Föstudagur 25.03.2011 - 12:15 - 2 ummæli

Föstudagsstemming

Vikan er búin að vera annasöm. Hún byrjaði með umræðu um stöðu Íbúðalánasjóðs, slæmum fréttum af hagvexti og rúllaði svo áfram með einu versta viðtali sem ég hef séð í Kastljósi (yepp, Ragnar Önundarson að réttlæta samkeppnisbrot) og úrskurði kærunefndar jafnréttismála að Jóhanna Sigurðardóttir af öllum mönnum hafi orðið uppvís að broti á jafnréttislögum.

Ó já, svo dó Elizabeth Taylor.

Púff…loksins kominn föstudagur.

Því ætla ég að sleppa því að tjá mig eitthvað um allt ofangreint (allavega í dag 😉 og skrifa frekar um mat.

Ragnar Freyr, eyjubloggari, er í miklu uppáhaldi hjá mér og hann mælir með steiktum kjúklingi með rjómasveppasósu, ekta frönskum og þrílituðu ítölsku salati. Með kjúklingnum fer einnig vel hin fullkomna ofnsteikta kartafla, raunar með hverju sem er eða bara sér, –  alltof tímafrekt að tvísteikja franskar kartöflur.

Ragnar Freyr  kynnti Ree Drummond fyrir mér.  Ree kallar sig Pioneer woman og býr á sveitabæ í Oklahoma ásamt kúrekanum sínum. Varúð: Styður notkun á landbúnaðarafurðum, sérstaklega rjóma, smjöri og mikið af rauðu kjöti og hlýtur að vera framsóknarmaður.

Held ég prófi graskerspæið hennar næst.

Nammmm.

Flokkar: Matur

«
»

Ummæli (2)

  • Hvernig á að fara að því að byggja upp atvinnulífið að nýju, þegar atvinnugrein eins og minkarækt, sem hefur aldrei skilað meiri hagnaði, fær ekki fyrirgreiðslu hjá Aríon banka til að stækka búin, spyr sá sem ekki veit.(Ruv frétt)

    Staðn er hreinlega orðin sú að lífeyrissjóðirnir verða að yfirtaka Byr hf.svo almenningur geti forðað sér þangað,
    Því vogunarsjóðirnir eru ekki fyrir almenning, og ekki Landsbankinn.
    Þarf þingsályktunartillögu um þetta til að koma hreyfingu á málið?
    En í staðin bulla þessir lífeyrissjóðir um að afnema gjaldeyrishöftin, sem mindi leggja hér alt í rúst, og gera þær fjölskyldur sem eithvað eiga enn, í húsum sínum, eignalaus.

  • Eygló Harðardóttir

    Mér skilst að ansi margir séu að velta fyrir śer hver sé ástæða þess að fyrirtæki út á landi sem eru ágætlega rekin fá ekki fyrirgreiðslu hjá stóru bönkunum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fimm? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur