Mánudagur 23.11.2009 - 12:09 - 1 ummæli

Átröskunarmenning

Ég fór í bíó um daginn og tók eftir því að næstum ALLAR auglýsingar fyrir mynd og í hléi snérust um annað hvort mat, útlit eða megrun. Þarna voru Subway, Ruby Tuesday, Metro og allir helstu skyndibitastaðirnir. Síðan komu snyrti- og hárgreiðslustofurnar og svo loks öfgameðulin, fitubrennslu- og fæðubótarefni frá Fitness Sport og Detox Jónínu Ben. Úff.

Aftan á bíómiðanum mínum var svo 2000 kr. afsláttur á Hydroxycut.

Þetta er eitt lítið dæmi um hversu sjúkt umhverfi okkar er orðið varðandi mat, þyngd og útlit. Af hverju erum við hissa á því að átraskanir séu algengar meðal ungs fólks? Hvaða niðurstaða er önnur möguleg miðað við gefnar forsendur?

Flokkar: Átraskanir · Samfélagsbarátta · Útlitskröfur

«
»

Ummæli (1)

  • Daniel Tryggvi

    Hèrna à Spàni eru engar auglÿsingar aftan à bíómidanum enda eru Spànverjar líka almennt nokkud fit fólk og borda nokkud heilbrigdan mat svona heilt yfir.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fjórum? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com