Sunnudagur 26.05.2013 - 18:45 - 13 ummæli

Fundur með Landssambandi eldri borgara

Landssamband eldri borgara hafði samband við mig í gær og óskaði eftir fundi til að ræða málefni aldraðra.  Ég fagnaði því enda er eitt af okkar áherslumálum að aldraðir njóti öryggis og velferðar í samfélaginu.

Fyrsta skrefið verður að afnema þær skerðingar sem aldraðir, sem og öryrkjar máttu sæta á síðasta kjörtímabili.  Ég vil einnig sjá að frekari breytingar feli í sér minni tekjutengingar.  Þannig munum við vonandi vinna að breytingum á lífeyriskerfinu í góðu samráði við aldraða og aðila vinnumarkaðarins, fara í gegnum þær tillögur sem voru undirbúnar á síðasta kjörtímabili og skoða hvort þær séu í samræmi við stefnu stjórnarinnar.

Mér er sérstaklega umhugað að kerfið tryggi sem virkasta þátttöku aldraðra í samfélaginu.  Þannig eigum við að horfa til þess hvað hver og einn getur gert, en ekki til þess hvað hann getur ekki m.a. með sveigjanlegri starfslokum.

Það er best fyrir alla að vera sem virkastir þátttakendur í samfélaginu, og kerfið á ekki að vinna gegn því.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Sæl Eygló og til hamingju með nýja embættið

    Á fundi Öryrkjabandalagsins með frambjóðendum stjórnmálaflokkanna gekk Vigdís Hauksdóttir mun lengra en þetta og sagði að Framsóknarflokkurinn myndi leiðrétta skerðingarnar AFTURVIRKT á þann hátt að skerðingin frá 2009 yrði ekki bara leiðrétt, heldur bætt viðkomandi einstaklingum. – Þetta var raunar ekki eina skiptið þar sem frambjóðendur Framsóknar töluðu um að leiðréttingin yrði afturvirk.

    Er efnda að vænta á þessum loforðum?

  • Karl Johannsson

    Klippan, 28 maj 2013 Tilv: 260643-5419 Ábyrgðarbréf

    Tryggingastofnun Ríkisins
    Bt forstj. Sigríður Lillý Baldursdóttir.
    Laugavegi 114
    105 Reykjavík

    Besta Sigríður!

    Þar sem mér eru reglur, vinnubrögð og siðferði Tryggingastofnunar óskiljanlegar, óska ég eftir svörum við eftirfarandi spurningum sem ég set fram:

    A:
    Ég hef tekjur af hlutabréfaviðskiptum sem nemur 100 000 krónum ár eitt og tapa síðan sömu upphæð árið eftir, eða ár tvö. Á þessum tveim árum hef ég því ekki haft neina tekjur af þessum viðskiptum.
    Er það ekki rétt skilið hjá mér að 100% af hagnaði mínum ár eitt skerði eftirlauna minna?
    Og er það ekki rétt að ekkert tillit sé tekið til þess taps sem ég hef orðið fyrir ár tvö?

    B:
    Ég hef vaxtatekjur af bankainnistæðu. Ef við tökum dæmi að ég eigi 1 miljón eitt ár í 8% verðbólgu og fái 10% vexti, eða 100 þúsund krónur þá greiði ég 20 þús í skatt.
    Er það ekki rétt hjá mér að Tryggingarstofnun skerði eftirlaun mín um 100 þús vegna þessara tekna og reikni vaxtatekjurnar fyrir skatt?

    C:
    Ég hef sænsk eftirlaun að hluta, um 4000 SEK og borga 20% í skatt og held því sjálfur eftir eftir 3200 SEK.
    Er það ekki rétt að Tryggingastofnun skerði þessi eftirlaun mín fyrir skatt, eða sem nemur 4000 SEK?

