Þriðjudagur 4.4.2017 - 11:44 - FB ummæli ()

Þjóðarskömmin nýja á Hringbraut

 

Mikið hefur verið rætt og skrifað um það sem betur hefði mátt fara í stjórnsýsluákvörðunum rétt upp úr aldarmótunum síðustu og þegar ákvarðanir voru teknar um staðsetningu sameinaðs þjóðarsjúkrahúss á Hringbraut. Oft virðast sérhagsmunir verið látnir ráða á kostnað almannahagsmuna og sem öllum er ljóst í dag er varðar t.d. bankakerfið. Rannsóknarskýrsla Alþingis eftir hrunið og fleiri, hafa bent á að í raun hefði þurft að gera álíka skýrslu um alla aðra stjórnsýslu og varðaði ákvarðanir í stærstu hagsmunamálum þjóðarinnar. Ákvarðanir sem ætla mætti að gætu hafa ráðist af sérhagsmunum einstaklinga, félaga og jafnvel höfuðborgarinnar sjálfrar, á kostnað stórhöfuðborgarsvæðisins alls og landbyggðarinnar.

Í kynningu á niðurstöðum vinnuhóps sem fjallaði um siðferði og starfshætti við fall íslensku bankanna í Rannsóknaskýrslu Alþingis kemur einmitt fram að eitt af því sem varð okkur að falli er virðingarleysi okkar fyrir lögum og reglum. Þetta virðingarleysi var ekki einungis ríkjandi innan bankanna heldur virðist það vera hluti af þjóðarsálinni. Í niðurlagi skýrslunnar segir: . . . „vandinn er víðtækur, djúpstæður og kerfislægur. Skýrsla vinnuhóps um siðferði og starfshætti sýnir í hnotskurn að brýn þörf er fyrir siðvæðingu á fjölmörgum sviðum í íslensku samfélagi. Þótt margir einstaklingar hafi vissulega gerst sekir um ámælisverða hegðun og á því þurfi að taka með viðeigandi hætti, er varasamt að einblína á þá. Frá siðferðilegu sjónarmiði er til lengri tíma litið brýnast að treysta lýðræðislega innviði samfélagsins og styrkja stjórnkerfið; bæta þarf viðskiptasiðferði, stjórnsiði og vinnulag, efla fagmennsku og siðferðisvitund. Styrkja þarf skilyrði siðferðilegrar rökræðu meðal borgaranna um sameiginleg hagsmunamál sín. Leggja þarf áherslu á réttnefnda samfélagsábyrgð og hamla gegn sérhagsmunaöflum og þröngri einstaklingshyggju. Siðvæðing íslensks samfélags ætti einkum að beinast að því að styrkja þessa þætti og það er langtímaverkefni sem krefst framlags frá fólki á öllum sviðum samfélagsins“.

Myndin hér að ofan er af Babylonsturninum og þegar menn byggðu vegna sérhagsmuna eftir „syndaflóðið mikla“. Endalausan háan turn upp til himins til að ná sem best tali af Guði en sem tók síðan sífeldum breytingum á aldanna rás. Gamla testamentið segir að Guð hafi að lokum séð hverslags endæmis vitleysa þetta hafi verið og þöggun og eiginhagsmunasemi hafi ráðið för byggingarinnar sem virtist stjórnlaus. Hann tók því þá ákvörðun að dreifa mannkyninu um allar heimsins jarðir frá Babylon til að fólk fengi að tala ólík tungumál og tryggja því skoðanafrelsi.

Ákvörðun um Nýjan Landspítala og staðsetnngu á sér meira en tveggja áratuga sögu. Fyrrum stjórnendur hafa viðurkennt að í raun hafi geðþóttaákvörðun og trú hagsmunaaðila innan sjálfs spítalans, Háskóla Íslands og borgarinnar ráðið mest för, frekar en hugsanalega betri staðsetning austar í borginni til að uppfylla meginmarkmið sameiningar spítalanna. Í dag, tæpum tveimur aratugum síðar er öllum þessi rök mikið betur ljós. Ekki hefur samt mátt hreifa við þeirri hugmynd að endurskoða staðsetninguna frá grunni og margt breyst í höfuðborginni (ekki einu sinni með gagnrýnni umfjöllun hjá sjálfum ríkisfjölmiðlinum, RÚV). Þannig hugsanlega mikið hagkvæmari byggingar- og rekstrarform á betri stað kastað fyrir róða. Sjálfskaparvíti og hugsanleg mestu mistök aldarinnar í ríkisframkvæmd og jafnframt sú dýrasta.

Mestu ókosti framkvæmda við Hringbraut má finna í ótal greinum sem skrifaðar hafa verið um málið og birtar opinberlega, m.a. á fésbókarsíðu Samtaka um betri spítala á besta stað (SBSBS) sl. ár og vert að rifja upp áður en sjálfar framkvæmdirnar hefjast eftir eitt ár og ekki verður aftur snúið. Enn er nýs Alþingis valið að endurskoða þjóðargjöfina miklu sem skoðanakannir sýna að þjóðin vill ekki fá eins og ráðgert er, með þöggunina samt að vopni gegn sér:

1) Framkvæmdir á besta hugsanlegum stað kostar þjóðarbúið allt að 100 milljörðum minna næstu hálfa öldina ef allt er talið með og SBSBS hafa látið reikna, en byggingaráformin nú við Hringbraut gera ráð fyrir. Söluhagnaður eldri bygginga við Hringbraut og í Fossvogi, hagkvæmari byggingamáti og síðan hagkvæmari rekstur spítala á betri stað að mestu undir einu þaki skýrir þann mun miðað við árlegar fjárveitingar til Landspítalans í dag (um 70 milljarða króna á ári). Rekstarhagnður þá m.a. geta staðið undir lántökukostnaði og gott betur á nýjum stað, en ekki við Hringbraut með smjörklípuaðferðinni frá Alþingi.

