Þriðjudagur 09.08.2011 - 15:38 - 5 ummæli

Samvinnu um Suðurnes

Samstarfshópur á vegum Velferðarráðuneytisins um málefni Suðurnesja skilaði af sér áfangaskýrslu nýlega.

Þar eru helstu niðurstöður eftirfarandi:

  • Hlutfall atvinnuleysis er langhæst á Suðurnesjum eða 14,5% en er 8,6% á landsvísu.
  • Af þeim sem eru í atvinnuleit á Suðurnesjum eru einungis 69% með grunnskólapróf en á landsvísu er hlutfallið 52%. Á Suðurnesjum skila 90% grunnskólanema sér í framhaldsskóla á meðan landsmeðaltal er 97%.
  • Hlutfall örorkulífeyrisþega er hátt á Suðurnesjum. Í aldurshópnum 16–66 ára á Suðurnesjum eru 8,8% einstaklinga á örorkulífeyri. Á landinu öllu er hlutfallið 6,9%.
  • Hlutfall barna á Suðurnesjum sem eiga foreldra á atvinnuleysisskrá er 21,8% en yfir landið mælist hlutfallið 14%.
  • Það sem af er árinu 2011 eru 13% þeirra sem farið hafa í greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara af Suðurnesjum en þar búa 6,6% landsmanna.
  • Árið 2010 voru 8,6% allra gjaldþrota fyrirtækja á landinu á Suðurnesjum.
  • 25% af eignum Íbúðalánasjóðs eru á Suðurnesjum.
  • Álag á félagsþjónustu sveitarfélaganna hefur aukist verulega og fleiri fá fjárhagsaðstoð til lengri tíma.

Eftir þennan lestur er mér nokk sama hvort það sé stjórnvöldum, Árna Sigfússyni eða einhverjum öðrum að kenna hvernig staðan er.

Að benda og kenna einhverjum um kemur að litlu gagni fyrir þá sem fá ekki vinnu, þá sem horfa á eftir húsnæði sínu á uppboð, fyrirtækinu í gjaldþrot eða börnunum til útlanda.

Við hljótum öll að telja þetta ástand fullkomlega óásættanlegt.

Eigum við ekki að reyna frekar samvinnu?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Sigurður J.

    Af þessari upptalningu þinni að dæma mætti ætla að skýrslan sé a.m.k. 2ja ára gömul!

    Þetta breytir ekki þeirri staðreynd að atvinnulífi á Suðurnesjum var fórnað fyrir umsóknaraðild að ESB. Við vorum skiptimyntin sem Samfylkingin færði Vinstri grænum.

  • Hermann Ólafsson

    Vissulega þarf að koma Suðurnesjum til bjargar eftir gengdarlausa fjarmálaóráðsíu þeirra síðustu ár, og það er líka reynt af veikum mætti, en það auðveldar mönnum ekki vinnuna ef menn neita að horfast í augu við veruleikann og kenna öllun öðrum um sínar eigin ófarir.

    Fínt væri t.d. Að fá raunhæfar tillögur um hver á að útvega þeim orku í stóriðjuna sem þeir hafa byrjað á út í bláinn, hver á að borga skuldir hafnarinnar og yfir höfuð hver á að borga skuldirnar þeirra? (gerðu það ekki segja „Ríkið“).

    Hvaða samband skildu menn vera búnir að finna milli Suðurnesjavanda og aðildarumsókn að ESB???

  • Suðurnesjamenn gerðu ekkert í atvinnuuppbyggingu á meðan þeir höfðu völlinn. Þeir treysti á Kanann og vildu ekki horfast í augu við þann möguleika að hann færi. Í stað þess að bjarga sér sjálfir, vilja þeir núna að ríkið bjargi þeim frá eigin framtaksleysi.

    Þetta ástand hefur nákvæmlega ekkert með ESB að gera. Ekkert.

  • Þetta líta út fyrir að vera helstu ástæður þess að allt er þar í kaldakoli en ekki birtingarmyndin ein.

  • Sigurður J.

    Smá leiðrétting Anna:

    Suðurnesjamenn FENGU EKKI AÐ GERA NEITT í atvinnuuppbyggingu á meðan þeir höfðu Völlinn. Viðkvæðið var ævinlega „Það ganga aðrir fyrir sem verr eru settir og svo hafið þið Völlinn“. Völlurinn var eftirsóttur vinnustaður og bjargaði mörgum fjölskyldum á öllu landinu þegar illa áraði í atvinnumálum á heimaslóðum þeirra.

    Við ykkur vil ég einnig segja: Hafið þið ekki fylgst með fréttum undanfarin ár? Hafa tilburðir Suðurnesjamanna til uppbyggingar atvinnulífsins gjörsamlega farið fram hjá ykkur? Og aðgerðir eða öllu heldur aðgerðarleysi stjórnvalda?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og þremur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur