Færslur fyrir september, 2011

Sunnudagur 11.09 2011 - 13:11

Smalað í Skaftárhreppi

Gærdagurinn var mögnuð upplifun sem hófst í Skaftárréttum.  Sauðfé er þá fjölmennara þar en mannfólkið. Eftir að búið var að draga í dilka var lagt af stað með hóp nokkurra hundruða kindna og á þriðja tug tvífætlinga yfir hraunið í átt að Hraunkoti. Sólin skein, útsýnið var stórkostlegt og félagsskapurinn skemmtilegur.  Gosið í Grímsvötnum og […]

Fimmtudagur 08.09 2011 - 07:23

„Gríðarlega víðtækt“ vald fjármálaráðherra

Neyðarlögin átti að endurskoða 1. janúar 2010.  Endurskoðunarákvæðið var sett inn að frumkvæði Alþingis sbr. nefndarálit meirihluta viðskiptanefndar þann 6. október 2008: „Að lokum ræddi nefndin um nauðsyn þess að lög þessi verði endurskoðuð og leggur til í ákvæði til bráðabirgða að þau skuli endurskoðuð fyrir 1. janúar 2010. Nefndin leggur áherslu á að ákvæði […]

Þriðjudagur 06.09 2011 - 13:56

Framsóknarstefna á heimsvísu

Fyrir stuttu hittust allir helstu seðlabankastjórar í heimi í Jackson Hole í Bandaríkjunum.  Þar flutti Christine Lagarde, nýr forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sína fyrstu stóru ræðu sem stjórnandi sjóðsins. Í ræðunni talaði hún um mikilvægi þess að skapa störf og draga úr skuldum.  Þessi tvö atriði væru lykilatriði til að byggja upp varanlegan og sjálfbæran vöxt í […]

Föstudagur 02.09 2011 - 08:18

Brestur í brynju verðtryggingar

Almenningur kallar eftir afnámi verðtryggingar.  Í skýrslu verðtryggingarnefndar voru skoðaðar fjölmargar leiðir til að draga varanlega úr notkun verðtryggingar.  Ein þeirra var að Íbúðalánasjóður fengi heimild til að bjóða upp á óverðtryggð húsnæðislán. Fagnaði forstjóri sjóðsins þessari hugmynd og hafa nú jafnvel þingmenn stjórnarflokkanna tekið undir hana. Þessi breyting er mikilvægt upphafsskref í átt að […]

Fimmtudagur 01.09 2011 - 15:33

Er bílinn aðfararhæf eign?

Í lögum um niðurfærslu veðkrafna Íbúðalánasjóðs segir: „Heimilt er að færa niður veðkröfur skv. 1. mgr. um allt að 4. millj. kr. hjá einstaklingum og um allt að 7 millj. kr. hjá hjónum, sambýlisfólki og einstæðum foreldrum enda sé veðkrafan á veðrétti umfram 110% af verðmæti eignar og lántaki eða maki hans eiga ekki aðrar […]

Fimmtudagur 01.09 2011 - 14:45

Hver á bílinn minn, – aftur

Af gefnu tilefni tel ég ástæðu til að endurbirta grein mína Hver á bílinn minn? “Samkvæmt dómi Hæstaréttar er kaupleiga eins og hver önnur lántaka. Í stað þess að skilgreina lánið sem lán er búinn til lagatæknilegur orðhengill um kaupleigu til að falsa bókhaldið.” Þetta skrifaði Jónas Kristjánsson nýlega á blogginu sínu. Hvers vegna eru […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur