Færslur fyrir maí, 2011

Fimmtudagur 12.05 2011 - 08:32

Verðtrygging

Verðtryggingarnefnd skilar skýrslu sinni til efnahags- og viðskiptaráðherra í dag kl. 9.00.  Hlutverk hennar var að kanna forsendur verðtryggingar á Íslandi og meta kosti og galla þess að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku fjármálakerfi án þess að fjármálastöðugleika væri ógnað.  Í nefndinni sátu fulltrúar allra þingflokka, efnahags- og  viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðuneytis, auk áheyrnarfulltrúa frá […]

Þriðjudagur 10.05 2011 - 22:08

Að eltast við belju

Menn hafa töluvert rætt beljur síðustu daga.  Ég hef verið kölluð belja af misjafnlega skynsömum mönnum og hef aldrei skilið af hverju þetta orð er skammaryrði.  Kýr eru yndislegar skepnur,  skapgóðar og umburðarlyndar gagnvart mannskepnunni. Aðeins einu sinni óskaði ég kúm alls ills, og þá voru það léttlyndar kvígur. Ég og vinnukonan sáum um mjaltirnar […]

Laugardagur 07.05 2011 - 10:56

Þú ert klikkuð!

Viku 1 er lokið samkvæmt plani og ég hljóp/gekk samtals 16 km. Æfingarplanið var sunnudagur 4, 8 km á 40 mín (hljóp og gekk), mánudagur 40 mín á skíðavél, þriðjudagur 4,8 km á 36 mín (þurfti að ganga e 20 mín aðeins) og miðvikudagur 40 mín á skíðavél og æfingar fyrir efri hluta líkamans.  Fimmtudagurinn var […]

Fimmtudagur 05.05 2011 - 14:14

Að hlaupa 21,1 km

Ég hef ákveðið að hlaupa 21,1 km í Reykjavíkurmaraþoninu þann 20. ágúst nk.  Þetta var ekki auðveld ákvörðun þar sem ég er ekki neinn íþróttagarpur, – þoldi ekki leikfimi í grunnskóla og fór ekki að hreyfa mig fyrr en ég var komin á þrítugsaldurinn og þá með hléum. En stundum verður maður að leggja eitthvað á […]

Fimmtudagur 05.05 2011 - 09:33

Falið fylgi…

Í fyrrakvöldi birti RÚV niðurstöður Capacent könnunar um fylgi flokka. Aðalfréttin varað Framsóknarflokkurinn mælist með 16% fylgi, að Vinstri Grænir eru með 15% og fylgi stjórnarflokkanna heldur áfram að minnka. Því var  hálf fyndið að fylgjast með fjölmiðlum fela þessa frétt.  RÚV birti niðurstöðurnar í seinni fréttum (á vefnum 22.26), ég hef aldrei séð jafn […]

Miðvikudagur 04.05 2011 - 10:43

Heimskt er heimaalið barn

Íslenska orðið heimskur á uppruna sinn í heimaalinn, sbr. heimskt er heimaalið barn. Því hefur það lengi verið talið vera kostur að ferðast út fyrir landsteinana, kynnast nýjum menningarheimum og mennta sig erlendis. Æ meiri áhersla varð þó i íslenska menntakerfinu á að bjóða upp á sem fjölbreyttast nám hér heima. Nýjar námsbrautir spruttu upp […]

Mánudagur 02.05 2011 - 12:17

Osama drepinn

Í nótt var tilkynnt um dráp á Osama bin Laden og fögnuður Bandaríkjamanna virðist vera mikill. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn? Ég vil frekar huga að fórnarlömbum þessara átaka, – í Bandaríkjunum, Afghanistan og Írak. Og hvernig eitt dráp réttlætir ekki annað.

Mánudagur 02.05 2011 - 07:59

Stjórnmál Davíðs?

Ég var hugsi eftir leiðarann Áróðurstækni Davíðs.  Þar skrifar Jón Trausti Reynisson: „Vandi íslenskrar umræðuhefðar verður varla betur greindur en með orðum Davíðs Oddssonar um sjálfan sig í bókinni Í hlutverki leiðtogans, eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur. „Ég gerði öll mál tortryggileg og fylgdi þeirri reglu veiðimannsins að maður má ekki einungis kasta flugu sem manni […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur