Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir hafa lagt fram tillögur um breytingar á kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og boðist til að taka verkefnið að sér. Frumvarpið væri gallað og tími kominn til að hvíla Jón aðeins… Hvað vilja vestfirsku valkyrjurnar svo gera? Þær leggja upp með sömu tímalengd varðandi nýtingarsamningana og eldra frumvarpið, sem hefur verið einn […]
Ný könnun sýnir að fjórðungur 15 ára drengja í grunnskólum Reykjavíkur skilur ekki það sem þeir lesa. Þeir geta stafað og lesið orðin, en þeir skilja ekki samhengi orðanna. Hlutfall stúlkna er töluvert lægra, eða um 9%. Fyrir stuttu rakst ég á frétt frá Noregi þar sem áætlað var að um 300 000 Norðmenn væru […]
Fólk mótmælir víða um heim. Mótmælin beinast gegn skuldum, atvinnuleysi, niðurskurði og spillingu, Það sem sameinar mótmælendur er skortur á trú og trausti á hefðbundin stjórnmál. Sannfæringin um að stjórnmálamönnum sé í raun sama um umbjóðendur sína. Hér á landi höfum við séð mikla grósku í grasrótarhreyfingum, – á meðan fólk talar um hefðbundna stjórnmálaflokka […]
Óánægja með störf stjórnmálamanna er mikil. Í síðustu könnun Fréttablaðsins vildi helmingur aðspurðra ekki svara til um afstöðu sína til stjórnmálaflokka. Í nýrri könnun MMR kom fram að 13% væru ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar en aðeins um 7% með störf stjórnarandstöðunnar. Í annarri könnun MMR hefur einnig komið fram að stór hluti kjósenda hyggist kjósa […]
Afstaða Íslendinga til erlendrar fjárfestingar er mér ofarlega í huga eftir að ég kom aftur úr heimsókn til Azerbaijan í tilefni 20 ára afmælis sjálfstæðis landsins. Þegar landið fékk sjálfstæði var nær nær helmingur þjóðarinnar undir fátækra mörkum og erfiðleikarnir miklir. Árið 1994 tóku þeir ákvörðun um að gera samning við nokkur af stærstu olíufyrirtækjum […]
Í pistlinum Er bílinn aðfararhæf eign velti ég upp þeirri spurningu hvort Íbúðalánasjóður dregur frá andvirði bifreiðar frá mögulegri niðurfærslu lána í 110% leiðinni? Skv. lögum er þeim skylt að draga frá aðfararhæfar eignir og þeir nota skattframtöl umsækjenda til að átta sig á því hvað er aðfararhæft og hvað ekki. Á skattframtali flestra má […]
Einn af þeim sem hafði samband við mig í gær lýsti því hvernig hann hefði greitt inn á bílinn sinn meirihluta kaupaverðsins, og gert bílasamning um afganginn. Þrátt fyrir þetta þá er lánveitandinn skráður eigandi bílsins í ökutækjaskrá, – og sá sem lagði fram meirihluta kaupverðsins skráður umráðamaður. Óskir um að leiðrétta þetta hefði einnig […]
Í morgun var lögð fram stjórnsýslukæra til innanríkisráðherra vegna synjunar Umferðarstofu um breytingu á skráningu bifreiðar fjölskyldunnar í ökutækjaskrá. Í ökutækjaskrá er eiginmaður minn Sigurður E. Vilhelmsson skráður umráðamaður fjölskyldubílsins en SP fjármögnun eigandi. Ég óska jafnframt eftir að heyra frá fleirum sem hafa áhuga á að skýra eignarhald fjölskyldubílsins. Hægt er að senda mér […]
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, situr í ríkisstjórn sem fer gegn grunnhugsjónum hans í stjórnmálum. Nú síðast telur hann ríkisstjórnina vera að veikja Alþingi með því að leggja til að forsætisráðherra geti ákveðið skipan mála í stjórnarráðinu sbr. 15. grein stjórnarskrárinnar. Þar áður hafði ríkisstjórnin sótt um aðild að Evrópusambandinu, þangað sem Jón ætlaði aldrei […]
Velferðarvaktin vakti í vikunni athygli sveitarstjórna á mikilvægi þess að halda verði á skólamáltíðum niðri. Staða barna sem áttu í vanda fyrir hrun er síst minni nú. Því þyrfti að tryggja öllum börnum í leik- og grunnskóla hádegisverð alla skóladaga. Tilraunir ýmissa skóla með hafragraut í morgunmat eru einnig athyglisverðar. Við eigum að geta tryggt […]