Þriðjudagur 02.02.2010 - 19:17 - 6 ummæli

Sífellt fleiri börn í kjörþyngd

Fyrir þá sem misstu af fréttatíma RÚV þann 8. október sl. er ágætt að rifja upp áhugaverða frétt sem kom þar fram. Rætt var við Margréti Héðinsdóttur, skólahjúkrunarfræðing hjá heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, sem greindi frá þyngdarþróun meðal íslenskra barna síðustu áratugina. Mikið hefur verið rætt (eða öllu heldur æpt) um offitu barna undanfarið og því áhugavert að skoða hvernig þróunin hefur verið. Fólk ímyndar sér að það sé fyrst og fremst núna, síðustu árin og áratuginn, sem íslensk börn hafi verið að þyngjast. Að ofþyngd barna sé ört vaxandi nútímavandamál. Hið rétta er að börn á Íslandi byrjuðu að þyngjast mikið á áttunda áratug síðustu aldar og þyngdust jafnt og þétt næstu tvo áratugina. Þessi þróun hefur hins vegar að mestu stöðvast frá árinu 2000 og allra síðustu árin aðeins verið að ganga til baka.

Með öðrum orðum: Það ríkir ekki neyðarástand. Himinninn er ekki að hrynja. Í stað þess að rjúka af stað og setja börn á sérstaka matar- og hreyfikúra þá ættum við að halda okkar striki, bjóða öllum börnum, óháð þyngd, upp á heilbrigðar en öfgalausar lífsvenjur og hafa hugfast að það er engin heilsa án geðheilsu. Við gætum að geðheilsu barnanna okkar m.a. með því að leyfa ekki umhverfinu að kenna þeim að það sé eitthvað athugavert við líkama þeirra þrátt fyrir að þau uppfylli ekki þrönga staðla um „réttan“ líkamsvöxt. Líkamar mannfólksins eru margbreytilegir og heilsuefling á að snúast um hegðun. Punktur.

Flokkar: Stríðið gegn fitu

«
»

Ummæli (6)

  • hæ..

    hvaða skoðun hefur þú á vefnum http://www.léttariæska.is ?

    Ég varð svolítið hissa á nálguninni sem er notuð til að hvetja börn til að hreyfa sig og borða hollan mat, þar sem verið er að beina börnu á að sjálfsmat byggist upp á tölum á vikt og að ráðast beint á ofþyngdina er lausnin á offitu í staðinn fyrir að finna rót vandans.

    Þar er einnig verið að beina börnum á að setja inn þyngdar og hæðargildi til að fá BMI sem getur gefið kolranga mynd af ástandi á t.d holdafari barns og getur þar með haft skelfilegar afleiðingar ef þær eru rangt túlkaðar.

    Mér þætti fróðlegt að vita hvað þér þykir um svona nálgun á offitu barna ?

    Ég var allavegna ekki sátt … Enda bloggaði ég um þetta ég var svo hissa.
    http://www.barbietec.com/subpage2.php?BloggID=2819

  • Sólveig

    Sæl Sigrún

    Ég er að lesa mjög skemmtilega bók sem heitir „in defence of food“ og ég held að þú gætir haft gaman af. Þar er t.d. fjallað um næringarisma og orthorexiu varðandi mat og næringarinnihald í mat. En bókin fjallar eins og kápan segir: Eat food – not too much – mostly plants“.

  • Tek algerlega undir orð Sigrúnar Þallar – vefurinn „Léttari æska“ kom mér svoldið mikið á óvart.

    Takk fyrir góð blogg.

  • Sólveig: Takk fyrir þetta, ætla að gúggla bókina og setja hana á listann minn 🙂

  • Lýst vel á þetta blogg, gerir mig glaða að lesa þetta!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sex? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com