2) Endurnýjunarkostnaður á 60.000 fermetrum í eldra húsnæði er stórkostlega vanáætlaður í dag á Hringbraut (um 110.000 krónur á fm2) og sem er reiknaður aðeins um fimmtungur af nýbyggingakostnaði þrátt fyrir að vera meira eða minna ónýtt og heilsuspillandi. Breytingar á lagnakerfi miðbæjarins er heldur ekki fullreiknað í dæmið í dag. Áætla má að nauðsynlegt nýtt skolplagkerfi eitt og sér fyrir spítalann og sem þarf að vera aðskilið almenningsskolpkerfinu með sótthreinsistöð verði mikið dýrara að koma fyrir í gamla miðbænum en opnum og góðum stað.

3) Tryggja má nýjum spítala á betri stað nægt rými til stækkunarmöguleika í framtíðinni, m.a. vegna vaxandi íbúafjölda og hratt vaxandi þörf heilbrigðisþjónustu vegna ferðamannastraumsins til landsins og sem á eftir að aukast mikið. Í raun er ekkert slíkt svæði í boði á Hringbrautarlóð. Eins fyrir byggingar í nátengdri starfsemi svo sem fyrir nám heilbrigðisstétta, vísindastarfsemi, líf- og lyfjaiðnað. Hönnun og byggingakostnaður nýs læknagarðs við Hringbraut sem kostað verður af HÍ er óreiknaður í dag og má ætla að verði mikið dýrari á Hringbraut en við nnýjan spítala á besta stað. Þegar í dag telja stjórnendur spítalans og formaður læknaráðs Landspítala að halda þurfi áfram rekstri gamla Borgarspítalans (Landspítala í Fossvogi) vegna ónógra sjúkraplássa eftir að framkvæmdum lýkur á Hringbraut og þannig ein megin forsenda sameiningar í upphafi brostin!

4) Tryggja má öruggari sjúkraflutninga og örugga aðkomu sjúkraþyrluflugs á betri stað og sem á eftir að stóraukast í framtíðinni. Aðstaða sem verður alls ófullnægjandi á Hringibrautarlóðinni og sem kosta mun þar að auki tugi milljarða króna aukalega að útfæra og reka (mikið dýrari þyrlukostur LHG). Nýtt áhættumat vantar vegna lokunar neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar og byggðar á Valslóð eftir 2012. Bráðasjúkrahús landsins þá þannig með ófullnægjandi og óöruggt aðgengi frá láði og lofti varðandi sjúkraflutninga, svo ekki sé talað um ef Reykjavíkurflugvöllur verður látinn fara í náinni framtíð og stefnt virðist að hjá borginni. Ein af helstu forsendum upphaflegs staðarvals um aldarmótin ásamt nauðsynlegum umferðarmannvirkjum fyrir tugi milljarða króna (Miklubraut í stokk og nýja braut um Hlíðarfót) sem hvortveggja var aflagt sem aðalforsendur hjá ríki og borg árið 2012. Aðalbygging HÍ í Vatnsmýrinni stendur þá ein eftir.

5) Framkvæmdir á besta stað á opnu svæði má klára á 5-7 árum eftir 1-2 ára undirbúningstíma eins og gert hefur verið víða erlendis (t.d. í Danmörku og Noregi) og þannig jafnvel á undan áætluðum lokum Hringbrautaframkvæmda um 2030. Framkvæmdum við 1. áfanga nýbyggingaframkvæmda (meðferðar- og rannsóknarkjarna) á þröngu Hringbrautarlóðinni sem nú er áætlað að ljúka 2022-2023, mun auk þess skaða starfsemina sem fyrir er og valda miklu ónæði fyrir sjúklinga á öllum byggingatímanum. Hanna mætti um leið mikið sjúklingavænni spítala en áætlað er á Hringbraut samanber nýja Hilleröd spítalann í Danmörku og sem sinnir þörfum samtímans, ekki síst með tilliti til sóttvarna og sál- of félagslegra þátta.

6) Tryggja má mikið meira jafnræði í atvinnutækifærum og aðgengi allra íbúa á höfuðborgarsvæðisins að stærsta vinnustað landsins með betri staðsetningu nýs Landspítala mikið austar en nú er í gamla miðbæ Reykjavíkur og sem ætti ekki að vera sérhagsmunamál 101-102 Reykjavíkur og sem sprungið hefur út á alla kanta á allra síðustu árum, aðallega vegna túrisma. Í dag búa þannig aðeins um 15.000 íbúar Reykjavíkur vestan austurenda Hringbrautar, en um 120.000 austan við (vart meirihlutinn í Hlíðarhverfinu!). Tryggja mætti mikið öruggara og betra aðgengi sjúklinga, náms- og starfsfólks af höfuðborgarsvæðinu öllu með minni tilkostnaði í akstri og byggingu umferðamannvirkja með betri staðsetningu Nýs Landspítala, enda helstu umferðarásar í dag staðsettir mikið austar í borginni.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

Sunnudagur 2.4.2017 - 11:36 - FB ummæli ()

Misráðnar forvarnir?

Skrifa þennan pistil í tilefni nýs frumvarps Pírata um reglur á lausasölu rafretta (veipa) með ákveðnum skilyrðum. Hef áður látið í ljós álit mitt á drögum að frumvarpi heilbrigðisráðherra sem vill setja veipur undir tóbaksvarnalög, sem og áróðurs Krabbameinsfélags Íslands (KÍ) gegn veipunum í nýliðnum Mottumarsi, einu helsta hjálparlyfi tóbaksreykingamannsins sem gengið hefur illa að hætta reykingum.

Um 400 manns deyja árlega tengt tóbaksreykingum í dag, þar af tæplega 200 úr lungnakrabbameinunum einum og sem eru í 90% tilvika tengd tóbaksreykingum með dánarhlutfalli um 76% miðað við uppl. krabbameinsskráar Íslands árin 2011-2015. Heimilislæknar reyna að komast að sem bestri forvarnarlausn fyrir skjólstæðing sinn með rökum sem hann skilur og sem á við hverju sinni. Ef reykingarmanninum tekst að hætta reykingum með hjálp veipa í 10% tilvika sem heimilislæknir t.d. ráðleggur (sumar rannsóknir sýna þó allt að 70% árangur), geta veipur bjargað sennilega um 20-40 manns frá dauða á ári hverju.

Að gefinni þessari staðreynd og að ungt fólk (unglingar) sem byrji að veipa í fikti (jafnvel án níkótíns) leiðist út í tóbaksreykingar í aðeins innan við 1% tilfella síðar, má reikna árangur frjálsra sölu rafretta gegn dauðsföllum af völdum krabbameina, betri en hugsanlega árangur skimunar fyrir ristilkrabbameinum með ristilspeglun allra Íslendinga 55 ára og eldri í framtíðinni. Ekki slæmur árangur það, vonandi á lokametrum tóbaksreykinga í landinu fyrir harðasta hópinn. Þar sem veipur hafa hins vegar verið bannaðar í sölu til ungs fólks eins og í Danmörku hafa nýlegar tölur sýnt allt að 15% aukningu í tóbaksreykingatíðni. Boð og bönn geta því verið varhugaverð í þessu samhengi og auðvitað þarf að fylgjast náið áfram með hugsanlegri skaðsemi veipugufa á lungun.

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll

Miðvikudagur 29.3.2017 - 20:27 - FB ummæli ()

Vel staðsettur þjóðarspítali fyrir fólkið!

Gamli Landspítalinn (1930) og Nýi Landspítalinn 2030 aftur við Hringbraut. Myndin tekin á sýningu í Borgarráðhúsinu á væntanlegum nýbyggingum á höfuðborgarsvæðinu, 26.3.2017 (stjörnunar mínar).

 

Rakst á merkilega staðreynd á útskýringamynd á sýningu í Borgarráðhúsinu um íbúabyggð í Reykjavík, „Hvað er í gangi?“. Þar virðist hafa gleymst að sýna aðal framkvæmdina, Nýjan Landspítala við Hringbraut! Allt nema nýtt sjúkrahótel sem þegar er risið upp úr jörðinni með breytt hlutverk og vart þurfti að kynna sérstaklega.

Gamli Landspítalinn var tilbúinn þegar íbúabyggð í Reykjavík nálgaðist hámark vestan Hringbrautar rétt um 1930 eins og sést á myndinni (um 30.000 íbúar, en sem eru í dag aðeins um 15.000). Síðan hefur íbúabyggð í Reykjavík aukist stöðugt austan Hringbrautar, í dag um 120.000 íbúar (og vart bara í Hlíðarhverfinu). Nýjan Landspítala á samt að reisa á sama stað við Hringbrautina og hugsaður var besti staður fyrir gamla Landspítalann fyrir meira en öld síðan og staðarvalið ákveðið 1902! Löngu síðar var síðan Borgarspítali byggður auðvitað mikið austar í höfuðborginni, nánar tiltekið í Fossvogi.

Auk þessara staðreynda eru auðvitað fjöldamörg atriði sem skoða þyrfti mikið betur þegar velja á þjóðarspítala besta stað. Samgöngur, aðgengi fyrir sjúklinga, sjúkraflutninga og starfsfólk. Eins hagkvæman byggingamáta og fagurt og heilnæmt umhverfi sem raskar ekki um of því skipulagi sem þegar er. Auðvitað sem mest miðsvæðis í höfuðborginni og tillit er tekið til íbúðabyggðar og umferðar sem mikið hefur verið skrifað um, m.a. af SBSBS. Sjónarmið sem stjórnvöld og ríkisfjölmiðlar hafa viljað þagga í hel sl. ár.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Föstudagur 17.3.2017 - 13:19 - FB ummæli ()

Endalausi innviðaþjófurinn

Mest kapp í umræðunum nú tengt innviðauppbyggingu er að bæta samgöngur á þjóðvegunum okkar til að geta tekið á móti en fleiri túristum, en sem við vitum að tekur áratugi að bæta sem nokkru munar. Umferðaþunginn á þjóðvegunum eykst hins vegar um ÞRIÐJUNG á ári hverju og hátt í MILLJÓN BÍLALEIGUBÍLAR  (meðalakstur 290 km) hafa bættst á vegakerfið miðað við fyrir áratug. Samsvörunin er um 20.000 nýir íslenskir heimilsbílar með ársmeðalakstur (15.000 km/ár) en sem fyrst og fremst keyra á þjóðvegunum okkar. Löggæsla og heilbrigðisþjónusta um land allt nánast samt hið sama, sem og viðbúnaður á bráðaþjóðarsjúkrahúsi landsmanna og mikill kvíði er nú fyrir álagi á komandi sumri.

Til að mæta lágmarks öryggiskröfum þyrfti auðvitað að fjölga mikið í löggæslu og bráðaþjónustuaðilum hvers konar (þar með talinn stuðningur við björgunarsveitir), tengt öflugri læknavaktþjónustu á landsbyggðinni og bættu aðgengi með sjúkraflugi og sjúkraþyrluflugi. Stórefla þarf strax stuðning við starfsemi Bráðamóttöku LSH sem er yfirfull alla daga og mikið álag sem daglega er í fréttum. Eins að fjölga sjúkraþyrlum og nothæfra flugvalla á landsbyggðinni sem hafa farið mjög fækkandi sl. áratugi fyrir venjulegt sjúkraflug. Slíkir flutningar voru um 1000 sl. ár (2016) og skráning til fyrir þúsundir útlendinga sem lent hafa í misalvarlegum slysum um land allt, þar af um 1700 í umferðarslysum. Um helmingur alvarlegra umferðaslysa á þjóðvegunum tengist auk þess akstri útlendinga.

Furðulegast er að á sama tíma er verið að undirbúa nú byggingu nýs þjóðarspítala með nýrri bráðamóttöku í meðferðarkjarna (2023) með vægast sagt mjög umdeildum hönnunarhugmyndum frá því um aldarmótin á Hringbrautarlóð og þar sem aðgangur fyrir sjúkraflutninga af stórhöfuðborgarsvæðinu öllu og landbyggðinni auk sjúkraflugs verður miklu heftara og hættulegra en við höfum þó þegar í dag!! Við gleymum þannig alveg að hugsa til enda vandamálanna í svokallaðri innviðauppbyggingu. Þar sem þau byrja og enda, en þrætum þess í stað endalaust milli heims og heljar um allt sem liggur þar á milli.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Sunnudagur 5.3.2017 - 17:33 - FB ummæli ()

Heilagri en sjálfur páfinn í forvörnunum

Á sunnudegi í blíðskapa veðri á vaktinni minni í byrjun mars á Ströndum er mér óljúft að þurfa að setjast við tölvuna og deila á kollega mína sem vinna fyrir Krabbameinsfélag Íslands í tilefni af áróðursherferðinni í ár gegn öllu nikótíni, ekki aðeins reyktóbakinu. Hjálparmeðulunum sérstaklega sem ekki eru seld sem nikótínlyf í apótekunum ef svo má segja og sem margur reykingamanninum hefur tekist að hætta með, nánar tiltekið munntóbaki sem er miklu skaðminna en reyktóbakið og nú nikótínveipum (rafrettur) sem innihalda ekkert tóbak. Jafnframt unnið að „frekari tóbaksvæðingu“ með því að setja veipurnar undir tóbaksvarnalög og sem selja þá má aðeins undir borði matvöruverslana og sjoppa og frumvarp heilbrigðisráðherra ber með sér. Að unga fólkinu standi þá til valkostur um að velja á milli reyktóbaks og veipa að jöfnu, ef hugur þess á annað borð býður. Í stað þess að selja veipur eins og önnur nikótínlyf til að mynda í apótekum (gæðastaðlað) og eins þar sem bestu forvarnirnar snúast miklu frekar um fræðslu, en ekki boð og bönn.

Vissulega er nikótínið ekki holt, en sem engu að síður hjálpar mörgum sem eiga við t.d. einbeitingaskort að stríða, sem aðeins róandi eða sem örvandi á mynni gamla fólksins. Gleymum t.d. ekki þeirri staðreynd að talið er að allt að 20% þjóðarinnar eigi við þunglyndi og kvíða að stríða og þar úrlausn flestra er m.a. lyfjameðferð, a.m.k. tímabundið með svokölluðum SSRI lyfjum sem náð hafa nýjum hæðum sl. ár. Eins í lyfjakostnaði þess opinbera. Sumir í dag hugga sig sjálfsagt við nikótínvörur í staðinn. Eins þar sem margur myndi e.t.v. annars borða bara meira og bæta á sig óhóflegri vigt ef ekkert löglegt níkótín stæði til boða. Heilbrigðisvanda sem Alþjóða heilbrigðisstofnunni (WHO) telur eina mestu heilsuvá samtímans, tengt offitusjúkdómunum og sykursýki, og sem út af fyrir sig eru stórir krabbameinsvaldar í þessu samhengi.

Áfengi er heldur ekki skilgreint sem eitur, en veldur engu að síður einum mesta félagslega skaða samtímans, auk þess sem það getur valdi lifrarbólgu og krabbameini í lifur sérstaklega. Ávanabindandi efni í eðli sínu sem stór hlut þingmanna keppir nú um að fá frjálsa sölu á í matvöruverslunum landsins!!

Það eru alltaf plúsar og mínusar í öllum áróðri og passa verður að fara ekki yfir strikið og misbjóða ekki siðferðisvitund einstaklingsins. Sennilega hafa fáir skrifað jafn mikið um forvarnir hverskonar og undirritaður. M.a. nokkrar greinar fyrir Mottumars gegnum árin og þar sem upphaflegt tilefni var að vekja karla til vitundar um einkenni sem þeir réðu ekki við og bent gætu til krabbameins (af-feimnisvæða umræðuna). Eins hvatningu til betri lífstíls og reykbindindi. Eins hefur verið um Bleika daginn, forvarnir gegn krabbameinum hjá konum og reyndar líka Blá deginum, baráttu gegn ristilkrabbameinum hjá báðum kynjum. Slík fræðsla með bestu vitund fagfólks að leiðarljósi skilar mestum árangri, en sem því miður er ekki veitt mikið fé til af hálfu stjórnvalda (um hálft prósent af heildarútgjöldum til heilbrigðismála og innan við 4% ef öll heilsugæslustarfsemi er meðtalin)!

Það er því ansi langsótt að Mottumarsinn í ár er ekki aðeins tileinkaður forvörnum gegn tóbaksreykingum, heldur öllu sem inniheldur nikótín. Áróðursherferð sem kostar tugi milljóna króna og sem ekki aðeins fær einhverja til að hætta tóbaksreykingum og mjög góður ávinningur hefur þegar unnist hingað til með (aðeins um 10% fullorðinna reykja nú, miðað við um helming áður), heldur einnig áróður nú gegn áhrifaríkum hjálparmeðulum þeirra sem þegar hafa hætt og rannsóknir ekki einu sinni til sem hafa sýnt með óyggjandi hætti að valdi mikilli krabbameinshættu. Miklu minni hættu en mörg þeirra efna sem við neytum í óhóflegu magni daglega og við vitum samt flest um skaðsemina af. Miklu sykuráti (þar á meðal gosdrykkju), reyktum mat, saltpéturssýru og áfengið svo eitthvað sé nefnt.

Of mikil söluskerðing á níkótínvörum öðrum en reyktóbaki og eins konar glæpavæðingarhugsunarháttur gagnvart þeim sem vilja neyta liggur mig við að segja og með því að setja nikótínveipur sem hafa ekkert með tóbak að gera undir tóbaksvarnarlög sem og áróðurinn hjá Mottumars í ár gegn þeim aðferðum sem reykingamanninum og öðrum hugnast best til að halda sig frá tóbaksreyk, er ekkert annað öfugsnúin forræðishyggja að mínu mati. Frá heilbrigðisstofnun sem við öll ættum að öllu jöfnu að geta treyst best (KÍ) og heilbrigðisyfirvöldum (nú nýjum heilbrigðisráðherra).

Tóbaksreykingar eru stórhættulegar og allt til vinnandi að fá þær sem mest niður. Um það eru allir sammála. Og því spyr maður sig í dag á þessum fallega degi þeirrar einföldu spurningar hvort einfaldlega sé verið að markaðsvæða forvarnir, sérhagsmunahópum til einhvers sérstaks ávinnings en hugsanlega gegn þeim sem hyggjast ætla að hætta að reykja eða eru hættir, með hjálp nikótínlyfja (hvað nöfnum sem þau heita). Álíka áróðurs- og söfnunarherferð og undanfarin ár og sem mér skilst að hafa skilað í fyrra um 60 milljónir króna, en þar sem meirihluti fjárins fór í markaðsöflin og auglýsingastofur. Aðeins nokkur prósent til sjálfrar rannsóknastarfseminnar. Í ár er forræðishyggjan a.m.k. í allt of miklu fyrirrúmi og heildarsannleikanum að mörgu leiti snúið á haus. Hann málaður svart-hvítur til að fanga athyglina og styrkja söfnunina. Komin út fyrir velsæmismörk og litaður hræðsluáróðri á lítt sönnuðum málum. Varasöm stefna hins vegar fyrir KÍ að feta ef samtökin ætla á annað borð að halda áfram að vinna með þjóðarsálinni og lýðheilsunni allri þegar upp er staðið og að við læknar missum ekki trúverðugleikann.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

Sunnudagur 26.2.2017 - 11:00 - FB ummæli ()

Strengjabrúðan RÚV og öryggi okkar hinna

Til að nauðsynleg þjóðþrifamál fái góðan framgang þarf virka þjóðfélagsumræðu. Að mörgu þarf að hyggja og þegar byggja á stórt og vandað til framtíðar. Þetta ekki ekki síst við um stærstu og dýrustu ríkisframkvæmd Íslandsögunnar, nýjan þjóðarspítala, og þegar sá gamli er löngu sprunginn og úr sér genginn. Þróun sem þjóðin hefur ekki farið varhluta af sl. árstug og fé ávalt vantað til úrbóta eða framkvæmda. Smjörklípuaðferðin þess vegna látin duga á Alþingi okkar Íslendinga.

Nú er hins vegar mál að linni, á einu besta hagsældartímabili Íslandssögunnar. Í stað bestu lausnar, á hins vegar að halda áfram með áætlanir um gamlan samsuðuþjóðarspítala og byggist á hugmyndum í lok síðustu aldar og breytingum sem gerðar voru á kreppuárunum hinum síðari. Mikla óhagkvæmnin er varðar nýbyggingar og endurnýjun á hálfónýtu húsnæði Hringbrautarlóðarinnar (alls um 140.000 fm. þar 80.000 fm í nýbyggingum), og mikils aukakostnaðar miðað við að byggja nýtt á opnum og hagkvæmum stað (reiknaður aukakosnaður enda yfir 100 milljarðar IKR). Sérstakt áhyggjuefni er skert aðgengi starfasfólks og sjúklinga að spítalanaum á illa staðsettri lóð sem stöðugt hefur verið þrengri stakkur búinn af borgaryfirvöldum í Reykjavík.

Ábendingar ýmissa fagaðila og fjöldasamtaka sl. ár, m.a. frá SBSBS, hafa verið hundsar. Alvarlegast að mínu mati er skert og óöruggara aðgengi í sjúkraflutningum, m.a. fyrir sjúkra-/þyrlusjúkraflug, að ekki sé nút talað um ef Reykjavíkurflugvöllurinn allur verður farinn úr Vatnsmýrinni. Kynningar RÚV á málinu hefur alveg vantað má segja frá upphafi. Mál sem m.a. hefur verið staðfest með bréfi ritstjórna Kastljóss að stjórnendur þar á bæ telji að ekki megi ræða eða „rugga bátnum“. Ekki megi þannig stugga við sérhagsmunatengslum hjá ríki og borg. Áætlanirnar hafa engu að síður í heild sinni mætt harðri gagnrýni heilbrigðisstarfsfólks í meira en áratug og skoðanakannanir endurtekið sýnt vilja hjá þjóðinni að áta endurskoða staðarval nýja spítalans í heild sinni og byggingaáform sem aðrar þjóðir klára á 5-10 árum á vel völdum stað.

Þöggun stjórnvalda og sér í lagi með þátttöku RÚV, er ein alvarlegasta þöggun á opinberri umræðu síðari ára. Alvarlegasti hlutinn snýr að mínu mati eins og áður sagði að væntanlegu óöryggi tengt sjúkraþyrlufluginu á Nýjan Landspítala. Þar vantar nýtt áhættumat fyrir lendingar vegna breyttra forsenda á hönnun þyrlupalls á spítalanum eftir 2012, nánar tiltekið brottnám aðflugsbrauta (opinna svæða) með uppbyggingu sunnan við spítalann (á Valslóð) sem og lokun neyðarbrautarinnar (aðal aðflugsbrautar fyrir þyrlurnar). Sem lækni og fagaðila ber mér skylda að kalla eftir hjálp þar sem slysin gerast og fyrirbyggja ný eins og kostur er. Ekki er til of mikils mælst að fá a.m.k. einhver viðbröðgð frá ábyrgum aðilum. Sjúkt heilbrigðiskerfi og helsjúkar spítlalaáætlanir geta í myndlíkingu verið sjúklingar og fjölmiðlar nærstaddir vegfarendur. Mál sem getur varðað samgönguöryggi og velferð í mestu neyð lífsins hjá flestum. Ekki síst hjá landbyggðarfólki og sjómönnunum okkar. En lífsklukkan tifar og brátt verður ekki aftur snúið af áðurnefndri nýrri og sjálfskapaðri neyðarbraut. Nýr heilbrigðisráðherra og meirihluti Alþingis hefur hingað til horft undan. Þverpólitíska hringavitleysan heldur þannig áfram og sem alls ekki má einu sinni að ræða í fjölmiðli sem við við töldum okkar allra!

Þöggun á þjóðaröryggi við hönnun Nýs Landspítala?

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Fimmtudagur 16.2.2017 - 10:18 - FB ummæli ()

Þöggun á þjóðaröryggi við hönnun Nýs Landspítala?

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2017/02/16/thoggun-a-thjodaroryggi-vid-honnun-nys-landspitala/Nýtt mat æpir fyrir öruggara aðgengi sjúkra og slasaðra í framtíðinni að fyrirhuguðum Nýjum Landspítala við Hringbraut og sem tengist í dag m.a. 1000 sjúkraflugum á ári, þar af um 300 með þyrlum LHG og sem langflest eru til þjóðarspítalans okkar í Reykjavík (LSH). Alger óvissa er nú um rekstur Reykjavíkurflugvallar og sem var megin forsenda fyrir upphaflegu staðarvali spítalans um aldarmótin síðustu vegna sjúkraflugsins, eða allt til ársins 2012 þegar ákvörðun var skyndilega tekin af borgaryfirvöldum  að Reykjavíkurflugvöllur skyldi með tímanum burt úr Vatnsmýrinni og reyndar borginni allri.

Sér í lagi vantar nú strax nýtt áhættumat fyrir væntanlegt sjúkraþyrluflug til spítalans og þar sem neyðarbrautin er svo gott sem farin. Megin aðflugs/fráflugsbraut að spítalanum og upphaflegar hugmyndir gerðu alltaf ráð fyrir hjá SPITAL hópnum og þegar sótt um um leyfi flugmálayfirvalda að reisa þyrlupall á spítalanum. Þegar er farið að byggja á Valslóðinni og stefnan tekin hjá Reykjavíkurborg með byggingar í sjálfri Vatnsmýrinni. Miklu verri skilyrði þar með fyrir þyrlurnar að athafna sig við spítalann og engin opin öryggissvæði (fyrir neyðarlendingar) í kringum þyrlupallinn eina á 5. hæð rannsóknarhússins, rétt fyrir utan glugga legudeilda meðferðarkjarnans. Gjörbreyttar forsendur þannig og upphaflegar áætlanir um nauðsynlegt þyrluflug gerðu alltaf ráð fyrir. Allt til ársins 2012 og sem flestar þjóðir kappkosta að hafa í sem bestu lagi við hönnun nýrra spítala.

Afar mikil og almenn ánægja ríkir til að mynda með ákvörðunum stjórnvalda nú í Noregi og Danmörku á byggingum nýrra þjóðarspítala til framtíðar. Svo sem í Kalnes, Aarhus, Herlev og Hilleröd sem allt hefur tekið innan við áratug að skipuleggja og byggja, á sem bestum stað. Metnaðarfull og afar hagkvæm byggingaverkefni þar sem byggt er á opnum svæðum m.t.t. hagkvæmni (sparnaðar), góðs aðgengis almennings, öruggra sjúkraflutninga og þróunarmöguleika byggðar síðar (stækkunarmöguleika spítalana þar á meðal). Af hverju ætlum við þá að þurfa að byggja okkar þjóðarspítala á eins óhagkvæman og óöruggan máta og hugsast getur. Hvað sérhagsmunahópar í gamla miðbænum í Reykjavík ráða þarna öllu. Þokkaleg þjóðargjöf það fyrir þjóðina fyrir a.m.k. 150 milljarða ISK þegar upp verður staðið frá verkefninu í lokin, kannski árin 2030-2035.

Öll þessi mál hefur ekki mátt ræða sl. misseri á RÚV, útvarpi og sjónvarpi allra landsmanna. Þrátt fyrir endurteknar ábendingar til að mynda SBSBS (staðfest skriflega af fréttastjóra Kastljóss 14.12.2015 til undirritaðs og að stjórnendur RÚV líti á málið sem endanlega afgreitt og ekki eigi að rugga bárnum meira!). Ekki til frekari kynningar fyrir þjóðinni og sér í lagi landsbyggðinni! Mál sem samt allar skoðanakannanir hingað til styðja og sýna að meirihlutavilji sé til að endurskoða í heild sinni. Ein alvarlegasta þöggun í opinberri stjórnsýslu á seinni árum að mínu mati og sem varðar velferð og öryggi okkar allra í framtíðinni. Og þar sem sjálft Alþingi þar að auki stingur bara hausnum í sandinn!

https://www.facebook.com/vilhjalmur.arason/posts/10203013599378471?pnref=story

 

Sjúkraflug á Íslandi í öngstræti!

