Föstudagur 09.09.2011 - 19:36 - 3 ummæli

National Geographic

National Geographic birti nýlega umfjöllun um Heilsu óháð holdafari sem lesa má hér. Vel skrifuð grein sem útskýrir hugmyndafræði Heilsu óháð holdafari skýrt og skilmerkilega. Húrra fyrir því!

Flokkar: Heilsa óháð holdafari · Samfélagsbarátta

«
»

Ummæli (3)

  • Takk fyrir að benda á þessa grein, mjög góð og áhugaverð. Sérstaklega fannst mér merkilegt að heyra að rannsóknir benda til að við fáum meiri næringarefni útúr mat sem höfðar til okkar. Verð að viðurkenna að hefði aldrei hvarflað að mér, hélt að allir fengu sömu næringarefnin út úr sama fæði.

    Og takk fyrir skrifin þín í gegnum tíðina, finnst þau mjög ígrunduð og áhugaverð.

  • Frábær grein, ég pantaði mér bókina hennar Lindu Bacon á amazon og hlakka mikið til að lesa hana 🙂

  • Verð að bæta við að ég var að hlusta á útvarpið áðan og þar er útvarpskonan að tala um Janet Jackson og um það hvað hún líti glæsilega út í dag en fyrir nokkrum árum hafi hún ekki verið jafn glæsileg, þybbin og lífið bara ekkki nóg gott hjá henni. En í dag væri hún sko STÓRGLÆSILEG!….Ég var yfir mig undrandi að fullorðin manneskja skuli láta svona útúr sér í útvarpi, en svona viðhelst útlitsdýrkunin og þessi endalausu skilaboð frá fjölmiðlum….

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og átta? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com