Mánudagur 21.12.2009 - 12:16 - 1 ummæli

Ralph Lauren sniðgöngur

Allt frá því heimurinn stóð á öndinni yfir dramatískri myndbreytingu á fyrirsætunni Filippu Hamilton, eins og frægt er orðið, hefur maður að nafni Darryl Roberts staðið fyrir harðri ádeilu á vinnubrögð Ralph Lauren. Þessi ádeila hefur nú snúist upp í opinber mótmæli og markvissar sniðgöngur á vörum fatahönnuðarins, sem vonandi marka aðeins fyrstu skrefin í vaxandi andspyrnu og loks umbyltingu ríkandi fegurðarviðmiða innan tískuheimsins alls.

Forsprakkinn Roberts vann sér það til frægðar  að búa til frábæra heimildarmynd í fyrra um tísku- og fegurðariðnaðinn, America the Beautiful, sem vonandi verður sýnd hér á landi fyrr en síðar. Fréttastofa CNN fjallaði nýlega um mótmælin og hina stærri deilu gegn óraunhæfum fegurðarstöðlum sem mótmælin spegla. Þar má m.a. sjá viðtal við þekktan tískuljósmyndara og svo Darryl Roberts sjálfan, sem og fleiri lykilaðila í þessari deilu. Þeirra á meðal er fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld, sem virðist staðráðinn í því að verða einn af vondu köllunum í málinu, en hann lætur eftirfarandi orð falla:   „Unreachable beauty is a reminder to make an effort“…

Þeir sem vilja leggja andspyrnunni lið geta skráð sig hér á Facebook.

Flokkar: Samfélagsbarátta · Útlitskröfur

«
»

Ummæli (1)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com