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Íþróttir · Stjórnmál og samfélag

Laugardagur 11.2.2017 - 17:31 - FB ummæli ()

Gegn ölóðum áfengisáróðri á Alþingi

Áfengi er sennilega miklu skaðlegra heilsunni en tóbak og ef allt er reiknað með. Okkur finnst sjálfsagt að takmarka aðgengið að tóbaksvörunum eins og hægt er, m.a. með því að taka tóbaksvörur úr hillum marvöruverslana og stinga þeim undir borðið hjá afgreiðslukössunum. Tóbaksauglýsingar eru líka bannaðar og aðvörunarmerkingar alls staðar. Samt berjast nú sumir fyrir auknu aðgengi og frjálsri verslun með áfengið í matvöruverslunum á Íslandi árið 2017. Tæplega að það verði líka sett undir afgreiðsluborðin síðar.

Talsmenn Samtaka verslunarinnar og ritstjórar fjölmiðla, m.a. á víðlesnasta dagblaði landsins Fréttablaðinu í dag og sem eingöngu er rekið af auglýsingatekjum, berjast nú fyrir framgangi nýs frumvarps á Alþingi Íslendinga um frjálsa sölu áfengis í matvöruverslunum fyrir allra augum og að innlendar auglýsingar verði leyfðar í fjölmiðlum landsins. Jafnvel auglýsingaherferðir í íþróttaþáttum ljósvakamiðla. Erlendir viðskiptaaðilar eins og verslunarkeðjan Costco sjá tækifærið og hafa verið með fingurnar í frumvarpsdrögunum. Mönnum virðist ekkert heillagt í þessum efnum og berjast hiklaust gegn lýðheilsumarkmiðum og sérþekkingu heilbrigðisstarfsfólks sem telja eftir áratuga reynslu erlendis að óheft aðgengi að áfengi auki söluna og þar með neyslu á einum varasamasta skaðvaldi samfélagsins. Sama hvert litið er í félagslegu og heilsusamlegu tilliti. Slysatíðni í umferðinni, ofbeldisverka í samfélaginu, vaxandi tíðni lifrarbólgu og vaxandi óvinnufærni. Tölur um að 10% þjóðarinnar þurfi að leita aðstoðar í dag vegna áfengissýkinnar til meðferðaaðila og okkar lækna, talar auðvitað skýrasta málinu til Alþingismanna.

Það er einkennilegt að nýkjörnir fulltrúar þjóðarinnar neiti að hlusta á neyðaróp þjóðfélagsins og álit flestra sérfræðinga í málefnum félags- og lýðheilsu. Að þeir ætli virkilega að láta beygja sig undir gróðasjónarmið verslunareiganda í nafni „frjálsrar verslunar “ og þar með gegn almennum viðskiptahagsmunum fólksins í landinu í stóra samhenginu með sölu nauðsynjavara til heimilisins.

Áframhaldandi skert aðgengi að áfengi eins og nú er háttað með söluþjónustu ÁTVR og áframhaldandi öflugum forvörnum sem við höfum m.a. séð árangur af í minnkaðri áfengis- og tóbaksneyslu unga fólksins á Íslandi sl. áratug, er varnarsigur fyrir heilbrigðisöflin og þótt vissulega víða megi gera betur. Við höldum a.m.k. sjó. Og nú eru goshillurnar jafnvel líka að tæmast í verslununum eftir áralangan áróður gegn óhóflegri sykurneyslu landans. Leyfum ekki kaupmönnunum að fylla hillurnar í staðinn af miklu skaðmeiri vökva.

Þið góða og réttsýna fólk á Alþingi, standið öryggis- og heilsuvaktina með okkur heilbrigðisstarfsfólkinu fyrir þjóðina, gegn óhóflegum og hættulegum þrýstingi sérhagsmuna verslunarinnar, heilsu okkar allra vegna.

Úr öskunni í eldinn, í þágu verslunarinnar!

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

Miðvikudagur 8.2.2017 - 14:24 - FB ummæli ()

Vírusarnir í apótekunum

Fáfræði þegar kemur að skynsamlegri notkun lyfja, er mikil hér á landi og krafan á bráðalausnir hverskonar er meiri en í nágranalöndunum. Skortur er á heilsugæsluþjónustu á daginn, en meira álag á skyndiþjónustu og bráðalausnir í apótekunum á kvöldin. Allskyns kúrar þrífast sem og svart pýramídasölukerfi í fæðubótaefnunum, þar sem maður er settur jafnvel á mann í söluherferðum.

Fréttir sem rata á forsíður helstu ríkisfjölmiðla og dagblaða erlendis, en miklu síður hér heima, er röng og stundum mikil notkun algengra lyfja, m.a. lausasölulyfja. Lyf sem eru mikið auglýst í íslensku fjölmiðlunum og á risaskiltum í stórmörkuðunum. Heilu húsgaflarnir jafnvel lagðir undir. Eins og um hverja aðra markaðsvöru væri að ræða og stundum að því er virðist í hörku samkeppni milli apóteka á lyfja, snyrtivöru- og fæðubótamarkaðnum. Markaður sem Samtök verslunarinnar vill nú líka bæta áfenginu inn í með lagasetningu á Alþingi.

Flest lausasölulyfja geta verið skynsamleg í litlu magni eftir ráðleggingum lyfjafræðings og í samræmi við heilbrigði og kvartanir þeirra sem í hlut eiga. Eins og fram kemur í frétt Fréttablaðsins í dag, fær samt ekki nema um 30% viðskiptavina apótekanna nauðsynlegar ráðleggingar frá lyfjafræðingi við kaupin. Ýmsar alvarlegar aukaverkanir geta hins vegar fylgt með í kaupunum. Otrivin menthol nefdropar t.d. gegn kvefi og flensueinkennum sem nú herjar, hefur skemmt nefslímhúðir landans meira en nokkuð annað gegnum tíðina, aðallega vegna óhóflegrar notkunar. Mörg gigtarlyf geta t.d. verið varasöm og jafnvel lífhættuleg.

Ofurlyf eru þau lyf stundum kölluð sem markaðssett eru með það í huga að virka að einhverju leiti kröftugar en eldri lyfin, þótt áhrifin komi oft í reynd ekki nema takmörkuðum fjölda að gagni. Lyf sem eru ætluð fáum en síðan markaðssett fyrir fjöldann, jafnvel sem lausasölulyf. Í flokki ofurlyfja eru t.d. nýjustu maga, ofnæmis og gigtarlyfin. Lyf sem Lyfjastofnun Evrópu hefur í sumum tilvikum verið með til sérstakrar athugunar á, hvort taka eigi ekki alfarið af lausasölumarkaði.

Lyfseðilsskyldar ávísanir á ákveðin lyf og lyfjaflokka er út af fyrir sig ákveðið vandamál hér á landi og sem mikið hefur verið til umræðu. Lyfjaávísanir sem er á ábyrgð lækna og heilbrigðisyfirvalda. Þar sem virkt eftirlit ríkir engu að síður fram af hálfu Landlæknisembættisins og þar sem bann hefur verið sett á allar almennar auglýsingar. Sjúklingar eru auk þess oftast meðvitaðir um hugsanlegar aukaverkanir og rétta notkun, þótt allt megi ofnota og misnota. Lausasölulyfin og sem í sumum tilvikum geta verið jafn hættuleg, eru hins vegar ekki undir neinu sérstöku eftirliti þótt lögum samkvæmt sé lyfjasalan undir ábyrgð lyfsalans. Þar sem greinilega miklar brotalamir liggja í afgreiðslu lausasölulyfjanna vegna markaðslögmálanna og samkeppninnar. Vírusarnir í apótekunum ef svo má segja.

http://www.visir.is/sjaldnast-veitt-radgjof-er-lyf-eru-keypt-i-apotekum-synir-rannsokn/article/2017170209052

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

Föstudagur 3.2.2017 - 11:07 - FB ummæli ()

Úr öskunni í eldinn, í þágu verslunarinnar!

sala-640x480Enn skýtur áfengisfrumvarpi um frjálsa sölu áfengis í kjörbúðum upp kollinum af undirlægi Samtaka verslunarinnar og þeirra sem mest hafa haft sig frammi um framgangs málsin á Alþingi sl. ár. Sjálfur ritari Sjálfsstæðisflokksins sem nýsestur er á Alþingi hefur jafnvel gengið svo langt að segja að ekki þurfi að ræða þetta frekar, svo sjálfsög sé krafan. Mikill vanþroski þarna á ferðinni. Allir þeir sem unnið hafa að vímu- og áfengisvörnum eru á annarri skoðun. Landlæknisembættið (Lýðheilsustöð), SÁÁ og heilbrigðisstarfsfólk almennt talað og samkv. skoðanakönnunum meirihluti landsmanna. Samtök lækna hafa endurtekið ályktað um skaðann, ekki síst er vaðar aðgengi ungs fólks. Áfengi er eitt mesta böl nútíma þjóðfélags, þótt lítið tár geti á góðri stund glatt mannsins hjarta í góðra vina hópi. Sjálfsagt er að hafa a.m.k. hömlur á sölunni gagnvart ólögráða og eins að leyfa ÁTVR og þar með ríkinu að njóta söluhagnaðar og sem samt nær aldrei að bæta skaðann sem leggst á þjóðfélagið um síðir. Og allra síst á að auglýsa óhollustuna eins og Samtök verslunarinnar vill og fram kemur í nýja frumvarpi félaganna á Alþingi.

Mikið hefur verið barist gegn öðrum miklu vægari vímuefnum í lausasölu eins og rafrettum og sænsku snusi og sem alfarið er bannað að selja hér á landi, en selt með öðrum tóbaksvörum erlendis enda miklu skaðminni heilsunni. Í nafni þess að takmarka samt neyslu sem mest á öllu níkótíni. Samtök verslunarinnar og flutningsmenn frumvarpsins á þeirra vegum, sjá hins vegar mikla gróðamöguleika með sölu áfengis í matvöruverslunum og miklar auglýsingartekjur fyrir íþróttafélögin. Þvílík hræsni varðandi velferð unga fólksins í landinu. „Áfengissölusinnar“ hafa jafnvel borið saman frjálsa sölu áfengis í matvöruverslunum nú við afnám söluákvæða á mjólkurvörum eingöngu í mjólkurbúðunum á sínum tíma. Sú breyting skilaði sér reyndar vel, enda megin takmarkið að auka söluna á hollustuvörum, ekki minnka. Sölupakkningar og gerilseyðing mjólkurvara og geymsluþol leyfði þetta. Þessi samanburður sýnir best hjartalagið sem að baki býr hjá þeim sem berjast fyrir frjálsri sölu áfengis. Stjórnvöld og Alþingi ættu auðvitað að stuðla að bættri lýðheilsu, en ekki öfugt. Höfum reyndar séð nýlega áður hvernig lýðheilsusjónarmiðin eru látin víkja fyrir vilja verslunarinnar með sölu á t.d. erlendu kjöti, sýktu af sýklalyfjaónæmum bakteríum og sem eru nánast óþekktir í okkar íslensku flóru. Eitt af stærstu áhyggjuefnum WHO (Alþjóða heilbrigðisstofnunni) í framtíðinni.

Svo ánægjulega vill til er sala sykurdrykkja að dragast saman eftir fræðsluherferð sl. misseri um óhollustu sykurdrykkja. Nú er hins vegar önnur og varasöm herferð komin í gang þar sem Samtök verslunarinnar vill láta fylla tómu goshillurnar í verslununum með áfengum drykkjum. Úr öskunni í eldinn ef svo má segja út frá lýsheilsusjónarmiðum og ef Alþingi stendur nu ekki sinn vörð.

Áfengi í vöru- og blómabúðum? (Eir XI)

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn