Sunnudagur 11.09.2011 - 13:11 - Rita ummæli

Smalað í Skaftárhreppi

Gærdagurinn var mögnuð upplifun sem hófst í Skaftárréttum.  Sauðfé er þá fjölmennara þar en mannfólkið. Eftir að búið var að draga í dilka var lagt af stað með hóp nokkurra hundruða kindna og á þriðja tug tvífætlinga yfir hraunið í átt að Hraunkoti.

Sólin skein, útsýnið var stórkostlegt og félagsskapurinn skemmtilegur.  Gosið í Grímsvötnum og askan minntu þó æ meira á sig eftir því sem leið á fjögurra tíma gönguna. Ég var komin með ágætis yfirvaraskegg og hökutopp,- auk þess sem Marilyn Manson hefði örugglega öfundast út í „augnmálninguna“.

Maturinn bragðaðist sérstaklega vel í Skaftárhreppnum, – kjötsúpan og grafna lambið hennar Sigurlaugar í Hraunkoti, hjónabandssælan hennar Bubbu, ísinn frá Fossi í Mýrdal og Klausturbleikjan á Icelandair Hótel Klaustri.

Ísland eins og það gerist best.

Flokkar: Matur

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fjórum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur