Færslur fyrir flokkinn ‘Fitufordómar’

Fimmtudagur 20.09 2012 - 22:57

Bilun

Lady Gaga er mjög áhrifamikil kona og þekkt fyrir frábært samband sitt við aðdáendur sína. Þetta einstaka samband hennar við aðdáendur sína sem hún kallar litlu skrímslin gerir það að verkum að margir setja hana á háan stall og hún er fyrirmynd fjöldamargra ungra kvenna. Mér finnst Lady Gaga virka skemmtilegur karakter en ég tel hana ekki […]

Fimmtudagur 16.08 2012 - 12:58

Til þeirra sem gengur gott eitt til

    Aðeins tveimur dögum eftir að Íslendingar fjölmenntu niður í bæ til þess að taka þátt í gleðigöngunni og fagna réttindum samkynhneigðra og transfólks birtist þessi pistill á vinsælum dægurmálavef. Rúmlega 500 manns hafa gefið til kynna að þeim líki þessi skrif, sem sýnir líklega hversu skammt við erum á veg komin í mannréttindabaráttunni – tilhneiging […]

Laugardagur 11.08 2012 - 10:08

Fordómar eru fordómar

Fyrir líkamsvirðingarsinna sem enn hafa ekki kveikt á síðunni Jezebel.com er vert að vekja athygli á henni. Hér er um að ræða stórskemmtilega síðu með femínískum undirtón þar sem nokkrar eiturtungur leiða saman hesta sína við að gaumgæfa málefni líðandi stundar. Þar birtast gjarnan áhugaverðar hugleiðingar um útlitsdýrkun og fituhatur sem ættu að vera regluleg lesning þeirra […]

Mánudagur 21.11 2011 - 15:52

F-orðið

Ég velti því stundum fyrir mér hvaða þýðingu orðið „feitur“ hefur í okkar daglega tali. Það er augljóst að við getum ekki notað þetta orð á jafn hlutlausan hátt og orðið „hávaxinn“ eða „dökkhærður“. En hvers vegna? Megrun getur verið mjög félagslegt fyrirbæri, sem birtist m.a. í að fólk hrósar hvert öðru í hástert ef […]

Laugardagur 11.06 2011 - 09:25

Foreldrafordæming

Síðustu helgi birtist dapurleg umræða í Fréttatímanum þegar næringarfræðingur hjá MATÍS opinberaði þá skoðun sína að réttast væri að taka feit börn af foreldrum sínum ef þeim tækist ekki að megra þau. Þetta er einkar öfgakennd útgáfa af þeirri fordæmingu í garð foreldra sem gjarnan kemur fram í umræðu um offitu barna. Foreldrar sjá jú um innkaup og matseld á heimilinu […]

Föstudagur 18.03 2011 - 13:22

Hefðbundin meðul

Það hefur lengi valdið mér sorg hve lítið virðist fara fyrir líkamsvirðingu innan heilsu- og mannræktargeirans. Meira að segja meðal þeirra sem annars virðast aðhyllast ástúðlega umönnun líkamans, þeirra sem hvetja til þess að við hlustum á líkama okkar, virðum takmörk hans og ræktum eigið innsæi varðandi umhirðu sálar og líkama, kemur oft fram áberandi […]

Þriðjudagur 22.02 2011 - 21:55

Vonbrigði

Ég er hef lengi beðið eftir því að feit manneskja verði sýnd í jákvæðu ljósi í sjónvarpi. Í gærkvöldi munaði mjóu að sá draumur hefði ræst þegar dæmigerður sætur strákur í sjónvarpsþættinum Glee féll fyrir feitu stelpunni í bekknum. Það verður þó að segjast að tilraun höfunda þáttanna til að brjóta niður staðalmyndir varð, þegar […]

Fimmtudagur 10.02 2011 - 22:22

Fordómar og heilsuefling

Hér er gott dæmi um hvernig fitufordómar eru breiddir út með heilsueflingar skilaboðum. Þessi auglýsing frá borgaryfirvöldum í New York sýnir glögglega – fyrir þá sem eru orðnir læsir á þessa fordóma – hvernig heilsufarsumræðan getur skapað prýðisvettvang fyrir fituhatur og fitufóbíu. Það er allra góðra gjalda vert að vekja athygli á skaðlegum neysluvenjum (eins […]

Þriðjudagur 23.11 2010 - 15:20

Berjum fituna burt!

Hér er að finna óhugnarlegan pistil sem lýsir vel þeim hugsanagangi sem ég verð alltof oft vör við: Mannfyrirlitning og hatur sett fram undir yfirskyni heilbrigðis. Dæmi: „Þetta þarf að stöðva og það strax. Foreldrar þurfa að hætta að fóðra kvikindin sín og hætta að skutla þeim út um allt. Ef fituklessan sem þú kallar […]

Föstudagur 12.11 2010 - 17:16

Fordómakennsla

Þeir sem bara borða kjöt og bjúgu alla daga, þeir feitir verða og flón af því… Svona hljómar laglína úr sívinsælu barnaleikriti sem sungin hefur verið á  íslenskum heimilum og leikskólum í áraraðir og er eitt af ótalmörgum dæmum um hvernig fitufordómar birtast í lífi barna. Í  barnabókum, teiknimyndum og barnaleikritum er mjög algengt að […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com