Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Sunnudagur 06.01 2013 - 12:30

Háskólann líka, Agnes

Hér með legg ég til með fullkominni auðmýkt að Hin lúthersk-evangeliska Þjóðkirkja á Íslandi sjái líka aumur á Háskóla Íslands í væntanlegu söfnunarstarfi sínu. Fjárskorturinn í Háskólanum er engu minni en á Landspítalanum – þótt HÍ geti að vísu ekki teflt fram langþjáðum sjúklingum í glímu sinni við fjárveitingavaldið. Námskeið hafa dregist saman og fræðilegu […]

Miðvikudagur 05.12 2012 - 08:30

84 Sjallaræður

Málþóf um fjárlög – í fyrsta sinn í Íslandssögunni – hélt áfram fram yfir óttu, og töluðu í gærkvöld og nótt eingöngu Sjálfstæísmenn og Framsóknarmenn, mest allar Einar K. Guðfinnsson sem hélt samtals 9 ræður. Ásbjörn Óttarsson útgerðarmaðru hefur þó talað allra manna mest, 13 sinnum. Hann var spurður snemma kvölds hvort von væri á […]

Fimmtudagur 29.11 2012 - 22:50

Gott frumvarp eða ekkert. Taka tvö.

Rétt að minna einmitt núna á pistil sem ég skrifaði fyrir nokkrum vikum — hérumbil samhljóða þingræðu sama dag, og hafði fyrirsögnina Gott frumvarp eða ekkert frumvarp. Ég er ekki allt-eða-ekkert-maður í þessu máli. Við Valgerður Bjarnadóttir (og fleiri vildu vera með!) fluttum á síðasta þingi breytingartillögur við frumvarp sem þá var í gangi, og […]

Föstudagur 16.11 2012 - 11:54

Reykjavík kæra Reykjavík

Öll pólitík er staðbundin, segja spekingarnir – og þannig á það líka að vera. Almannahagur þarf að hafa miklu meira að segja en nú er vaninn við ákvarðanir um skipulag og framkvæmdir í hverfum og kjörnum þar sem byggðin er gömul eða merkileg af öðrum ástæðum, þar sem svæðið sjálft og sögu þess má telja […]

Fimmtudagur 15.11 2012 - 07:20

Við lok stóriðjualdar

Þeir eru til – jafnvel í mínum góða flokki – sem frá því fyrir hrun hafa boðað þá patentlausn að virkja allt sem hægt sé að virkja og reisa álver í hverjum firði. Hafa svo einn og einn þjóðgarð, og eiga börn og buru, grafa rætur og muru. Þetta hefur reynst tálsýn. Vissulega eru í […]

Mánudagur 12.11 2012 - 13:09

Hálft Ísland verslar á netinu

Helmingur íslenskra netverja keypti sér eitthvað gegnum netið í fyrra, árið 2011, segir Hagstofan: bækur, tónlist, símainneign, föt, skó, miða í leikhús og á íþróttaleiki, farmiða, hótelgistingu, handverk og svo auðvitað hugbúnað. Þetta kemur fram í ágætu fylgiblaði Fréttablaðsins í dag um Netverslun. Hvað sem okkur þykir gaman að fara í búðir er netverslun að […]

Fimmtudagur 08.11 2012 - 10:06

Evrópuaðild – fyrir fólkið í landinu

Öllu talinu um aðildarsamningana og framtíðarstefnu í sambandi við Evrópusambandið hættir til að verða nokkuð fjarlægt og háfleygt, fyrir nú utan að þátttakendur leyfa sér óvenjumikið rugl og nöldur, jafnvel á íslenskan nútímakvarða. Jájá, það þarf að finna leið út úr gjaldeyrishöftunum, og enginn hefur bent á neina aðra í raun og veru en upptöku […]

Þriðjudagur 06.11 2012 - 14:20

Gott frumvarp eða ekkert frumvarp

Var í umræðum um „störf þingsins“ núna eftir hádegið og sagði nokkurnveginn þetta um kjaradeilu útgerðarmanna og um væntanlegt frumvarp um fiskveiðistjórnun: Nýjustu tíðindi af útgerðarmönnum eru tvennskonar – annarsvegar eru sagðar sögur um stórfenglegan hagnað – sem við fögnum öll einlæglega – og hinsvegar að þeir ætli í kjaradeilu við sjómenn að sigla flotanum í […]

Mánudagur 05.11 2012 - 10:25

Ég hef …

Í prófkjörsbaráttu verða til ýmsir textar og eiga sumir meira en innanflokkserindi. Hér eru nokkrar grundvallarstaðreyndir um frambjóðandann – á morgun eða hinn koma hér stefnupunktar með sama hætti. Vona menn hafi af gagn og gaman. Ég hef  • lagt áherslu á jöfnuð, umhverfismál og náttúruvernd, verið jafnréttissinni og íslenskumaður Jafnaðarstefnan er grunnurinn. Jöfnuður í […]

Laugardagur 03.11 2012 - 08:52

Almannavarnir – tíu ónotaðir milljarðar!

Ofsaveðrið hérlendis undanfarna daga rétt eftir New-York-fellibylinn – jarðskjálftarnir á Norðurlandi um daginn – eldgos tíðari en áður vegna þess að jöklar dvína – óleyst almannavarnamál á höfuðborgarsvæðinu – allt hefur þetta beint sjónum að þeirri gamalkunnu staðreynd að Íslendingar búa við óblíða náttúru og margir á hættuslóðum. Á okkar eftirhrunstímum hefur samfélagið sjaldan verið óburðugra […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur