Alveg er umræðan á Íslandi kostuleg og smámunarleg. Nú ætlar allt að verða vitlaust út af 400,000 kr launagreiðslum til Seðlabankastjóra á meðan algjör stöðnun ríkir í atvinnumálum landsmanna. Hér eins og svo oft áður er tímanum varið í rifrildi um smáatriði á meðan hin raunverulegu málefni fá litla umfjöllun eða afgreiðslu. Þetta eru einmitt […]
Enn hneykslast Ögmundur yfir tilraunum til að fá erlenda fjárfesta hingað til lands, nú síðast yfir áformum Íslandsbanka að setja upp söluskrifstofu í New York. Auðvita væri æskilegt að Íslendingar gætu virkjað sína orku sjálfir og stýrt fjárfestingum af eigi raun. Til þess þurfum við gjaldeyri en nú fer allur gjaldeyrir okkar og gott betur […]
Þegar kreppa skellur á eru viðbrögðin í flestum löndum oftast þau að vextir eru lækkaðir til að auka greiðslugetu fyrirtækja og almennings og þar með örva hagkerfið aftur til lífs. Alls staðar nema á Íslandi. Nei, hér á landi fara menn alltaf einhverja Fjallabaksleið sem engum öðrum dytti í hug. Á Íslandi eru vextir heilagir […]
Sú staðreynd að grínframboðið Besti flokkurinn skuli mælast sem einn stærsti stjórnmálaflokkurinn í Reykjavík fyrir þessar sveitastjórnarkosningar er einhver sú mesta niðurlægin sem hugsast getur fyrir fjórflokkinn. Stefnuskrám gömlu flokkanna er hafnað af stórum hluta kjósenda, ekki vegna innihaldsins heldur vegna þeirra einstaklinga sem hafa það eina markmið að halda persónulegum völdum sama hvað á […]
Hinn gríski fjármálaharmleikur á eftir að draga dilk á eftir sér. Mikið er nú rætt erlendis um hvernig bankastarfsemi og lánveitingar munu breytast á næstu árum. Eitt sem margir búast við að gerist er svokölluð stjórnmálavæðing lánafyrirgreiðslu og þá sérstaklega á lán yfir landamæri. Í framtíðinni er líklegt að bankar starfi mest á sínum heimamarkaði […]
Listinn í Time um verstu skúrka 2010 er um margt athyglisverður, ekki síst fyrir að þar trjóna 3 Íslendingar sem fulltrúar allra Norðurlandanna (og líklega Evrópu). Hér á Ísland heimsmet sem seint verður slegið. En lítum aðeins nánar á þennan lista og þá sérstaklega á þá sem koma úr viðskiptaheiminum. Þeir eru: 1. Tom Anderson, […]
Frestur er á illu bestur hefur verið íslenska strategían í Icesave málinu en Grikkir gætu komið henni í uppnám. Vaxtakrafan á 2 ára grísk ríkisskuldabréf er nú yfir 20%. Skuldavandi Grikkja gæti komið annarri kreppu af stað í Evrópu með ófyrirséðum afleiðingum, sérstaklega ef Grikkir neyðast til að fara í skuldaaðlögun eins og margir fjárfestar […]
Þegar stjórnarformenn byrja að gagnrýna lánshæfishorfur opinberlega eru vandamálin sjaldan langt undan. Sú staðreynd að Landsvirkjun fær betri einkunn en OR er einfaldlega sú að Landsvirkjun er betur rekið fyrirtæki. Þetta ætti stjórnarformaðurinn að íhuga! Vandamál OR er frekar einfalt, tekjur duga ekki fyrir skuldum. Lausnin er hækkaðar tekjur en það þýðir taxtahækkun á notendur. […]
Íslenskt atvinnulíf virðist hafa strandað illilega þegar útrásarvíkingarnir settu allt á hausinn. Þeir voru jú við stjórn og allir aðrir aðilar í samfélaginu dönsuðu dátt í kringum þann gullkálf. Þannig leiddu útrásarvíkingarnir lífeyrissjóðina, stjórnmálamenn og bankana sofandi að feigðarósi. Þetta var svo einfalt, ekkert þurfti að hugsa bara að taka við fyrirskipunum frá hrunliðinu. Og […]
Karfan er nýtt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá. Ekkert minna dugar. Nú er kominn tími til að stofna samtök lýðveldissinna sem berjast fyrir nýju og betra lýðveldi.