Mánudagur 12.09.2011 - 08:03 - Rita ummæli

Græn súpa og hafragrautur

Velferðarvaktin vakti í vikunni athygli sveitarstjórna á mikilvægi þess að halda verði á skólamáltíðum niðri.  Staða barna sem áttu í vanda fyrir hrun er síst minni nú.  Því þyrfti að tryggja öllum börnum í leik- og grunnskóla hádegisverð alla skóladaga.

Tilraunir ýmissa skóla með hafragraut í morgunmat eru einnig athyglisverðar.

Við eigum að geta tryggt að öll börn fái að borða enda forsenda fyrir velferð þeirra og getu til að læra.

Umræða um skólamat er víðar en hér á landi. Vinsældir Kristin Halvorsen, norska menntamálaráðherrans og flokks hennar Sosialistisk Venstreparti, hafa minnkað mjög m.a. vegna þess að hún hefur ekki staðið við loforð um heitar skólamáltíðir. Kokkurinn Jamie Oliver hefur m.a. byggt feril sinn á baráttu sinni fyrir betri og hollari skólamat.  Nýlega rakst ég svo á þennan pistil um skólamáltíðir í Frakklandi.  Þar segir að mikið sé spjallað um gæði matarins, hversu hollur hann er, stærð skammta og úrval… yepp, – úrval.

Í skóla dætra minna hefur Krúska tekið völdin og ég fæ tilkynningar um græna súpu og linsubuff. „Er maturinn vondur?“ spurði ég.  „Nei, nei, – linsubuffið var meira að segja ágætt.“ var svarið.  Á föstudaginn var svo smalabaka með salati og ávöxtum í eftirrétt.

Á frönsku skilst mér að það myndi hljóma Hachis parmentier en salade et fruits.

Hljómar einhvern veginn betur, ekki satt?

Flokkar: Matur

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fjórum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur