Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 10.06 2010 - 08:27

Alvöru-stjórnlagaþing

Sérstakt stjórnlagaþing, þjóðkjörið á svig við flokkakerfið, án þátttöku ráðherra og þingmanna, með öll þau völd sem unnt er að veita því – þetta er ein af sjálfsögðum umbótaaðgerðum eftir hrun og búsáhaldabyltingu, tilraun til að skjóta nýjum grundvelli undir samfélagið – skapa Nýja Ísland. Að þetta margumtalaða þinghald skuli ekki ennþá vera á hreinu […]

Þriðjudagur 01.06 2010 - 14:18

Besti kosturinn

Samstjórn Besta og Samfylkingarinnar er klárlega langbesti kosturinn í Reykjavík – ég vona að meirihlutamyndun gangi fljótt og vel. Nei, það er rétt. Við vitum ekki mikið um stefnumál Besta flokksins. Mér hefur samt heyrst að hann sé almennt hlynntur velferðarþjónustunni og vilji að fólk hafi vinnu. Á báðum þessum sviðum hefur Samfylkingin reynslu og áætlanir. […]

Sunnudagur 30.05 2010 - 18:23

Verstu úrslit sögunnar

Áður en við í Samfylkingunni förum að tala um hrunið, aðstæðurnar, mannskapinn, frammistöðuna og aðra flokka er ágætt að gera sér grein fyrir því að úrslitin í Reykjavík eru ekki bara verstu heldur langverstu úrslitin í framboðssögu flokksins í höfuðborginni rúman áratug. Þetta lítur svona út: þing 1999   19.153 atkv.    29,0%   5  þm. þing […]

Sunnudagur 30.05 2010 - 07:31

Og hjartað brann

Ömurlegt að horfa upp taparana í nótt – forustumenn hefðbundnu flokkanna: Stórsókn Hönnu Birnu, traustsyfirlýsing hins endurnýjaða Sigmundar Davíðs, ofsalega ósanngjarnt fyrir VG, og svo Dagur sem hélt sínu og vel það í glæstum varnarsigri rétt áður en fjórði maðurinn rann líka út í sandinn. Þetta er ekki leiðin til að læra af því sem […]

Miðvikudagur 12.05 2010 - 10:10

Mig líka, Ásta

„Það er grundvallarregla í réttarríki að þeir sem hafa gerst sekir um refsiverða háttsemi sæti ákæru og séu beittir lögmæltum viðurlögum.“ Sammála Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta alþingis. Alveg rétt að sá sem bítur í annars eyra eða sparkar í hnéskel náungans þurfi að svara fyrir það, borga bætur og sektir, jafnvel dúsa í fangelsi ef […]

Miðvikudagur 05.05 2010 - 07:18

Ég er enginn nasisti …

Ég er er rosalega sár yfir að þetta skítablað skuli ljúga því að ég hafi heilsað með nasistakveðju þarna um nóttina á barnum. Ég er enginn fokking nasisti! Ég er bara venjulegur Íslendingur með ameríska kynþáttafordóma.

Mánudagur 03.05 2010 - 12:50

Því miður, kæri Már

Þú hefur staðið þig frábærlega hingað til, góði seðlabankastjóri, og átt örugglega eftir að gera enn betur. Þegar þú tókst við starfinu voru hinsvegar tiltekin launakjör í boði – í meginatriðum taxti forsætisráðherra – á þeim kjörum réðstu þig til starfa á Íslandi og hjá Íslandi. Við höfum því miður ekki efni á að hækka launin þín. […]

Laugardagur 01.05 2010 - 10:20

Útgjöld í prófkjöri

Ég hef ekki skipt mér undanfarnar vikur af umræðu um styrki til prófkjörsþátttakenda – fyrsti varamaður S-listans í Reykjavík norður er nánast vanhæfur í þessu máli hvað sem honum kann að sýnast. Mér finnst hinsvegar rétt að endurbirta hér gamla greinargerð af þáverandi bloggsíðu minni — af því að Steinunn Valdís Óskarsdóttir segir í Fréttablaðinu […]

Þriðjudagur 13.04 2010 - 08:10

Moggi segir fréttir

Morgunblaðið er ekki lengi að draga fram aðalatriði skýrslunnar miklu. Á forsíðunni er okkur sagt hvert við eigum að beina spjótum okkar: ÁBYRGÐIN BANKANNA Já, svo sannarlega bera eigendur bankanna og stjórnendur mesta ábyrgð á hruni bankanna. Þar á eftir er líka lang-þægilegast að setja punkt. Í annarri minni frétt kemur í ljós að rannsóknarnefndin hefur athugað aðra […]

Laugardagur 10.04 2010 - 11:14

Ábyrgð er ábyrgð

Mér  finnst heldur ekki líklegt að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði dregin fyrir landsdóm vegna afglapa í starfi utanríkisráðhera – og ég tek undir með varnarmönnum Ingibjargar Sólrúnar sem telja smjörklípulykt af þeirri athygli sem nú beinist að henni og Samfylkingunni rétt fyrir Stóruskýrslu. Sjálf hefur hún skrifað ágæta grein í TMM um helstu sökudólga hrunsins, nýfrjálshyggjuna og […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur