hanga á horriminni í mörg ár.. En langar að deila smá reynslu sögu með ykkur, en þannig var fyrir x árum síðan þá missti ég heil 10 kg á einum mánuði og mátti ekki við því..Á þessum tíma átti ég vinkonur/saumaklúbbs sem allar voru mis mörgum tölum ofan við kjörþyngd..
  Kommentin sem ég fékk frá þeim öllum voru á þessa leið “ mikið hroðalega lítur illa út, það er ógeðslegt að sjá þig, ertu með anorexíu, þú verður að fita þig, beinin sjást allstaðar..þú verður aðfaraí fitun…og fleira í þessum dúr…
  En merkilegt nokk..engri þeirra datt í hug að spyrja mig að því hvort ég væri veik..hvort eitthvað hefði komið fyrir sem hefði valdið því að ég lagði svona af…
  Eftir að þær fóru sat ég eftir með þá skoðun að feitt fólk væri dónalegt fólk…Og ég hugsaði með mér hvað þær hefðu sagt við mig ef ég hefði dengt á þær þessum orðum “ mikið rosalega hefur fitnað…spikið vellur út um allar rifur á fötunum….þú lítur ógeðslega út..þú verður að fara í megrun..“…
  Mérvar hugsað til þess hvort að þeim sem væru of þungir samkvæmtþessum kjör staðli finnist allt í lagi að gagnrýna aðra vegna þess að þær/þeir eigi svo bágt og geti þessvegna leyft sér að gagnrýna aðra..? Það er ekki endilega neitt víst að sá sem er mjög grannur eða neðan við kjörþyngd vilji endilega vera það en það pæla bara fæstir í því..Ég allavegaþekki nokkra einstaklinga sem þannig er ástatt um.. En égreyndar lét nú þessarkonur svo sem fáþessa sömu lesningu beint í æð næst þegar ég hitti þær…það varð fátt um svör..en ég er núna allavega í minni kjörþyngd en þær eru svona allar enn eitthvað yfir henni..
  En því miður erum við Íslendingar núna þjóð númer 4 sem er sú feitasta í heiminum var sagt í fréttum í fyrradag…En eins og venjulega snýst það alltaf um að eiga heimsmet hjá okkur Íslendingum..og virðist ekki skifta máli í hverju það er svo framarlega það sé heimsmet…Við áttum heimsmet í Ritalin notkun árið 2005..veit ekki hvernig sú staða er í dag….
  En vildi bara leyfa ykkur að lesa um hina hliðina á „kjörþyngdinni“..alltaf tvær hliðar á öllum málum..
  Kveðja Agný
  http://www.alvaran.com/forum

 • Danton-María (María Jónsdóttir)

  Á þessari bloggsíðu má ekki anda á feitt fólk, það verður svo reitt.

  Ég hef margoft reynt að benda á að offituvandamálið sé alvarlegt heilsufarsvandamál, en afneitunin er slík að of ég er álitin með fordóma.

  Það er ekki að undra að við séum fjórða feitasta þjóðin. Offituvandinn er alls staðar og það er alvarlegt mál. Hér er verið að hampa honum og það er virkilega alvarlegt mál.

 • Agný. Þannig að fordómar gagnvart einum hópi eru ókei af því að það eru fordómar gegn öðrum? Er ekki málið að komment á þyngd fólks eru óþarfi? sama hvort manneskjan er of létt eða of þung? Þarf að fara þarna í einhvern meting?

  Sjonni feiti. Eins og ég sagði áður, líkamsgerð fólks er mismunandi. það er bara staðreynd. Þú getur reynt og þú vilt að láta eins og öllum sé það eðlislægt að vera grannir en það er bara alls ekki þannig. Sumum er einfaldlega ætlað að vera stórum. Þannig er þeirra líkami gerður frá náttúrunnar hendi.

 • Sjonni ..é g átti ekki við það að það væri eitthvað í lagi með að kommenta á vaxtarlag fólks..En málið er bara yfirleitt allt öðruvísi komment sem grannir fá en þeir sem eru feitir og því miður virðast ekki margir standa upp og verja þá sem eru grannir eða horaðir ..en afhverju er það sjúkdómur ef fólk er úr hófi grannt, gefum okkur 20-30 kg neðan við kjörþyngd þá er talað um að manneskjan sé með átröskunar sjúkdóm..þeir sem eru 20-30 kg ofan við hana eru sagðir haldnir matarfíkn ..sorry..man ekki eftir að hafa heyrt að offita sé kölluð sjúkdómur en það er kanski bara mitt minni/leysi..
  En eru ekki báðar gerðirnar þarna bara á vissan hátt hálfgerðir sjálfseyðingar sjúkdómar..því báðum gerðunum fylgja sjúkdómar þannig er það nú bara..og báðar tegundirnar geta dregið viðkomandi til dauða..
  Sjónni..“stórt fólk“ er alls ekki það sama og „feitt fólk“..
  Það er til fólk sem er með stórgerða beinabyggingu og kallast þá grófbyggt en það er ekki verið að meina að það séu 20-30 auka kíló utan á því..
  En óneitanlega er orðið „stórt fólk“ fallegara en „feitt fólk“…
  Sama á um með „grannt fólk “ er líka fallegra orð heldur en „horað fólk“..
  Sama hvorn hópinn talað er um þá má kanski benda á eitt ..,, aðgát skal höfð í nærveru sálar.“
  Kveðja Agný..

 • Sigrún, þú verður að átta þig á því að það er óhollt að vera feitur og það er enginn feitur að upplagi. Það er ALLS EKKI sambærilegt við það að vera samkynhneigður eða þeldökkur – maður fæðist þannig, en í langflestum tilvikum er það maður sjálfur sem fitar sig. Það að vera feitur og stórgerður er síðan langt frá því að vera það sama.

 • Björn Gestsson

  @ Danton-María og Agný Góðar athugasemdir og ég er hjartanlega sammála ykkur.

  Held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hve offita og tegndir sjúkdómar verði mikið vandamál í þjóðfélaginu í framtíðinni.

  Kjörþynd er ekki eitthvað sem ákveðið í cosmo eða öðrum tískublöðum.
  Fólk getur reyndar haft smáfrávik frá raunkjörþynd og BMI kjörþynd en þá eru það nokkur kg hámark en ekki 10-50kg
  Offita er ekkert frábruðið annari fíkn, hvort það er í lyf eða áfengi.

 • Takk fyrir enn einn góðan pistilinn Sigrún.
  Alltaf þykir mér jafn merkilegt að lesa sum kommentin hérna, eins og t.d. þau frá Jack Daniels, Jóhanni og Sjonna feita. Það er vissulega alltaf gott að hafa umræðu sem fjölbreyttasta og fá fram mismunandi sjónarhorn en mér er hulin ráðgáta hvernig samam fólkið nennir að lesa þetta blogg aftur og aftur ef það er svo (næstum fyrirfram ákveðið) alltaf á móti ÖLLU sem er sagt. Það er ekkert verið að reyna að bæta umræðuna, koma með uppbyggjandi krítík eða á annan hátt reyna að varpa uppbyggilegu ljósi á málið. Nei, frekar skulum við bara taka þann pól í hæðina að leggjast á plan mótþróa lítils krakka og kasta skít í þann sem umræðuna vekur. Oft hefur hér verid sagt að „ekki megi anda á feitt fólk“ og allir séu í vörn…hvernig væri að líta svolítið í eigin barm hvað það varðar.

 • @Guðrún:

  ,,Ef lögin hefðu verið um svertingja, asíubúa eða homma (en ekki feitar konur) hefði þetta þá áfram verið „grófur húmor“? Bara allt í kei?“

  Nehei, aldeilis ekki. Ekki frekar en um fyrrnefndar konur.

  En það má samt gera grín að hvítum, feitum og heimskum körlum,
  alveg endaaaalaust, í heilu sjónvarpsþáttaröðunum sem ganga árum og áratugum saman, svo sem í danska þættinum Klovn, og ameríska þættinum Simpsons – og þeir eru reyndar miklu fleiri.

  Og það finnst öllum, börnum, konum og körlum, frábært skemmtiefni.

  Af hverju?

  Nú væri gott að fá einlægt og heiðarlegt svar.

  Hmm.

 • Fátt um svör.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com