Það er nokkuð ljóst að með nýjum samningi sem heilbrigðisráðherra hefur skrifað undir við stjórnvöld í Færeyjum munu færeyskir sjúklingar verða settir í forgang á Landspítalanum. Þeir borga jú með gjaldeyrir og færeysk stjórnvöld hafa val, ef þau eru ekki sátt við þjónustuna hjá Álfheiði geta þau sent sína sjúklinga til Danmerkur eða Svíþjóðar. Íslenskir […]
Í nýjasta hefti The Economist, er fjallað um tillögur og aðferðir ríkisstjórnar Bretlands til að ráðast á halla í ríkisfjármálum sem stefndi í 11% er verst lét. Þar er haldið fram að ríkisstjórn Cameron’s sé að brjóta blað í niðurskurði á ríkisútgjöldum og að aðferðirnar séu mjög róttækar og geti orðið fyrirmynd annarra skuldsettra ríkja. […]
Jæja, þá mun ekki líða á löngu áður en að íslenska lögreglan fái sína KBG deild, þar sem hún mun hafa óheftan aðgang að einkalífi borgaranna. Dómsmálaráðherra segir að vísu hafa sínar efasemdir um þetta en bendir á að svona deild muni starfa undir ströngu eftirlit og umsjón Alþingsins. Það ætti að róa borgarana, eða […]
Ísland og Grikkland hafa sömu lánseinkunn á langtíma innlendum skuldbindingum hjá Fitch, BBB+. Íslenska ríkið borgar rétt undir 6% vexti á óverðtryggðum 10 ára skuldabréfum í krónum, á meðan gríska ríkið þarf að borga rúmlega 10% í evrum. Fátt sýnir á jafnafgerandi hátt hinn falska raunveruleika sem ríkir í íslensku fjármálakerfi. Ég læt lesendum eftir […]
Taflið á Norðurlöndunum hefur aldeilis snúist við. Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar hefur tilkynnt að ríkisstjórn hans vonist eftir að geta innleitt SEK 15bn lækkun skatta og létt lífeyrisþegum lífið á næstu árum. Á sama tíma eru ekkert nema skattahækkanir á dagskrá á Íslandi næstu 4 árin og eins og venjulega eru lífeyrisþegar í framvarðasveit að […]
Morgunblaðið greinir frá hugmyndum ríkisstjórnarinnar um hækkaða skatta sem, ef reynast réttar, eiga eftir að hafa mikil áhrif á nýsköpun og fjármagnsmyndun hér á landi. Margt bendir til að nýi auðlegðarskatturinn fari upp í 1.5% og fjármagnsskattur upp í 25%. Á sama tíma fara vextir lækkandi þannig að hlutfallslega eykst vægi auðlegðarskattsins langt umfram 0.25%. […]
Fréttablaðið greinir frá á forsíðu í dag að erlendir fjárfestar hafi hætt við fjárfestingu í Íslandsbanka. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart. Þeir fyrstu sem flýja í óvissuástandi eru varkárir og heiðarlegir fjárfestar. Þar með er búið að ryðja samkeppni úr vegi og völlurin er nú opinn fyrir „aðra“ fjárfesta. Þessir aðrir fjárfestar […]
Nú er komin dagsetning fyrir stjórnlagaþing í haust. Gríðarlega mikilvægt er að kynna þessa kosningu vel fyrir almenningi og skora á breiðan hóp úr þjóðfélaginu að bjóða sig fram. Svona kosning má alls ekki að vera á vegum stjórnmálaflokkanna og allar aðferðir þeirra við að koma sínu fólki að eiga að hringja viðvörunarbjöllum hjá kjósendum. […]
Ein lexía af klúðrinu um lögfræðiálit Seðlabankans, stofnun sem heyrir undir framkvæmdavaldið, er að Alþingi verður að fara að vinna á sjálfstæðari hátt. Alþingi verður að fara að taka frumkvæðið um lagasetningu og hafa á sínum snærum hóp sérfræðinga óháða frá framkvæmdavaldinu. Nefndir Alþingis þurfa að vera a.m.k. jafn upplýstar um mál líðandi stundar og […]
Pressan greinir frá ótrúlegu ráðningarferli hjá Íslandssofu þar sem segir: „Hörð átök voru um ráðningu framkvæmdastjóra Íslandsstofu. Hæfustu umsækjendum var fórnað og lægsti sameiginlegi samnefnari var ráðinn til að sætta stríðandi aðila. Núverandi framkvæmdastjóri var því málamiðlun.“ Hvert er hlutverk Íslandsstofu? Samkvæmt vefsíðu þeirra er það: „Íslandsstofa tók til starfa 1. júlí 2010 og sameinar […]