Þegar Franklin D. Roosevelt tók við embætti forseta Bandaríkjanna árið 1932 flutti hann eina mögnuðustu ræðu sem ég hef lesið.
Þar sagði hann meðal annars:
„… we face our common difficulties. They concern, thank God, only material things….Yet our distress comes from no failure of substance. … Primarily this is because the rulers of the exchange of mankind’s goods have failed, through their own stubbornness and their own incompetence, have admitted their failure, and abdicated. Practices of the unscrupulous money changers stand indicted in the court of public opinion, rejected by the hearts and minds of men…. They know only the rules of a generation of self-seekers. They have no vision, and when there is no vision the people perish. The money changers have fled from their high seats in the temple of our civilization. We may now restore that temple to the ancient truths. The measure of the restoration lies in the extent to which we apply social values more noble than mere monetary profit.
Happiness lies not in the mere possession of money; it lies in the joy of achievement, in the thrill of creative effort. The joy and moral stimulation of work no longer must be forgotten in the mad chase of evanescent profits. These dark days will be worth all they cost us if they teach us that our true destiny is not to be ministered unto but to minister to ourselves and to our fellow men.
Recognition of the falsity of material wealth as the standard of success goes hand in hand with the abandonment of the false belief that public office and high political position are to be valued only by the standards of pride of place and personal profit; and there must be an end to a conduct in banking and in business which too often has given to a sacred trust the likeness of callous and selfish wrongdoing. Small wonder that confidence languishes, for it thrives only on honesty, on honor, on the sacredness of obligations, on faithful protection, on unselfish performance; without them it cannot live.
Restoration calls, however, not for changes in ethics alone. This Nation asks for action, and action now.
Our greatest primary task is to put people to work. This is no unsolvable problem if we face it wisely and courageously…“
Allt þetta tel ég að eigi við á Íslandi árið 2011.
Endurreisnin verður á byggjast á raunverulegum gildum, ekki eltingarleik við gullkálfinn.
Gildi vinnunnar, gildi velferðarinnar.
Gildi jöfnuðar.
Þetta er málið,við verðum að virkja allt þetta góða fólk sem er án atvinnu og hefur misst vonina á framtíðina. Okkur sárvantar sterka og heiðarlega stjórnmálamenn sem telja í okkur kjarkinn.
p.s Þú stóðst þig vel í Silfrinu áðan Eygló,yfirveguð og skýr.Þú ert ein af vonarneistum okkar.
Sammála því sem sagt var hér að ofan. Þú stóðst þig afar vel og gerir það alltaf. Ert okkur framsóknarfólki til mikils sóma. Þú vekur einnig athygli og von um víðan völl. Við þurfum „Nýja sátt“ fyrir Ísland og þegna landsins.
Af hverju í ósköpunum ert þú ekki leiðtogi Framsóknarflokksins. Framsóknarfólk eru flón ef þeir sjá ekki kosti þína í það embætti. Ótrúlegt alveg!
Gaman að þingmenn skuli vera farnir að hugsa á þessu nótum.
En voru línur um framtíðarsýn sem fólk vill ekki lagðar á Þjóðfundi 2009?:
„Tækifæri
Ísland í alþjóðasamfélagi verði táknmynd friðar og umburðarlyndis. Íbúum dreifbýlis tryggt réttlæti og þjóðin líti glöð til nýs Íslands.
Jafnrétti
Umburðarlynt, upplýst og ofbeldislaust samfélag sem byggt er á jöfnuði og réttlæti og einkennist af samfélagslegri ábyrgð.
Stjórnsýsla
Gagnsæi og siðferði skal haft að leiðarljósi í íslenskri stjórnsýslu með virkri þátttöku íbúa, stöðugleika í efnahagsmálum og samvinnu við Evrópu
Atvinnulíf
Við viljum auka sjálfbæra nýtingu á eigin auðlindum og vistvænum orkugjöfum bæði til atvinnusköpunnar og almennrar neyslu.
Umhverfismál
Inn í framtíðina með virðingu fyrir náttúrunni, bættri umhverfisvitund og gagnsærri nýtingu auðlinda. Ég vil hafa náttúru.
Sjálfbærni
Sjálfbær nýting allra auðlinda til lands og sjávar, virðing fyrir umhverfi og sjálfstæði í orkumálum.
Menntamál
Við viljum metnaðarfulla menntastefnu sem byggir á jafnrétti til náms óháð efnahag. Jafnframt þarf aukna áherslu á einstaklingsmiðað nám, verknám og góð tengsl skólastarfsins við íþróttahreyfinguna
Fjölskyldan
Tryggja fjölskyldum þak yfir höfuðið, koma á jafnvægi í vinnutíma og fjölskyldulífs. Bæta réttindi einstæðra feðraog takaaf skerðingu grunnbóta TR til eldri borgara
Velferð
Markviss stefnumörkun skilvirkt stjórnskipulag með hámarksnýtingu fjármuna. Nýtum tóbaks-, áfengis og sykurskatt í öflugri endurhæfingu og ókeypis heilbrigðisþjónustu fyrir börn (tannlækningar og sálfr.þj.) og aldraðra.“
Er það ekki hlutverk stórnmálamanna svo að finna aðferðir til að ná þessu fram.
Silfrið í dag var sæmilegt. Af fjórmenningunum í upphafi þáttar var Björn Valur bestur. Lilja bullaði bara, en Eygló var nokkuð góð. Þessi Benedikt er fremur tilgerðarlegur og virðist vera “Klugscheisser”. Jóhann Hauksson var hörku góður og Stefán Jón enn betri. Harvard prófessorinn var áheyrilegur, en hann hreif mann ekkert.
Algjörlega sammála þér Eygló að við eigum að sækja í smiðju Franklin D. Roosevelt. Ánægður með þig!
Á síðustu árum hef hvatt til þess í nokkrum pistlum á vefsíðu minni. Sjá m.a. pistil 1. júní 2009 http://islandsfengur.blog.is/blog/islandsfengur/entry/888454/, 25. maí 2009 http://islandsfengur.blog.is/blog/islandsfengur/entry/884530/ og 19. mars 2011 http://islandsfengur.blog.is/blog/islandsfengur/entry/1151770/.
Ef það er vilji þingmannsins, að Íslendingar hugleiði og nýti sér innihald þessa ræðubúts Roosevelts til stefnumótunar væri æskilegt að hún snaraði textanum yfir á okkar ástkæra ylhýra. Enskan er ágæt útaf fyrir sig og sumir lesa hana sér til gagns, aðrir slá um sig og þykjast skilja en skilja ekki nokkuð skapaðan hlut og enn aðrir viðurkenna einfaldlega vanmátt sinn. Þess utan á texti á ensku og á þessum vettvangi ekkert erindi til almennings. Ef þingmaðurinn treystir sér ekki til að þýða textann má vafalaust einhvers staðar finna þennan ræðustúf Roosevelts á því ylhýra; ef vel er leitað.
Takk fyrir þetta Eygló. Sannarlega hressandi og hollt að lesa þessi frábæru orð FDR. Það er ánægjulegt að sjá stjórnmálamann líta í þessa átt.
Bestu kveðjur
Svanur Sig