Fimmtudagur 16.05.2013 - 16:48 - 7 ummæli

„Allar upplýsingar liggja fyrir…“

Orð Sigmundar Davíðs um að staða og horfur ríkissjóðs séu mun verri en áður hafi komið fram hafa fallið í grýttan jarðveg.   Katrín Júlíusdóttir, fráfarandi fjármálaráðherra, sagði í viðtali við RÚV: „Það var enginn blekktur, allar upplýsingar liggja fyrir og það komu engar nýjar upplýsingar fram í kynningu fjármálaráðuneytisins til þeirra.“

Í ljósi þessara orða er ágætt að rifja upp jafnlaunaátak ríkisstjórnarinnar sem Katrín og Guðbjartur Hannesson, fráfarandi velferðarráðherra kynntu í byrjun þessa árs.   Byrjað var á heilbrigðisstofnunum, enda hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum að því komnir að ganga út vegna óánægju með launastefnu ráðherrans og stjórnenda spítalans.

Í Morgunblaðinu í mars kom fram hjá fjármálaráðuneytinu að ekki væri búið að áætla kostnað við verkefnið.

Nú um miðjan maí veit væntanlega enginn hver heildarkostnaðurinn verður.  Ekki einu sinni hvað varðar allar heilbrigðisstofnanir.   Ein ástæðan er t.d. að ákveðið var að hækka fjárframlög til heilbrigðisstofnana í rekstri ríkisins, en svo sleppt að gera ráð fyrir hækkun til stofnana sem reknar eru með þjónustusamningum.  Þar má nefna til dæmis stóran hluta öldrunarstofnana á landinu.

Kannski þarf bara ekki að jafna laun þeirra starfsmanna?

En eflaust má halda áfram að halda því fram að allar upplýsingar hafi legið fyrir.

Einhver staðar.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Magnús Björgvinsson

    Bara að bend Eygló á að ríkið semur ekki við sjálfstæðar stofnanir sem hafa samning við Ríkið. Það geri þjónustusamninga við þau félög. Því ráða þau kaupi og kjörum þar. En Framsókn á auðsjáanlega nóg af peningum í ríkiskassanum því hún ætlar auðsjáanlega að borga þetta líka. Og sennilega þá hækka framlög til allra sem gera þjónustu/rekstrarsamninga við ríkið. Sem sagt þá geta öll fyrirtæki sem hafa samnng við ríkði hækka kröfur sína til þess þar sem þau ætla að jafna launin hjá sér.
    Þetta er mjög ábyrgur málflutingur og verður vísað í hann verði Eygló Velferðarráðherra nú eða Trygginarráðherra, heilbrigðisráðherra, félagsmálráðherra eða hvað þau ætla að skipta þessu í mörg ráðuneyti.

  • Pétur Henry Petersen

    Ok hvaða upphæðir erum við að ræða um hérna? Tugi milljóna, hundruðir eða milljarðatugi, milljaðahundraði (hmhm… er það billjón?) því ef það er nær „smælkinu“, þá er þetta bara arfaslæmt dæmi?

    Málið snýst um hvort að over-all staðan hafi verið þekkt, ekki hvort að staðan hafi verið þekkt upp á milljón.

  • Jörundur

    Og var ákveðið að bjóða öllum börnum ókeypis tannlæknaþjónustu og láta nýja ríkisstjórn um að fjármagna pakkann.

  • Einar Steingrimsson

    Er ástæða til að ætla að það sem hér er nefnt snúist um umtalsverðar upphæðir, þ.e.a.s. upphæðir sem skipta máli þegar rætt er um stöðu ríkissjóðs?

  • Ragnheiður

    Þið virðist hafa nægar upplýsingar til að stefna á að afturkalla veiðigjaldið.

  • Bergljót Aðalsteinsdóttir

    Það er synd að jafn málefnaleg kona og þú óneitanlega ert skulir vera í framsóknarflokknum þú væntanlega um svokallaða stofnanasamninga og hvernig þeir virka?

  • stefán benediktsson

    „sleppt að gera ráð fyrir hækkun til stofnana sem reknar eru með þjónustusamningum……….En eflaust má halda áfram að halda því fram að allar upplýsingar hafi legið fyrir.“

    Nákvæmlega. Þjónustusamningar þýða að semja verður um upphæðir og það „liggur fyrir“ að þeir samningar eru framundan. Þetta vissu allir og þessvegna gerðu sumir ráð fyrir þeim og öðrum samningum og lofuðu litlu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fjórum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur