Martin Wolf er einhver besti dálkahöfundur á Financial Times og er samkeppnin ansi hörð á því gæðablaði. Financial Times er eitthvert hið virtast og áhrifamesta dagblað í Evrópu og ekkert blað er t.d. tekið jafn alvarlega og FT, í aðalstöðum ESB í Brussel. Það er hrein unun að lesa FT og eitt blað er á við heilan árgang af mogganum.
Martin Wolf er Íslendingum vel kunnur enda hefur hann skrifað mikið um íslensku kreppuna og fyrr á árinu sagði hann eftirfarandi um Icesave:
“This is not about cutting a running deficit, which is, indeed, unavoidable. It is about forcing innocent people to assume gigantic liabilities for which they have no legal or moral responsibility. How would UK citizens feel if they were forced to assume a debt of £400bn because of HSBC’s failure to meet deposit insurance liabilities in Asia? Let the UK take the bank’s assets and leave it at that.”
Í dag skrifar Martin athyglisverða grein um Þjóðverja, sparifé þeirra og ESB. Hann heldur því fram að Þjóðverjar hafi hlotið góðs af ESB og evrunni. Evran hefur hjálpað Þjóðverjum að viðhalda samkeppnistöðu sinni á alþjóðamörkuðum. Ef þeir hefðu haft sitt mark væri það eins og jenið í hæstu hæðum og tefði fyrir allri endureins í Þýskalandi og Evrópu. Þannig hefur evran haldið aðalvél evrópska hagkerfisins vel smurðri og gangandi.
En það er einnig dökk hlið á reynslu Þjóðverja af þessari kreppu. Þeir vanmátu áhættuna af því að fjárfesta í jaðarríkjum Evrópu. Þeir munu læra af þessari reynslu alveg eins og þeir lærðu af reynslu sinn af óðaverðbólgu á Weimer tímanum. Aldrei aftur verðbólga, aldrei aftur óábyrg fjárfesting í erlendum ríkjum. Martin heldur því fram að Þjóðverjar munu nú fara með sitt sparifé til Asíu, í orku og námuvinnslu og svo í fjárfestingar innan Þýskalands. Þetta boðar ekki gott fyrir jaðarríki Evrópu sem hafa haldið uppi velferð og lifistandard langt umfram getu á kostnað Þjóðverja. Hverja er þá nú hægt að platað til að borga brúsann, spyrja menn á jaðrinum? Líklega verða fáir til að taka það hlutverk að sér, nema þá næsta kynslóð sem búsetur sig í jaðarríkjunum.
Íslendingar hafa alltaf notið góðs af þýskum lánum. Þýskir bankar hafa alltaf verið meðal bestu lánveitenda, boðið góð kjör og spurt fárra spurninga. En varla lengur. Í framtíðinni verður bæði eftirspurn eftir þýsku sparifé miklu meiri en áður og þeir mun varkárari. Vanséð er að Þjóðverjar eða þá einhverjir aðrir láni neitt til Íslands nema til orkuvinnslu og þá aðeins að þeir hafi völd til að grípa inn í atburðarásina ef Íslendingar ætla að stefna með allt saman, eina ferðina enn, fram af Látrabjargi, en, nota bene, á löglegum hraða.