Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 17.05 2011 - 09:21

DSK

Dominique Strauss-Kahn, eða DSK eins og franskir fjölmiðlar kalla hann, er um margt einstakur yfirmaður AGS.  Sem franskur kampavínssósíalisti hefur hann meiri skilning og reynslu af þörfum hins flókna velferðarþjóðfélags Evrópu en flestir aðrir.  Aðstoð AGS til evrópskra ríkja ber þess merki enda hefur sjóðurinn farið mun mildari höndum um rík ríki Evrópu nú, en […]

Mánudagur 09.05 2011 - 09:11

Tölur til umhugsunar

Árið 2009 var rekstrarkostnaður  stóru bankanna þriggja 24.7% hærri en Landsspítalans.  Ári seinna eða 2010 var þetta hlutfall komið upp í 51.5%.  Ansi umhugsunarvert. Á milli áranna 2009 og 2010 lækkuðu heildar rekstrargjöld Landspítalans úr 38.8 ma niður í 36.5 ma eða um 6.1%.  Á sama tíma hækkaði rekstrarkostnaður bankanna þriggja um 14.2% eða úr […]

Föstudagur 06.05 2011 - 18:40

Gjaldeyriskrísa

Nýir kjarasamningar auka líkurnar á gjaldeyriskrísu í framtíðinni.  Aukinn kaupmáttur mun auka eftirspurn eftir innfluttri vöru og þar með gjaldeyri.  Þá gera samningar ráð fyrir að gengið hækki sem enn frekar eykur eftirspurn eftir gjaldeyri.  Til að mæta aukinni eftirspurn og á sama tíma lækka verð á gjaldeyri, segir hagfræðin okkur að framboð á gjaldeyri […]

Þriðjudagur 03.05 2011 - 07:34

Hvar er kaupmátturinn?

Það er mikið talað um að kaupmáttur sé lítill á Íslandi og að taxtakaup sé það lægsta á Norðurlöndunum og atvinnuleysi hér það mesta.  Tugir þúsunda berjast í bökkum og ná varla endum saman um hver mánaðarmót.  Það mætti því búast við að landsframleiðsla á mann á Íslandi sé sú langlægsta á Norðurlöndunum – en […]

Fimmtudagur 28.04 2011 - 08:14

Eitt land, tvö kerfi

Það er æ betur að koma í ljós að Ísland er að þróast í tvær áttir.  Hér eru tvö kerfi í gangi.  Í fyrra kerfinu eru þeir sem standa í útflutningi á vörum og þjónustu og fá sínar tekjur í gjaldeyri og geta tengt sín lífskjör við hagvöxt í öðrum löndum.  Tekjur og kaupmáttur þessa […]

Miðvikudagur 20.04 2011 - 15:06

Innflutningshöft á leiðinni?

Innflutningshöft fara saman við gjaldeyrishöft í lokuðu haftahagkerfi.  Þetta þekkja Íslendingar vel enda hafa þessir tvíburar verið viðvarandi á Íslandi mest af lýðveldistímanum. Í Peningamálum Seðlabankans í dag, útskýrir Seðlabankastjóri að bakslagið í hagvexti sé auknum innflutningi að kenna.  Þetta þarf ekki að koma á óvart.  Fyrir þá sem eiga peninga er lítið annað að […]

Miðvikudagur 20.04 2011 - 11:07

Fréttir í dag

Fréttir frá Seðlabankanum og Hagstofunni í dag eru ekki uppörvandi. Atvinnuleysi eykst – atvinnuleysi ungmenna á aldrinum 15-24 ára mælist 15.9% Kaupmáttur minnkar á milli mánaða um 0.6% Icesave niðurstaðan eykur hættu á veikari krónu og takmarkar svigrúm til meiri vaxtalækkana Veðbólguhorfur til næstu ára versna Hagvaxta og atvinnuhorfur versna En það er nú ekki […]

Mánudagur 18.04 2011 - 06:53

Sannir Finnar og lán til Íslands

Sannir Finnar eru sigurvegarar í þingkosningum í Finnlandi.  Þeir eru alfarið á móti því að Finnar hjálpi eyðsluklóm í vanda.  Þeir vilja skrúfa fyrir fjármagnskrana ESB til Portúgals og munu beita sér þar innan ESB.  Þá vaknar spurningin hver er staða Sannra Finna gagnvart Íslandi?  Munu þeir beita sér fyrir, innan Norðurlandanna, að skrúfa fyrir […]

Föstudagur 15.04 2011 - 16:08

Metanstöðvar í hvert kjördæmi

Ég hef nú keyrt á metanbíl í hálfan mánuð.  Ég finn engan mun á aksturseiginleikum en þegar ég fór austur fyrir fjall um daginn komst ég 185 km fyrir 1000 kr. (metan „lítrinn“ er  114 kr.)  Þá eru bifreiðagjöldin aðeins um 10,000 kr. á ári og frítt í stæði í Reykjavík fyrstu 90 mínúturnar.  Afsláttur […]

Fimmtudagur 14.04 2011 - 11:58

Íslensk kurteisi

Borgarstjórinn er farinn í fýlu.  Þýskir sjóliðar eru að koma í heiðursheimsókn til Reykjavíkur en borgarstjórinn vill ekki heilsa upp á þá.  Þeir mega koma en ég heilsa þeim ekki – er viðhorf sem borgarstjóri getur ekki viðhaft, sama hversu mikill friðarsinni hann er. Annars minnir þetta óneitanlega á ferð Jóhönnu til Færeyja, nema að […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur