Föstudagur 30.04.2010 - 09:02 - 6 ummæli

Fitufordómar meðal barna

Hér er frábært myndband frá Yale háskóla um fitufordóma meðal barna:

Flokkar: Fitufordómar

«
»

Ummæli (6)

  • Þetta er frábært myndband. Sjálf var ég feitt barn og höfðinu hærri en allir í bekknum mínum í grunnskóla. Ég var kölluð tröllið og ákvað einn daginn að fara í mergun. Í dag er ég í „eðlilegum“ holdum með járnskort, hættulega lágan blóðþrýsting og endalausar sjóntruflanir sem stafa af því að árum saman hef ég ekki útvegað líkama mínum þá næringu sem hann þarfnast. Takk fyrir að vekja fólk til umhugsunar um að það er ekki til einn staðlaður réttur líkami og að heilbrigði verður ekki mælt með málbandi.

  • Ragnheiður

    Einhvern vegin fannst mér þetta ekki bara vera fitfordómar heldur einfaldlega einelti. Þessi Arthur fær geinilega að vaða uppi og aðrir fylgja honum. Kemur skýrt í ljós að þegar talað er við vin hennar að hann hafði líka nýðst á honum ( og ekki var hann feitur). Sorglegast var að fylgjast með kennaranum samt sem áður sem var þáttakandi í eineltinu og að tala um að þessi hefði líklega borðað hollan mat en hinn óhollan var bara hræðilegt að hlusta á.

    En síðan var mér hugsað til þess hvort að það vanti meiri fræðslu um mataræði í skólum. Stúlkan í myndbandinu segist borða hollt en það sem maður sér hana borða eru einungis kolvetni. Það vantar fitu og prótein sem metta oft betur og það jafnarblóðsykurinn.

  • Þorsteinn

    Eruð þið að grínast? Þetta er svo augljóslega leikið vídeó að maður getur varla annað en hlegið, þetta er greinilega byggt á handriti sem er svo leikið. Illa leikið.

  • Harpa Kristjánsdóttir

    Leikið eða ekki leikið, ég velti fyrir mér hvað verður til þess að börn stríða öðrum börnum með t.d þyngd, gerði einu sinni könnun á leikskóla um það hvenær börn færu að horfa á útlit sem vont eða gott, alveg fram að 5 ára aldri var hjá flestum bara staðreynd að einhver væri stór, feitur, lítll mjór, en einhverstaðar gerist það að útlit fer að verða „vont“ t.d að einhver sé feitur, ég velti fyrir mér hver kemur því inn hjá börnum svona ungum að það að vera t.d feitur sé eitthvað til að stríða með, eða koma með skítakomment, eins og ég hef heyrt. Getur verið að við fullorðna fólkið þyrftum að horfa okkur nær og kenna börnunum okkar umburðarlyndi gagnvart mannskepnunni eins og hún leggur sig?

  • Ég vinn á leikskóla og einn daginn vorum við að skoða myndir af andstæðum. Á einu myndaparinu var mjög ,,mjó“ kona og afskaplega feitur kall. Ég spurði stelpurnar (þetta voru 5-6 ára stelpuhópur) hvað væri ólíkt með þessum tveimur myndum. Þær nefndu að annað væri kona og hitt kall. Annað væri með sítt hár og hitt sköllótt, konan var í kjól en kallinn í buxum o.s.frv. Ekki ein stúlka nefndi að annað væri mjótt og hitt feitt. Þær virtust ekki sjá vaxtarlagið sem eitthvað sem gerði þau ólík. Svo við ræddum það ekkert nánar. Þessi stúlknahópur var s.s. ekki sjá eitthvað athugavert við ólíkt vaxtarlag!

  • Það læra börnin sem fyrir þeim er haft! Það er nú bara svon einfalt! Þau gera eins og þú gerir ekki eins og þú segir 😉

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fimm? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com