Miðvikudagur 06.01.2010 - 18:00 - 9 ummæli

Í átak eftir jólin?


Ég rakst á þessa frásögn fyrir stuttu og fannst þetta ágætis lýsing á því öfgalífi sem margir eru tilbúnir til að lifa í skiptum fyrir grennri líkama. Eins og allir vita eru skyndikúrar gagnslausir og til þess að uppskera varanlegan „árangur“ þarf fólk að gera varanlegar breytingar á lífi sínu… sem þýðir oft að vera í átaki það sem eftir er ævinnar. Rétt upp hönd sem finnst þetta spennandi lífsmunstur?

Hanna Kristín leyfði Vísi að skyggnast inn í hennar líf í einn dag en hún er síborðandi og æfir stíft

„Ég vakna klukkan 06:00 og fæ mér hálfa skyrdós með hálfum banana. Tek síðan fullt af bætiefnum og brennsluaukandi efnum og fer á æfingu. Ég tek oftast svona 30 – 60 mínútur og er þá að brenna. Þetta geri ég þrisvar sinnum í viku.

Ef ég fer ekki á æfingu þá fæ ég mér aloa djús og haframjöl með lífrænt ræktuðum kanil, soyamjólk 1 msk af olívuoliu og eina skeið af plain próteini, pínu banana eða rúsínur eða stundum set ég hörfræ út í.

Milli klukkan 08:00 og 09:00 þegar ég kem heim fá ég mér sjeik með soyamjólk haframjöli appelsínudjús og og frosnum jarðaberjum, eina msk af olíu og smávegis banana og lúku af trefjum, vítamínum og andoxurum og omega.

Síðan blanda ég mér te og aloa blöndu og drekk svona 750 ml fram að hádegi og 2 – 3 vatnsglöðs á milli.

Tveimur tímum síðar fæ ég mér próteinstöng og rosa sterkt te og aðeins meira af brennsluaukandi efnum.

Klukkan 12:00 – 13.00 í hádeginu fæ ég mér salat með allskonar lituðu grænmeti, túnfisk, kjúkling og pínu af kotasælu og út á það set ég olíu og pínu feta. Mér finnst reyndar æði að fara á Culican og fá mér eitthvað af réttunum á þeim matseðli. Allt ferskt og réttar hitaeiningar og svo gott á bragðið.

Klukkan 15:00 – 16:00 fæ ég mér 1/2 kjúklingabringur, ríf hana niður með smá kryddi sem ég steiki daginn áður og eitthvað grænmeti sem mér finnst gott með og drekk vatn með. Með þessu fæ ég mér fíberbond sem tekur 30% af fitu í burtu.

Klukkan 17:00 fer ég aftur á æfingu og tek 60 mínútur þar sem ég brenni í svona 12 mínútur og lyfti í 45 mínútur þungt. Ég geri fáar endurtekningar og æfi þannig að ég kófsvitna og hitna vel af áreynslu.

Þegar ég er búin á æfingu þá smelli ég í mig léttan sjeik og vítamín og andoxara og omega og trefjar.

Þegar ég kem heim þá fæ ég mér léttan kvöldmat en þar sem að ég er ekki neitt rosa svöng þá vel ég. Annað hvort góða grófa samloku með próteinríku meðlæti. Ég borða svona hálfa eða fisk, kjúlla eða kjöt eða próteinríka súpu og grænmeti með og góðan slurk af vatni og fullt af vítamínum. Fyrir svefninn tek ég síðan B vítamín og omega og andoxunarefni.

En ég er örlítið slakari um helgar en þá borða ég kannski sjaldnar og minna og ekki alveg eins hollt. Þá fæ ég mér sósu með kjötinu og kannski aðeins betur af góðu grænmeti og góðan eftirrétt.“ (heimild: visir.is 8. september 2009).

Flokkar: Megrun

«
»

Ummæli (9)

 • Dagný Daníelsdóttir

  Hefur tessi manneskja tíma til ad gera eitthvad annad en ad plana máltídir, taka fædubótarefni og fara í ræktina. Og getur hú farid eitthvad annad út ad borda en á culiacan? Mikid myndi mér leidast ad turfa ad bjóda henni í mat….

 • Björn I

  Þessi manneskja er auðvitað fíkill og ekki dæmigerð grönn manneskja.

  Þetta er ekki dæmigerður lífstíll venjulegs íslendings sem borðar bara jafn mikið og hann brennir.

  Þú gleymir að minnast á að þessi manneskja náði að grenna sig svo um munar og það er ekkert sem segir að þetta þurfi að vera örlög hennar það sem eftir er til þess að hún blási ekki aftur út.

 • Fræðingarnir segja að þeir sem grenna sig og halda sér í ákveðni þyngd í rúmt ár muni frekar ná að viðhalda árangri sínum, en þeir sem þyngjast aftur nokkrum mánuðum eftir átak. Þeir (fræðingarnir) segja að það tekur líkamann rúmt ár að aðlagast nýrri „kjörþyngd“.

 • Vá hvað þetta er óspennandi. Vítamín í löngum bunum, ásamt bætiefnum og brennsluaukandi efnum. Hvað er að því að borða hollan mat, taka lýsi og láta þar við sitja?

  Auðveldara að halda því til streitu en þessu. Og ódýrara.

 • Ég varð bara svoldið þreytt að lesa þetta, vá þvílík rútína

 • Þetta er ekki spennandi.

  Enda er ég persónulega komin með nóg af svona öfgum og ég hef enga trú á fæðubótaefnum eða átaki þar sem ég þarf að borga fyrir létting og aðrir fá heiðurinn fyrir minn árangur, ekki ég sjálf.

  Afhverju þarf maður að flýta sér svona líka í öllu. Afhverju ekki bara léttast hægt og rólega og leyfa líkamanum svolítið að fatta hvað er að gerast og kollinum! Því það er mesta challengið að breyta hugafarinu til matar.

  Í dag finnst mér miklu skynsamlegra að breyta litlum hlutum í einu og hafa markmiðið t.d að losna við 1 kg á mánuði og í lok árs verða 12 kg farin SEM ER SLATTI MIKIÐ!. Ég held það sé meira varanlegt en að losna við 12 kg á 2 – 3 mánuðum eins og kúrarnir „lofa“ manni.

  Annars verður fólk að sjálfsögðu að finna leiðir sem hentar þeim annars er leiðin að léttara lífi dauðadæmd 🙂

  Það er gaman að lesa pistlana þína og eru þeir í miklu uppáhaldi. 🙂

 • Elva Björk

  Ég man eftir að hafa rekist á þetta á visi.is og það sem ég undraðist mest var að þetta skuli hafa verið reglulegur pistill á netinu, þ.e. að skrif hennar séu nýttir sem „hvatning“ fyrir okkur hin fyrir „betra“ lífi.

 • Dagný Daníelsdóttir

  Athugaverdur punktur sem Jóhann bendir á med kommenti sínu „..og ódýrara“. Tetta hlýtur ad vera rosalega dýrt. Vítamín ein eru nú nógu dýr hvad tá prótein, fædubótarefni og brennslutoflur. Kom nokkurn tíman fram í pistlum hennar hvad buddan léttist mikid á mánudi vid tessi herlegheit??

 • sammála, manneskjan er orðinn fíkill og ekkert annað , búin að skipta einni fíkn út fyrir aðra. Ég hugsaði bara þegar ég las þetta.. aumingja konan

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og þremur? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com