    Bendi á eftirfarandi:
    Liður A:
    Eftirlaun skerðast þrátt fyrir að tekjur séu engar.
    Liður B:
    Rauntekjur mínar í vöxtum eru 20 þúsund sem skatturinn tekur, þannig kostar það mig 120 þúsund að hafa þessar 20 þúsund í tekjur. 8% vextir eru engar tekjur, heldur bætur vegna rýrnunar fjár í verðbólgu.
    Liður C:
    Mín sænsku eftirlaun að upphæð sænskum krónum 3200, kosta mig í raun 4000 krónur sænskar.

    Treysti á skilmerkileg svör frá þér, sem ég mun síðan senda Velferðarnefnd, öllum ráðherrum og þingmönnum.
    GRÅBRÖDRAGATAN 4 • 264 35 • KLIPPAN
    TELEFON: 0435 139444 • MOBIL 0707 814 220

    Virðingarfyllst,

    Karl Jóhannsson

  • fridrik indridason

    það besta sem hægt er að gera fyrir stóran hóp aldraðra er að veita þeim skattaafslætti ef þér vilja vinna eftir 67 ára aldurinn. þannig mætti t.d. veita þeim 20% afslátt af tekjuskatti á fyrsta árinu, 40% á næsta, 60%… og svo framvegis eða fram að 72 ára aldri

  • Sigurður M. Grétarsson

    Það liggur nú þegar fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á almannatryggingalögum varðandi ellilífeyrisþega sem er niðurstaða þverpólitískar nefndar þar sem líka komu að borðinu fulltrúar hagsmunaaðila og atvinnulífsins bæði SA og nokkrum stéttafélögum. Þessar tillögur fela í sér bæði þó nokkra lækkun tekjutenginga auk mikillar einföldunar kerfisins. Það væri því mjög miður og alls ekki til hagsbóta fyrir lífeyrisþega að henda þeirri vinnu sem þar hefur verið unnin með því að taka það til baka.

    Hvað tekjutengingar varðar þá þarf að hafa tvennt í huga. Annars vegar að háar tekjutengingar draga úr hvata lífeyrisþega til að afla sér sálfir tekna eða hvetja þá til svartrar vinnu. Á hinn bógin þarf að hafa í huga að lágar tekjutengingar draga úr möguleikum á að tryggja þeim sem alfarið eða nánast alfarið treysta á opinbera kerfið mannsæmandi tekjur. Það er með öðrum orðum ekki bæði sleppt og haldið í þessum efnum. Það þarf að finna þarna ásættanlegan milliveg.

    Það er í raun hægt að horfa á tekjutengingar með öðru sjónarhorni. Það er hægt að horfa á þær út frá því sjónarhorni að taka þurfi ákvörðun um það hversu mikið þeirri upphæð sem svigrúm er til að nota í almannatryggingakerfið sé forgangsrað í þágu þeirra sem litlar eða engar tekjur hafa annars staðar en frá opinbera kerfinu.

    Þetta horfir öðruvísi við þegar þetta orðalag er notað í stað þess að tala um tekjuskerðingar eða refsingu fyrir að afla sér tekna annars staðar frá.

    Fjölgun eldri borgara sem hlutfall af þeim sem eru á vinnumarkaði á eftir að verða mikil á næstu áratugum. Þegar þær tölur eru skoðaðar í mannfjöldaspá Hagstofu Íslands sést að það verður útilokað að greiða út upphæð sem hægt er að lifa sómasamlega af ef allir eiga að fá sömu eða mjög álíka upphæð. Það er því engum greiði gerður og allara síst eldri borgurum og öryrkjum að fara núna út í að búa til kerfi sem ekki er hægt að standa við til lengri tíma og því nauðsynlegt að skerða síðar.

    En öfgar í báðar áttir eru slæmar. Þetta verður alltaf val milli þess að hafa lágar tekjutengingar eða mannsæmandi grunnupphæðar til þeirra sem litlar eða engar aðrar tekjur hafa. Það þarf að finna eðlilega millileið sem tekur tillit til beggja sjónarmiða.

    Þetta er ekki auðvelt verk og ég óska þér alls hins besta við að finna góðan milliveg í þessum mikilvæga málaflokki.

