Kannski ekki beinlínis óvænt: Ef ég hefði kosningarétt í Frakklandi væri Hollande, frambjóðandi sósíalista, líklegasti kosturinn. Næstu menn væru –- nokkurnveginn í sömu fjarlægð – miðjumaðurinn Bayrou og græninginn Joly. Þetta er niðurstaðan úr spurningaprófi á vefnum hjá dagblaðinu Ouest-France. Sjálfur hefði ég kannski haldið að Mélenchon, frambjóðandi Vinstrifrontsins, stæði mér nær en Bayrou, en […]
Gott tækifæri í kvöld til að átta sig á myrkurgæðum og ljósmengun, stjörnuhimni og orkusóun – nú á að slökkva á jörðinni eina klukkustund, milli 20.30 og 21.30 meðan líður „stund jarðar“ – earth hour / jordens time / l’heure de la terre … um allan heim. Borgin ætlar að slökkva á flestum götuljósum – sem vonandi […]
Sjálfstæðisflokknum tókst í gærkvöldið að koma í veg fyrir að umræðan um þjóðaratkvæðagreiðsluna kláraðist á réttum tíma. Engum kom á óvart að það gæti tekist, með málþófi þennan eina dag sem var til stefnu – spurningin var bara hvort þeir hefðu lyst á því að beita þessum brögðum gegn jafn-sjálfsögðum áformum, eða tækju kannski þátt […]
Sannarlega fróðlegt að heyra í Norðmönnum á fundi utanríkismálanefndar að segja frá stóru skýrslunni um reynslua af aðild Noregs að EES – núna í maí verða liðnir heilir tveir áratugir síðan samningarnir um Efnahagssvæði Evrópu voru undirritaðir í Óportó (sjá JBH hér í góðum hópi!) og þessir samningar hafa sannarlega reynst vel þeim þjóðum sem […]
Elítuvitnin í Þjóðmenningarhúsinu segja frá því með hryggðarsvip að ekkert hafi verið hægt að gera sirka eftir 2006. Þar með sé fráleitt að Geir Hilmar Haarde hafi brugðist ráðherraskyldum sínum. Og þarmeð séu þau sjálf, hvert og eitt, laus undan ábyrgð, að minnsta kosti eftir 2006 (nema aumingja Baldur …). Af því nokkur þessara vitna […]
Auðvitað er gaman að vita hverjir mæta í Þjóðmenningarhúsið, og sjá fræga fólkið ganga inn og út í allskonar nýjum fötum, og sjá hvað sumir verða vandræðalegir að svara spurningum – og óvenjuskemmtilegir brandarar hjá Davíð um tengda aðila og bankastjórana sem tóku fimm milljarða fyrir að segja góðan daginn (Seðlabankastjórinn hefur vonandi fengið að […]
Það sem heyrist af málinu gegn Geir H. Haarde gegnum luktar dyr – á þessari öld er varla hægt að kalla þetta annað – er aðallega: Nei, ég heyrði ekki, ég sá ekki, ég vissi ekki. Ég var bara forsætisráðherra. Það er dómaranna að kveða upp úrskurð – en satt að segja var píslarvættisáran kringum Geir […]
Athyglisvert frumvarp hjá Tryggva Þór Herbertssyni um verð á bensíni og olíu. Frábært ef það væri hægt að hafa Tryggva Þór bara á vaktinni að fylgjast með verðsveiflum á mörkuðunum og segja fyrir um hækkun og lækkun á allskyns vöru sem almenningur og fyrirtæki á Íslandi þurfa að kaupa. Þegar hann sér fyrir tímabundna hækkun […]
Alveg eðlilegt að stjórnlagaráðsmenn séu pirraðir á seinagangi kringum stjórnarskrárfrumvarpið á alþingi. Pawel Bartoszek skýtur hinsvegar vel yfir markið í gagnrýnispistli sínum í Fréttablaðinu í dag, og Salvör Nordal er líka á einhverri skrýtinni vegferð í hálfgerðu nöldurbréfi frá í fyrradag. Hvað er nú að gerast í málinu? Jú, þingnefnd hefur farið vandlega yfir frumvarpið, […]
Lilja Mósesdóttir fór mikinn í ræðustól þingsins áðan út af hæstaréttardómnum um gengislánin. Lögin væru dæmi um foringjaræði og skort á sátta- og samningsvilja. Hvernig sem hægt er að fá þessa niðurstöðu í dómsmálinu – gleymdi Lilja Mósesdóttir að rifja það upp í ræðu sinni að sjálf greiddi hún atkvæði í lok 2. umræðu um málið níu […]