Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 08.08 2012 - 12:59

Harpa og attitjúdið

Hallatölurnar og úttektarskýrslan um Hörpu hafa – loksins – hrist upp í undarlegum málatilbúnaði í kringum tónlistarhúsið sem svo marga dreymdi um svo lengi. Fréttir eru sagðar af furðulegri stjórnskipan, sem þó hefur viðgengist síðan ákveðið var að bjarga Hörpu uppúr hruninu. Aðrar fréttir nýrri eru auðvitað um fjárhagsáætlun sem ekki hefur staðist og virðist aldrei […]

Sunnudagur 29.07 2012 - 14:14

Spinn, spinn á miðju sumri

Gúrkurnar spretta á sumrin, kringum hitt og þetta, og nú síðast segjast fréttir af gúrkuuppskerunni í garði Samfylkingarinnar – málhress almannatengill er búinn að finna út að Jóhanna segi af sér eftir mánuð, og Orðið á götunni (aldrei skilið það Eyjardálksheiti) segir frá því að ef Jóhanna hættir ekki bráðum ætli örvæntingarfullur hópur þingmanna og […]

Föstudagur 27.07 2012 - 11:47

Illugi staðfestir leiftursóknina

Morgunblaðið birtir í dag grein eftir Illuga Gunnarsson í stúkuplássinu á miðopnu (undir stórri mynd af Ólafi Ragnari Grímssyni í London!), og þar staðfestir Illugi þá nýju stefnu flokksformanns síns frá um daginn að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að boða meiri niðurskurð í velferðarþjónustu og samfélagsinnviðum. Þetta er fagnaðarefni – því það voru ekki allir alveg vissir […]

Miðvikudagur 25.07 2012 - 16:10

Hæstiréttur – eitt í dag …

Hæstiréttur neitar því að gallar á forsetakosningunum valdi því að það þurfi að kjósa aftur. Sammála Hæstarétti. Gallarnir felast að sjálfsögðu í því misræmi að sumir fatlaðir fengu að velja sérstakan aðstoðarmann, aðrir fatlaðir ekki. Hér verður að vera annaðhvort – eða, og þann kost verður að velja samkvæmt íslenskum lögum. Þetta hafði hinsvegar engin áhrif […]

Laugardagur 21.07 2012 - 20:49

Bjarni: Hægri snú

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins lýsir því yfir að nú þurfi að skera meira niður í velferðarþjónustunni, af því tilefni að hrunreikningar á ríkissjóð – svosem frá þrotabúi Sparisjóðs Sjálfstæðisflokksins í Keflavík – hafa aukið hallann umfram áætlun. Hér. Erlendis er litið til Íslands sem fordæmis við að vinna sig út úr kreppunni, einmitt vegna þess […]

Föstudagur 13.07 2012 - 13:36

Alveg sannfærður

Eftir ýmsar efasemdir um nýju miðbæjartillöguna sannfærðist maður algerlega í Fréttablaðinu í morgun – þar sem forseti alþingis færði okkur þau viðhorf um skipulagsmál kringum Austurvöll að umfram allt þyrfti að tryggja framhaldslíf bílastæða við vestanvert Kirkjustræti. Í fullri alvöru þarf náttúrlega að skoða sérstaklega vel útfærslu þessarar grunntillögu bæði um viðbygginguna sunnanvið Landsímahúsið og um baksvip […]

Miðvikudagur 11.07 2012 - 10:31

Velheppnað fullveldisframsal

Óska blaðamönnunum Erlu Hlynsdóttur og Björk Eiðsdóttur innilega til hamingju með dóminn í Strassborg – og um leið áhugamönnum um tjáningarfrelsi og opna umræðu á Íslandi. Þetta leiðir til breytinga á meiðyrðalöggjöfinni, segir í sumum fréttum. Kannski. Ég fór einusinni að leita að þessari meiðyrðalöggjöf og hélt þetta væri meiriháttar lagabálkur, en fann að lokum […]

Mánudagur 09.07 2012 - 12:54

Njólinn lifi

Af hverju sprettur þessi ótrúlegi pirringur út í náttúrlegan gróður á umferðareyjum og túnskikum í Reykjavík? Og þessi hystería yfir að ekki skuli heyjað í borginni mörgum sinnum á sumri? Alltaf virt það við Hrafn Gunnlaugsson að halda uppi vörnum fyrir náttúrlegan gróður í borgarlandinu – þetta voru og eru melar og mýrar fyrst og fremst og […]

Miðvikudagur 27.06 2012 - 17:36

Steingrímur í Strassborg, o.fl.

Upphefð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur kemur sannarlega að utan – það er hlustað með mikilli athygli alstaðar þar á heimsbyggðinni sem sagt er frá endurreisn Íslands frá hruninu fram á okkar daga – en á Íslandi eru þau tíðindi helst að forsetaframbjóðendurnir keppast hver um annan þveran við að fjarlægja sig sem allra lengst frá nokkrum […]

Fimmtudagur 14.06 2012 - 10:42

64. greinin

Samkvæmt 64. grein þingskapalaga getur forseti eða níu þingmenn lagt fram tillögu um að ljúka umræðu um mál á þingi. Um slíka tillögu skal þá greiða atkvæði strax. Þrennt kemur til greina: 1. Að hætta umræðum samstundis og ganga til atkvæða. 2. Að ákveða þann tíma sem eftir er, annaðhvort ljúka henni á ákveðnum tíma ákveðins dags […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur