Færslur fyrir flokkinn ‘Fitufordómar’

Þriðjudagur 02.11 2010 - 13:21

Fjaðrafok hjá Marie Claire

Fyrir viku birtist pistill á vefsíðu tímaritsins Marie Claire þar sem höfundurinn, ung stúlka með sögu um átröskun, viðurkennir að finnast feitt fólk viðbjóðslegt. Þetta er sannarlega ekki í fyrsta sinn sem neikvæð viðhorf í garð feitra koma fram í fjölmiðlum og væntanlega ekki það síðasta þar sem yfirleitt er ekki fjallað um feitt fólk […]

Miðvikudagur 20.10 2010 - 11:44

Málþing um fitufordóma

Sunnudagur 10.10 2010 - 18:13

Flabulous!

Þessi frábæra kona er á leið til landsins til að halda fyrirlestur á málþingi um fitufordóma sem haldið verður við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands þann 21. október næstkomandi. Hún er höfundur bókarinnar Fat!So? og ein fjöldamargra feitra einstaklinga um heim allan sem berjast fyrir tilverurétti sínum. Þetta kann að koma mörgum spánskt fyrir sjónir, en  […]

Mánudagur 02.08 2010 - 13:20

Fatastærðir og fitufordómar

Þessi grein birtist í New York Times í gær. Hún fjallar um fatastærðir og fitu og það sem hlýtur að teljast eitt skýrasta dæmið um þá holdafarsmismunun sem ríkir á Vesturlöndum: Að ekki sé hægt að versla sér föt nema upp að vissum stærðum í venjulegum búðum. Þrátt fyrir að minnst helmingur kvenna í þessum […]

Fimmtudagur 03.06 2010 - 14:00

Offita er ekki átröskun

Jæja. Þá er loksins búið að slá því föstu: Offita er ekki átröskun. Þótt ótrúlegt megi virðast þurftu helstu sérfræðingar veraldar í alvöru að setjast niður og ræða það hvort offita, þ.e. þyngdarstuðull 30 og yfir, ætti að flokkast sem geðröskun. Að sjálfsögðu komust þau að þeirri niðurstöðu að svo var ekki, enda bæði fáránlegt og […]

Fimmtudagur 27.05 2010 - 22:00

Áfram Hera!

Ég er búin að vera að bíða eftir því að einhver gagnrýni holdafar okkar fulltrúa í söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva. Ekki af því að ég hafi gaman af slíku eða finnist Hera eiga það skilið heldur af því það er dæmigert að þegar þéttholda manneskja gerir eitthvað markvert þá er einblínt á holdafar hennar. Ég þurfti […]

Laugardagur 22.05 2010 - 10:02

Þéttvaxin börn frekar fyrir aðkasti

Í síðustu viku var sagt frá rannsókn í New York Times sem sýndi að þéttvaxin börn verða frekar fyrir stríðni og aðkasti af hálfu skólafélaga sinna en önnur börn. Rannsóknin, sem var unnin í Bandaríkjunum og birtist fyrir skemmstu í tímaritinu Pediatrics, sýndi að grunnkólabörn eru 13% líklegri til þess að verða fyrir aðkasti jafnaldra ef […]

Föstudagur 30.04 2010 - 09:02

Fitufordómar meðal barna

Hér er frábært myndband frá Yale háskóla um fitufordóma meðal barna:

Fimmtudagur 22.04 2010 - 10:30

Feit börn í grimmum heimi

Þessi grein er fyrir ykkur sem eruð sannfærð um að barátta gegn offitu sé góð hugmynd. Fyrir ykkur sem teljið að feitt fólk sé alltaf afbrigðilegt og óheilbrigt—og það sé brýn nauðsyn að koma þeim í skilning um það. Það er alltaf gott að kynna sér málin frá öðrum hliðum. Það er til feitt fólk […]

Föstudagur 12.03 2010 - 14:59

Um líkamsvöxt og líkamsmynd

Skelfilega grunnhyggin umfjöllun um holdafar og líkamsmynd birtist í DV í dag sem undirstrikar vel þá meinloku sem ríkir um þessi mál. Rætt er við Dr. Ársæl Arnarsson, dósent í sálfræði við Háskólann á Akureyri, sem greinir frá niðurstöðum rannsóknar sem sýnir að líkamsmynd íslenskra unglinga er ekki upp á marga fiska. Um 40% stúlkna […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com