  • Gísli Baldvinsson

    Tengingin virkar ekki, Eygló. Annars til hamingju með starfið. Ég er þess fullviss að þú munir vinna að heilindum að málefnum aldraða. Takk fyrir að gefa þér tíma til að blogga. kv gb

  • Karl Árnason

    Sæl Vonandi að það sé kominn almennileg stjórn sem ræðst ekki á þá sem minna meyga sin,og að þeir geti lifað sómasamlegu lifi,lýst vel á þessa stjórn og vona að hún geri eitthvað fyrir gamlafólkið,því það á það svo sannarlega skilið að hafa það gott síðustu æfidagana

  • Góð byrjun á ráðherraferli að ræða við eldri borgara um hagmunamál þeirra og virðist í takt við þann ásetning ríkisstjórnarinnar að leita samstarfs við hagsmunasamtök um brýn og aðkallandi mál.
    Það er vor í lofti og almennt ríkir bjartsýni meðal landsmanna með nýju ríkisstjórnina og væntingarnar eru miklar. En þeir eru til sem ekki sætta sig við lýðræðislegar niðurstöður kosninganna og rífa í hár sér af minnsta tilefni. Sá mildi en þó staðfasti og einarði tónn formanns VG sem með málflutningi sínum í kosningabaráttunni forðaði flokknum frá því að falla útaf þingi hverfur núna um sinn að minnsta kosti í skuggann af stríðsyfirlýsingum varaformannsins. Hvort þeirra mun ráða ferðinni og þar með svipmóti VG á næstu misserum kemur í ljós. Hún með sinni geðþekku framkomu, ákveðni, einurð og mælsku eða varaformaðurinn sem þekktur er af grunnhyggnum, stórkarlalegum yfirlýsingum í æsingastíl sem því miður fyrir VG eru í sérstöku uppáhaldi hjá einstaka fjölmiðlum.

  • Hæ Eygló. Veit að það þýðir lítið að reyna senda þér tölvupóst, enda orðin virðuleg, upptekin ráðherra(freyja 😉 ).
    Langaði bara að kasta á innilegum árnaðaróskum með nýja embættið. Er ekki beint aðdáandi nýju ríkisstjórnarinnar en leið mun betur vitandi af þér þarna innanborðs 😉
    Gangi þér vel með þín verkefni, koma svo, standa sig 😉
    kv
    Sigfús

  • Snjáfríður M.S. Árnadóttir

    Komdu sæl Eygló og til hamingju með ráðherrastólinn. Það er gleðilegt að lesa pistil þinn og ég efa ekki að þetta er markmiðið. Ég vann langa starfsævi og þ.a.l. á ég réttindi í lífeyrissjóðum. Það sem kom þó í bakið á manni þegar á reyndi er að þessi eign, sem maður skyldi ætla að væri varin af eignarréttarákv. í stjórnarskrá, er gerð upptæk með tekjutengingum og maður er ekkert betur settur en sá sem engan rétt á í lífeyrissjóði. Það var ekki lagt upp með þetta, þetta átti að vera viðbót við greiðslur alm.trygginga enda hafa allir jafnan rétt þar áunninn í gegnum skattkerfið. Gífurleg reiði er nú á meðal öryrkja og aldraðra sem endurspeglaðist í kosningunum. Að lífeyrissjóðstekjur séu gerðar upptækar á þennan hátt og fólk fái bara rúmar 200 þús. fyrir skatt er óásættanlegt. Hið háa fjármálaráðuneyti verður að hætta að reikna með lífeyrissjóðstekjum aldraðra sem tekjulind. Hvernig væri að líta á aðra þætti, t.d. þróunarhjálp, listamannalaun (alltof margir þyggja þau óverðskuldað tel ég), yfirbygginguna í stjórnsýslunni, taka á bótasvikum sem geta numið milljörðum skv. Ríkisendurskoðun, eftirlitsstofnunum og alls konar stofum sem sprottið hafa upp eins og gorkúlur en mættu alveg missa sín. Hef þetta ekki lengra en megi þér vegna sem allra best í þínu nýja og erfiða ábyrgðarstarfi. Kv. Snjáfríður Árnadóttir.

  • Það er nefnilega akkúrat þetta. Það er að tala við fólk. Þá leysast mál.Ég heyrði í fréttum að Eygló bauð feministum í viðtal.Svona vinnubrögð líst mér á. Það er komin skýr pólitísk forysta í velferðarráðuneytið.Kona sem hlustar á fólkið. Gleðilegt!

  • Steinar Immanúel Sörensson

    Ég er einn þeirra sem hef endað á örorku vegna veikinda,,,andlegra veikinda sem ég hef mikið lagt á mig við að reyna að vinna á, En þegar maður reynir það fer maður fyrst að ganga á veggi og það þykka.

    Ég bæði gekk til sálfræðings og nota lyf til að að reyna að að halda mínum sjúkdómi niðri, eins reyndi ég að bæta liðan mina og möguleika með þvi að fara að bæta við menntun mína.

    Ég er 5 barna faðir, og skráði mig í skóla, í nám sem ég var viss um að gæti hjálpað mér, leitaði á náðir svæðisskrifstofu málefna fatlaðra sem ákvað að veita mér tæplega 40 þúsund króna styrk fyrir skólagjöldum því ekki dugðu bæturnar til þess að vera bæði i skóla og reka heimli, næsta ár á eftir voru þessar 40 þúsund krónur dregnar af örorkubótum mínum krónu fyrir krónu til baka.

    Seinna lenti ég síðan í skilnaði og þurfti að leita eftir aðstoð við að skila af mér íbúð sem ég hafði verið með á leigu og flytja frá Reykjanesbæ á Höfðuborgarsvæðið þvi konan hafði farið þangað með börnin og ég vildi vera nær þeim, félagsþjónusta Reykjanesbæjar fór yfir mína stöðu og ákvað í kjölfarið að styrkja mig um 100 þúsund krónur til þrifa á íbúðinni og flutningsstyrk…árið eftir kom tilkynning um að þetta yrði tekið af bótum mínum krónu fyrir krónu.

    Það verður að finna leið til að gera öryrkjum sem eiga þess mögulega kost að eiga einhvern séns á að komast aðeins áfram i lífinu þvi mann langar að reyna að verða amk að einhverjuleiti verðugur samfélagsþegn aftur. En þegar hlutirnir eru svona þá endar bara með þvi að maður gefst upp á þvi að reyna hvað þá meira.

    Ég veit líka um öryrkja sem eru hundeltir af tryggingarstofnun, þjóðskrá og hótað lögreglunni þar sem TR á að hafa borist einhver vísbending um að viðkomandi sé í sambandi en ekki einstæð/ur.

    Kerfið kemur ekki fram við öryrkja eins og manneskjur það lemur á þeim og vill gera allt til að þeir eigi engan séns…og ég vona svo sannarlega að þú getir fundið leiðir til að þetta megi bæta.

  • „Fyrsta skrefið verður að afnema þær skerðingar sem aldraðir, sem og öryrkjar máttu sæta á síðasta kjörtímabili“

    Linkurinn sem þú vitnar í hér og eða bendir á, finnst því miður ekki.
    Gætir þú ekki lagfært þessa handvömm Eygló.

  • Leifur A. Benediktsson

    Sæl Eygló og til hamingju með ráðherraembættið.

    Nú reynir í alvöru á þig í nýja embættinu,það er stigsmunur á veru í embætti og með raunveruleg völd,og hitt að vera hrópandinn í þingsal.

    Þú ert sá þingmaður sem ég ber einna mest traust til og svo hefur verið sl. 4 ár. Hef einnig fylgst vel með skrifum þínum og pistlum,sem eru skynsamlegir og vel rökstuddir.

    Láttu verkin tala og þér mun farnast vel. Að öðrum kosti mun fjara undan og vinsældir dvína, hratt.

    p.s. þú hefur aldrei þessu vant, látið hjá líða að svara þeim sem hér hafa komið inn og skrifað athugasemdir.

    Breyttir tímar?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og tveimur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur