Sunnudagur 21.03.2010 - 18:10 - 1 ummæli

Meira um offituherferð Obama

michelle-obama-childhood-obesityHér fyrir neðan má lesa áhugaverða grein um offituherferð Michelle Obama þar sem farið er yfir helstu áhersluatriði forsetafrúarinnar í þessu framtaki: Að eitt af hverjum þremur börnum sé of þungt eða of feitt, að tíðni offitu meðal barna hafi þrefaldast í Bandaríkjunum á síðustu þremur áratugum, og að börnin í dag eigi á hættu að lifa skemur en foreldrarnir. Athyglisvert að kynna sér svörin við þessum punktum: http://www.slate.com/id/2247038/

Kate Harding bendir líka snilldarlega á hér, að þar sem nýjustu tölur benda til þess að offita sé ekki lengur að aukast meðal barna í Bandaríkjunum, þá sé tímasetning forsetafrúarinnar alveg einstaklega heppileg (fyrir hana) og villandi (gagnvart öðrum). Þegar allt bendir til þess að hinum meintu hamförum hafi þegar verið aflýst, þá mun frú Obama koma út sem bjargvættur alveg sama hvað – jafnvel þótt framtak hennar reynist fullkomnlega gagnslaust. Skothelt.

Að lokum er hér grein sem birtist í New York Times á mánudaginn fyrir viku: http://www.nytimes.com/2010/03/16/health/16essa.html?ref=science

Flokkar: Stríðið gegn fitu

«
»

Ummæli (1)

  • Ég held nú að herferðin hennar sé ekki gagnlaust. Væntanlega er til hópur frá öllum stéttum manna sem spáir ekki í þessi mál og ef hún nær eyrum þeirra, þá er sannarlega komið gagn í herópinu hennar.

    Eins og við myndum hætta að berjast á móti reykingum af því að reykingamönnum fer fækkandi ?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fimm? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com