Föstudagur 12.05.2017 - 11:58 - 2 ummæli

Ég má til

Við erum að tala um Jesú þúsundum ára eftir dauða hans og upprisu

Vegna þess að Guð er raunverulegur í dag eins og þá. Ekki af því bara heldur vegna þess að ofurvenjulegt fólk segir sögur af því hvernig lífið með Guði breytir,

Aðstæður aðrar en á dögum frumkirkjunnar. Við höfum meiri upplýsingar, meiri þekkingu, þótt við vitum ekki endilega meira. Lífsgæðin, hér í gæsalöppum, velmegunin önnur og heilmargt færst til betri vegar,

Kjör nútímamannsins, mælt á veraldlegan mælikvarða, í engu til samanburðar þeim sem lifðu þá gömlu daga. Samt höfum við nákvæmlega sömu þörf fyrir Guð og þau höfðu þar,

Guð breytist ekki,

Mennirnir ekki heldur, hið innra. Þörfin til þess að eignast bestu útgáfuna af okkur er alltaf lifandi,

Maðurinn leitar og ýmis fræði, speki, kemst í móð, allskyns þetta og hitt og allt aðlagað að nýuppfærðum þörfum okkar,

Svo dugar það ekki og við leitum annað eða það sem verra er, hættum að leita, og finnum okkur sjálf einhvernveginn meira týnd en nokkru sinni,

Biblían, fagnaðarerindið, er alltaf eins. Sögurnar þeirra sem ganga með Guði munu hvorki þagna né breytast. Þær eru ekki sagðar í veraldlegu ágóðaskyni og enginn neyddur til frásagna,

Þau, við, þú og ég, einfaldlega megum til og ég þekki varla betri hugsun en þá að þú sem lest eignist þau tækifæri sem líf mitt með Guði hefur fært mér,

Þar hefur hver og einn persónulegt aðgangsorð sem aldrei rennur út en veitir aðgang að náð Guðs sem leysir og læknar og gefur kraft og vilja svo við megum lifna til þess lífs sem kristin trú hefur boðað og mun boða,

Menn hafa predikað lengi og þetta Orð hefði hvorki predikara né fylgjendur nema fyrir það að fólk á öllum tímum þekkir áhrif þess að velja að trúa á Guð,

Þess vegna má ég til

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Bloggar

«
»

Ummæli (2)

  • Haukur Kristinsson

    Hvað borgar Björn Ingi, aka Bingi, Rögnvaldi Hreiðarssyni (Rögga) fyrir hans forheimskandi pistla?

  • sæmundur

    Haukur Hvað plagar þig að þú getir ekki unnt fólki að trúa og skrifa um það .Hann er að skrifa af einlægni og sýna pistlarnir hans það. Það er ánægjulegt að Rögnvaldur hafi skoðanir og trú og eins að hann þori að skrifa um það .

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur