Þriðjudagur 04.10.2011 - 12:40 - 12 ummæli

Birtum afskriftir

Mikil tortryggni ríkir í samfélaginu um starfsemi fjármálastofnana, afskriftir og niðurfærslur lána.  Öll þekkjum við hvernig sögur og orðrómar geta verið magnaðri en raunveruleikinn sjálfur.

Því tel ég að birta eigi upplýsingar um hverjir hafa fengið afskriftir.

Þess vegna hyggst ég endurflytja frumvarp mitt um birtingu afskrifta.

Frumvarpið leggur til að skattkerfið verði nýtt til að birta upplýsingar um hverjir hafa fengið skuldaeftirgjafir yfir 100 milljónir kr. óháð því hvort þær teljist til tekna eða ekki.  Þær verða tilgreindar á því formi og með þeim hætti sem ríkisskattstjóri ákveður og skulu birtar með álagningarskrá og skattskrá árin 2012-2016.

Þessar upplýsingar munu koma fram í ársreikningum fyrirtækja, ekki fyrr en eftir tvö til þrjú ár skv. CreditInfo.  Þá fyrst verður hægt að sjá meðaltal afskrifta, hæstu og lægstu afskriftirnar og greina hvers konar fyrirtæki fengu mest afskrifað.  Einnig hvort fyrirtækin fara í þrot þrátt fyrir skuldaniðurfellingar.

Með samþykkt þessa frumvarps yrði birting upplýsinganna flýtt.  Þær myndu liggja fyrir samhliða álagningarskrá og skattskrá og hægt væri að kynna sér þær hjá skattinum.

Þetta yrði gert í þeirri von að draga úr tortryggni,  vantrausti og tryggja gagnsæi í meðferð fjármálastofnana á lánum viðskiptavina, – án þess að fórna bankaleyndinni.

Þess vegna verður þetta frumvarp lagt aftur fram.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Jón Sig.

    Nú eru í lög í landinu um bankaleind, um þá sem eiga fjármuni í Bönkum landsins, ætti þá ekki sömuleiðis að hvíla leind um þá sem lenda á vanskilaskrá (Creditinfo) 65. gr stjórnarskrárinnar segir mér að svo eigi að vera, allir landsmenn skulu jafnir fyrir lögum,það væri nú kanski rétt að athuga þetta, á komandi vikum á Alþingi Íslendinga.

  • Gott og þarft frumvarp Eygló en hví staðnæmast við 100 milljóna markið og hugsa aðeins um fyrirtæki?

    Það gæti slegið mjög á tortryggni í samfélaginu að sjá að starfsmenn banka og kjörnir fulltrúar séu t.d. ekki að fá 10 milljón króna niðurfærslur heldur 3 milljón króna afskriftir eins og fólk í sambærilegum aðstæðum.

    Hví ekki birta upplýsingar um allar afskriftir?

  • Halldór Guðmundsson

    Tek undir með Jóni Sig. það eru lög í landinu um bankaleind,því hvílir leind hjá bönkunum um fjármagnseigendur, en ekki leind um þá sem lenda í vanskilum við bankana,þetta stenst ekki lögin, það hlýtur að eiga hið sama, að gilda innan bankanna, um alla viðskiptavini bankans,
    65. gr tekur alveg ótvírætt á því,upplýsingar um þá sem lenda í vanskilum við bankana, mega ekki fara út úr bankanum.

  • Alfreð Jónsson

    Eygló mig langar að hrósa þér fyrir hvað þú ert alla jafna málefnaleg. Þú hegðar þér eins og viti borin manneskja ólíkt mörgum starfsbræðrum þínum. Að því að mér virðist færðu bágt fyrir að einhverju leiti.

  • Gott mál Eygló.

    Samkv. 58. gr. laga nr. 161/2002, þ.e. laga um fjármálafyrirtæki, eru menn bundnir þagnarskyldu nema að skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Ef viðkomandi lög ganga janft yfir alla sem fá afskriftir. Hvað er þá málið með 65. greinina Jón Sig?

  • Jón Sig.

    Stebbi 20:52
    Stjórnarskráin er æðri öllum öðrum lögum í landinu,65.gr. tekur á því að sömu lög gilda um innistæðueigendur í bönkunum, og þá sem hafa lent í vanskilum við bankana,þannig að upplýsingar um þá sem hafa lent í vanskilum við bankana mega ekki fara út úr bankanum, vegna laga um bankaleynd. Það væri gaman að fá álit á þessu, hjá umboðmanni Alþingis.

  • Halldór Guðmundsson

    Ef Creditinfo hefur leyfi til að safna upplýsingum um þá sem hafa lent í vanskilum við bankana, þá ætti Creditinfo sömuleiðis að hafa leyfi til að safna upplýsingum um þá sem eiga fjármuni á innlánsreikningum í bönkunum,það er það sem 65.gr segir.

  • Leifur A. Benediktsson

    Eygló,það er dagljóst að það er von,þú ert enn og aftur að sanna þig sem duglegur og kraftmikill þingmaður. Hins vegar óttast ég að þú fáir ekki mikinn stuðning meðal þingmanna í þessu þjóðþrifamáli. Það sem brennur mest á þjóðinni þessi dægrin fá einhverra hluta vegna lítinn stuðning meðal þjóðkjörinna þingmanna. Gegnsæi,heiðarleiki,allt uppá borðið,o.s.f.r.v sem boðað var til í síðustu kosningum af öllum FLokkum,hvar eru efndirnar? Ráðning Páls M. til bankasýslunnar: pure spilling, sukkið hjá Ríkislögreglustjóranum, það hefur ekkert breyst. Hafa menn ekkert lært.

    Haltu áfram Eygló,þú ert morgunroðinn á Alþingi. Ég myndi aldrei kjósa framsóknarFLokkinn, en ég myndi klárlega merkja við þig í persónukosningu.

    May the force be with you!!

  • Alfred Jónsson

    Heyr heyr Leifur. Ég mun heldur aldrei kjósa framsókn en Eygló stendur sig svo sannarlega vel.

  • Tek undir með Leifi.

    Jón Sig. Held að þú sért að misskilja mátt 65. greinarinnar. 65. gr. segir aðeins að allir séu jafnir fyrir lögunum. Ennfremur, þú leggur ekki að jöfnu inneign í banka og afskriftir lána. Þetta tvennt er ólíkt. Þú gætir haft bankaleynd, samkv. lögum um fjármálafyrirtæki, á öðru en ekki hinu og öfugt ef löggjafinn svo kýs.

    Ef löggjafinn vill og treystir sér t.d. til að setja lög um að birta inneignir einstaklinga í bönkum, þá verða þau lög jafnt yfir alla að ganga, einstaklinga og fyrirtæki. Þannig er 65. gr. uppfyllt.

  • Jón Sig.

    Stebbi 10:34

    Lög um bankaleynd eru í fullu gildi í þessu landi, þannig að allir viðskitamenn banka, falla undir þessi lög,65.gr tekur á því að bankinn má ekki mismuna viðskiptamönnum bankans.Þannig að bankinn má ekki byrta upplýsingar um þá viðskiptamenn, sem eru í vanskilum við bankann.Þetta þarf að fara fyrir uboðsmann Alþingis.
    Ef Creditifo fær leyfi til að byrta lista þeirra sem lenda á vanskilaskrá, þá ætti Creditinfo sömuleyis að fá leyfi til að byrta lista þeirra sem eiga innistæður í bankanum,það má ekki mismuna viðskiptamönnum bankans samaber 65.gr.

  • Hákon Hrafn

    Þú stendur þig vel Eygló, vonandi kemstu áfram með þetta. ÁPÁ er auðvitað strax búinn að afhjúpa sig enda er hann ekki á þingi fyrir almenning.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur