Þriðjudagur 06.07.2010 - 11:39 - 1 ummæli

Body Shop barátta

ruby_posterHér má nálgast frekari upplýsingar um baráttu Body Shop fyrir bættri líkamsmynd. Margir kannast við myndina hér til hliðar en nú hefur fyrirtækið sett af stað nýtt átak í samvinnu við áströlsk átröskunarsamtök og starfshóp á vegum ríkisstjórnarinnar þar í landi. Ætlunin er að skera upp herör gegn slæmri líkamsmynd og átröskunum. Fimmfalt húrra fyrir því!

Það er löngu kominn tími til þess að vanlíðan og óöryggi vegna þyngdar og útlits verði sett á oddinn í geðheilbrigðismálum. Herferðin snýst mjög einfaldlega um að koma þeim skilaboðum á framfæri að fallegt, heilbrigt fólk er til í öllum stærðum og gerðum og að við erum svo miklu meira en bara talan á vigtinni.

Svo skemmtilega vill til að svipuð herferð var farin á hér á landi vorið 2008 í tilefni Megrunarlausa dagsins. Það árið báru strætisvagnar Reykjavíkur fallega borða með áletruninni: Fallegir líkamar eru í öllum stærðum og gerðum og Hraustir líkamar eru í öllum stærðum og gerðum.

L1000435e

L1000447e

Flokkar: Líkamsvirðing · Samfélagsbarátta

«
»

Ummæli (1)

  • Glimrandi framtak! Komin tími til ad umheimurinn vakni adeins!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fjórum? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com