Íslenskt fjármálakerfi er rándýr furðufugl og umræðan um ÍLS skýrsluna sýnir það vel. Í stað þess að horfa heilstætt á málið og fram á veginn er farið í gömlu skotgrafirnar. Það verður að setja sorgarsögu ÍLS í sitt eðlilega samhengi og þar er ekki hægt að horfa eingöngu á mistök stjórnmálamanna, heldur verður einnig að […]
Nú þegar umræða um fortíðarvanda ÍLS stendur sem hæst er rétt að huga að framtíðinni. Það sem hefur fengið allt of litla umræðu er lengd lánstíma íbúðalána. Í sveiflukenndu hagkerfi með óstöðugan gjaldmiðil verður 40 ára lánstími að fjárhagslegum myllusteini bæði fyrir lántakandann og lánveitandann. Og ekkert er verra en 40 ára verðtryggt lán sem […]
Skýrsla um Íbúðarlánasjóð fer vel yfir sögu sjóðsins en ég sakna þess að þar skuli ekki koma fram hnitmiðaðri tillögur til úrbóta. Sérstaklega virðast eigendur íbúðabréfa sleppa vel enda andaði skuldabréfamarkaðurinn léttar eftir útkomu skýrslunnar. Talað er um í niðurlagi skýrslunni að velta hluta vandans yfir á lántakendur með uppgreiðslugjaldi til að vernda sjóðinn. En […]
Það verður varla annað lesið úr nýrri skýrslu um ÍLS en að nefndin leggi til að ÍLS hætti lánveitingum og skuldabréfaútgáfu, a.m.k tímabundið, en í niðurlagi skýrslunnar segir: „Íbúðalánasjóður er nú á framfæri ríkisins ef svo má segja. Vandræði hans eru á því stigi að lausafé og eigið fé hrökkva þar skammt. Við þær aðstæður […]
Þegar rýnt er í þjóðhagsspá Hagstofunnar er sláandi hversu illa hefur gengið að koma atvinnufjárfestingu af stað, sérstaklega á þetta við um stóriðjuframkvæmdir. Ef spáin frá apríl 2011 er borin saman við nýjustu spá frá júní 2013 sést að báðar hagvaxtaspárnar eru að mestu dregnar áfram af sömu verkefnunum, það eru helst dagsetningar sem breytast. […]
Umræðu um ríkisfjámál hefur hrakað síðan AGS yfirgaf landið. AGS kom með aga og aðferðafræði sem var framandi í landi eyðslu og skulda. Ríkissjóður átti sem fyrst að afla meir en hann eyddi samkvæmt plani AGS. Auðvita gekk þetta ekki eftir. Síðasta ríkissjórn sprakk fljótlega á limminu og fór að tala um að vernda velferðarkerfið […]
Að sumu leyti eru Íslendingar íhaldssamari en Bretar sem eru þó frægir fyrir viðhorfið “change is good, but no change is better”. Þetta á sérstaklega við um ákveðna tegund hefða á Íslandi – en alls ekki má leggja af hefðir sem gætu skert “þægilegheit” manna. Tek þrjú dæmi sem mér hefur alltaf fundist furðuleg og […]
Nú er kominn tími til að höggva á erfiðan hnút sem er framtíð Íbúðalánasjóðs, ÍLS. Ekki er hægt að láta ósjálfbæran ÍLS endalaust hanga á spena skattgreiðenda og setja langþráð markmið um hallalausan rekstur ríkisins í uppnám. Skuldabréfaeigendur verða að taka keflið frá ríkinu en þeir eru að miklu leyti lífeyrissjóðirnir. Það verður að ná […]
Skuldaleiðréttingaferlið er þegar komið á fleygiferð. Á meðan allir hafa augun á endapunkti þess ferlis eru ráðherrar og Forsetinn komnir á fullt að undirbúa vinnuna. Hér eru fystu skref ríkisstjórnarinnar: Tilkynna að krónan sé framtíðargjaldmiðill landsins Stoppa ESB viðræður Undirbúa skuldabréfaeigendur ÍLS fyrir skilmálabreytingar Þessi skref voru tekin strax, en þau eru nauðsynleg undirbúningsvinna til […]
Íslenska bankakerfið lenti svo sannarlega á íslenska ríkinu. Þetta sýnir ný skýrsla Bankasýslunnar. Hlutur íslenska ríkisins í eigin fé viðskiptabankanna er 14.3% af VLF en ekki nema 4.7% í Bretlandi og 2.3% í Hollandi. Björgun banka í Bretlandi kostaði skattgreiðendur minna en fall bankanna á Íslandi sem hlutfall af VLF. Þetta mun koma mörgum spánskt […]