Fimmtudagur 24.05.2012 - 10:50 - Rita ummæli

Michelle Obama í The Biggest Loser

Áður hefur verið fjallað um offituherferð Michelle Obama hér á síðunni auk þess sem vakin hefur verið athygli á öfgunum í þáttunum The Biggest Loser.  Nú hefur Michelle birst í þáttunum til að óska þátttakendunum til hamingju með að vera fyrirmyndir. Það verður að teljast vonbrigði að jafn áhrifamikil kona og hún skuli hvetja fólk til að stunda svo öfgakennda megrun eins og sýnd er í þáttunum. Aðferðirnar sem eru notaðar eru svo öfgakenndar að nokkrir þátttakendur hafa verið lagðir inn á sjúkrahús á meðan tökum stóð, fólk hefur ofþornað mjög illa auk þess sem læknar hafa varað við því að léttast svona mikið á svona skömmum tíma. Aðferðirnar eru ekki bara skaðlegar heldur líka árangurslitlar til lengri tíma því margir hafa bætt aftur á sig eftir þættina. Í þáttunum virðist ríkja einhvers konar viðhorf um að feitt fólk sé ekki mennskt og hafi ekki sömu mannlegu þarfir og aðrir.

Sumir þátttakenda hafa tekið þá áhættu að tala um reynslu sína þrátt fyrir að eiga mögulega von á sektum fyrir það. Hér má lesa viðtal við Kai Hibbard, fyrrverandi þáttakanda. Þessi partur sló mig líklega mest:

“So I got to a point where I was only eating about 1,000 calories a day and I was working out between 5 and 8 hours a day. . . .  And my hair started to fall out.  I was covered in bruises.  I had dark circles under my eyes.  Not to get too completely graphic, but my period stopped altogether and I was only sleeping 3 hours a night.  I tried to tell the TV show about it and I was told, ‘save it for the camera.’

Og þessi:

“It gave me a really fun eating disorder that I battle every day, and it also messed up my mental body image because the lighter I got during that TV show, the more I hated my body.  And I tell you what, at 144 and at 262 and at 280, I had never hated my body before that show.

Ef það er markmið Michelle að auka heilbrigði þjóðar sinnar þá er þetta líklega ekki leiðin. Það er ekkert að því að hvetja fólk til að hreyfa sig og borða hollan mat, en það er hins vegar skaðlegt að einblína á þyngdartap sem einu leiðina að heilbrigðara lífi. Opinber niðurlæging á feitu fólki ýtir undir skömm og fordóma sem eykur líkur á að fólk stundi ofát og óheilbrigðar leiðir til þyngdartaps. Fitufordómar stofna andlegri og líkamlegri heilsu fólks í hættu. Í tilviki Kai Hibbard leiddi þátttaka hennar í The Biggest Loser til alvarlegrar átröskunar. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að tilraunir við að ná fram grönnum vexti leiða oft af sér eitthvað allt annað en heilbrigði. Eitthvað sem Michelle Obama hefur augljóslega ekki mikið verið að velta fyrir sér.

Flokkar: Átraskanir · Megrun · Stríðið gegn fitu

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og tveimur? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com