Færslur fyrir september, 2010

Sunnudagur 12.09 2010 - 11:45

Hæpin einkavæðingarrök

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn segja að ekki sé þörf á að rannsaka einkavæðingarferli ríkisbankanna.  Og hver skyldu nú vera rökin fyrir þessari niðurstöðu?  Hana finnum við á bls. 31 í bókun 3, í skýrslu þingmannanefndarinnar: „Þingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir telja í ljósi skýrslu rannsóknarnefndarinnar og skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu helstu ríkisfyrirtækja árin 1998–2003, […]

Laugardagur 11.09 2010 - 15:59

Hneisa Alþingis

Varla er hægt að hugsa sér verri útkomu en að þingið klofni í afstöðu sinni til RNA út frá pólitískum línum og vinskap. En var raunhæft að ætlast til að þingmenn gætu tekið hlutlaust á sjálfum sér og sínum samstarfsmönnum til margra ára? Það er ljóst að ef þingmenn geta ekki tekið heilshugar á þessu […]

Fimmtudagur 09.09 2010 - 20:30

Icesave að hætti Kafka

Nýr viðskiptaráðherra hefur gefið Icesave málinu ákveðinn Kafka blæ, enda virðist allt hafa verið reynt hingað til, svo ekki er vitlaust að reyna að fríska aðeins upp á málið með nýjum manni! Ekkert gengur að semja um vextina sem við eigum að borga og því er skynsamlegt að fara dómstólaleiðina til að fá reikninginn felldan […]

Fimmtudagur 09.09 2010 - 14:48

Simbabve norðursins

Samkvæmt nýrri skýrslu World Economic Forum er Ísland það land á norðurhveli jarðar þar sem minnstan þjóðhagslegan stöðuleika er að finna.  Á suðurhveli er Simbabve með þennan vafasama heiður.  Þetta hljómar ótrúlega, en hvað er það sem fellir Ísland.  Samkvæmt skýrslunni eru það sex þættir: Ríkishallinn sem er sá versti af öllum 139 löndunum Háar […]

Fimmtudagur 09.09 2010 - 08:32

Þjóðhagslegur stöðuleiki: 138. Ísland – 139. Simbabve!

Þá er komin erlend staðfesting á því að þjóðhagslegur stöðuleiki á Íslandi og í Simbabve eru þeir verstu í víðri veröld.  Í nýju riti Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) yfir samkeppnisstöðu 139 ríkja 2010-2011 lendir Ísland í 138. sæti hvað varðar þjóðhagslegan stöðuleika (stability of the macroeconomic environment). Neðstu fimm sætin verma: 135. Malaví 136. Gana […]

Miðvikudagur 08.09 2010 - 19:51

Hver lánar Íslandi?

Martin Wolf er einhver besti dálkahöfundur á Financial Times og er samkeppnin ansi hörð á því gæðablaði.  Financial Times er eitthvert hið virtast og áhrifamesta dagblað í Evrópu og ekkert blað er t.d. tekið jafn alvarlega og FT, í aðalstöðum ESB í Brussel.  Það er hrein unun að lesa FT og eitt blað er á […]

Mánudagur 06.09 2010 - 19:01

ASÍ og krónan

Það er engin furða að Gylfi Arnbjörnsson sé fúll út í krónuna.  Þeir sem standa í útflutningi hafa sjaldan haft það eins gott og núna, sérstakleg þeir sem ekki skulda mikið.  Íslenskir launamenn hafa tekið á sig stórfellda launaskerðingu sem hlutfall af útflutningstekjum, þessi skerðing rennur að miklum hluta beint í vasa útflutningsaðila sem hafa […]

Sunnudagur 05.09 2010 - 09:50

Kosningar í Svíþjóð

Í þessum mánuði ganga Svíar til þingkosninga.  Stærsti stjórnmálaflokkurinn í Svíþjóð mælist nú Moderaterna, velferðarflokkur hægra megin við miðju sem styður ESB samstarf og aðild. Eins og í Danmörku eru sósíaldemókratar ekki lengur stærsti stjórnmálaflokkurinn, kjósendur fylkja sér nú um flokka hægra megin við miðju sem setja velferð, atvinnu og ESB samstarf  á oddinn. Kjósendur […]

Laugardagur 04.09 2010 - 11:20

Enginn vill Þjóðhagsstofnun?

Nýlegar tölur frá Hagstofunni sem stangast á pólitískar glansmyndir Jóhönnu og Steingríms sýna enn eina ferðina, fram á nauðsyn þess að endurreisa Þjóðhagsstofnun.  Enginn stjórnmálaflokkur berst fyrir að hér rísi óháð og sjálfstæð stofnun sem geti sett fram þjóðhagsspár byggða á bestu fáanlegum staðreyndum en ekki pólitískum spuna. Davíð lagði þessa stofnun niður vegna þess […]

Laugardagur 04.09 2010 - 07:31

Fjárfestingar í sögulegu lágmarki

Ný skýrsla Hagstofunnar staðfestir alls ekki að kreppunni sé lokið, því miður.  Í raun er staðan alvarlegri og verri en margir vilja viðurkenna.  Sérstaklega á þetta við tölur um fjárfestingar. Samdráttur í fjárfestingum 2009 var 50.9% og er aðeins um 14% af landsframleiðslu og með því lægsta innan OECD.  Afgangur af erlendum viðskiptum hefur stóraukist […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur