OR státar sig að góðri afkomu á fyrsta ársfjórðungi upp á kr. 7.2 ma. En hvaðan kemur þessi hagnaður? Kíkjum á málið. Rekstrartekjur af orkusölu eru kr. 7.4 ma en tekjur af fjármálastarfsemi eru kr. 8.8 ma. M.ö.o. mest af tekjum og yfir 75% af hagnaði OR kemur frá fjármálabraski, ekki orkusölu. Rekstur OR byggist […]
Stærð og umfang Kaupþingsmálsins virðist verða af stærðargráðu sem fáir hafa getað gert sér grein fyrir. Maður er hreint agndofa. Stóra spurningin er, á hvaða forsendum báðu Kaupþingsmenn um 80 ma kr. lán frá Seðlabankanum. Í hvað átti þetta lán að fara og hvaða eftirlit hafði Seðlabankinn með þessu láni? Hvaða gögn lagði Kaupþing fram […]
Fámennt land eins og Ísland þarf eingöngu 6 ráðherra. Þannig væri hægt að gera ráðuneytin stærri, faglegri og ódýrari. Hugsa verður málið upp á nýtt og gleyma núverandi skipulagi. Hér er ein tillaga: Forsætisráðherra Utanríkisráðherra Fjármálaráðherra Innanríkisráðherra Atvinnu- og efnahagsmálaráðherra Velferðamálaráðherra Það eru auðvita til margar aðrar tillögur, en stjórnarráðið verður að setja gott fordæmi […]
Magnús Guðmundsson hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð til Hæstaréttar. Lögmaður hans, Karl Axelsson, er tengdur Jóni Steinari hæstaréttadómara enda unnu þeir saman á sömu lögmannsstofu samkvæmt frétt í DV. Þetta er ansi óheppilegt en sem betur fer sitja fleiri en 3 dómarar í Hæstarétti svo auðvelt ætti að vera að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra í svona […]
Ríkisstjórnin boðar nú niðurskurð sem er forsenda fyrir endurreisn einkageirans. Niðurskurður er nauðsynlegur til að vextir lækki og erlendir fjármálamarkaðir opnist. Niðurskurður er því miður eina afísingarefnið sem dugar á atvinnulífið í okkar stöðu. Spurningin er, treystir VG sér að standa í brúnni og stýra einum mesta niðurskurði í sögu landsins. Hugmyndafræðilega er það sjálfsmorð […]
Seðlabanki Íslands er einhver mesta hrakfalla stofnun sem Íslendingar hafa átt. Allt er þetta stjórnmálamönnum að kenna sem sjá Seðlabankann ekki sem hornstein nútíma hagkerfis heldur sem pólitískt bitbein og eftirlaunastofnun. Það er sorglegt að sjá hvernig sverðið hefur snúist í hendi Jóhönnu. Hún kom Davíð út en fellur síðan í sömu gildru og hann. […]
Í framhaldi af síðustu færslu og umræðu um stöðu Íslands í gjaldmiðlamálum, freistast ég nú til að draga upp dálitla skematíska mynd af stöðunni. Vonandi hjálpar hún við að aðgreina hinar mismunandi leiðir sem okkur standa til boða og útskýrir um leið hvað er líkt og ólíkt með Íslandi og Grikklandi. Spurningin er hvert á […]
Núverandi kynslóð á Íslandi mun ekki sjá upptöku evru hér á landi jafnvel þó að við göngum í ESB innan nokkurra ára. Í fyrsta lagi munum við ekki uppfylla Maastricht skilyrðin næstu 30-40 árin og í öðru lagi hafa Grikkir sett evrusamstarfið í uppnám og framtíð sameiginlegs gjaldmiðils í Evrópu er óviss í meira lagi. […]
Angela Merkel, kanslari Þýskalands segir að Evrópa væri ekki í þessum skuldavanda ef fleiri Evrópubúar höguðu sér eins og þýsk húsmóðir. Þýskar húsmæður lifa ekki um efni fram, þær halda stíft og örugg heimilisbókhald. Þjóðverjar hafa óbeit á lánum og margir Þjóðverjar lifa allt sitt líf án þess að taka eitt einasta lán. Stærsti hlutinn […]
Lilja Mósesdóttir talar um markaðslaun og að menn þurfi að hækka og lækka í launum í takt við markaðslaun. En hver eru þessi markaðslaun og hver reiknar þau út? Eigum við óháða og sjálfstæða stofnun sem heldur utan um launakjör helstu stétta og birtir upplýsingar um markaðslaun reglulega? Hvaða gögn styðst Kjararáð við þegar það […]