Færslur fyrir janúar, 2012

Þriðjudagur 31.01 2012 - 10:22

Kjararáð hunsar jafnrétti

Fyrir 25 árum kom móðir mín nær orðlaus heim úr vinnunni sinni.  Yfirmaður hennar (kona) hafði tilkynnt henni að þvi miður gæti hún ekki fengið þá yfirvinnu sem hún hafði óskað eftir.  Ástæðan var að samstarfsmaður hennar (karl) þyrfti á meiri yfirvinnu að halda, „…enda hefði hann fyrir fjölskyldu að sjá.“ Móðir mín var þá einstæð […]

Mánudagur 30.01 2012 - 10:00

Hvað er best við þorrann?

Niðurstaða síðustu spurningakönnunar var að sjálfsögðu að þar sem enginn Framsóknarmaður var í Silfrinu (hvorki um síðustu helgi né þessa) hafi enginn toppað sig. Nýjasta spurningakönnunin fer nú í loftið. Þar er spurt þeirrar djúpu spurningar… Vinsamlegast svarið, deilið, dreifið eða gerið athugasemdir fram til 5. febrúar.

Mánudagur 30.01 2012 - 08:00

Nammidagur…

Einu sinni var stungið upp á laugardegi sem nammidegi.  Nammidagurinn átti að bæta tannvernd og draga úr sykurneyslu. Eitthvað hefur þetta skolast til hjá okkur. …var hugsun mín þegar ég stóð  í röð kl. 20.30 á laugardagskvöldi ásamt æsku þessa lands við nammibarinn í Hagkaup.      

Sunnudagur 29.01 2012 - 15:09

MBL vs. RÚV

Það hefur verið bráðskemmtilegt að sjá RÚV og MBL takast á um hlutdrægni eða hlutleysi sitt. Sérstaklega í ljósi þess að ritstjórn Morgunblaðsins hefur rekið mjög ákveðna ritstjórnarstefnu.  Sú stefna virðist vera í góðri sátt við eigendur blaðsins, og litlu skipta færri lesendur eða minnkandi traust á blaðinu. Ekkert að því að hafa skýra ritstjórnarstefnu. […]

Föstudagur 27.01 2012 - 08:00

Hvetjum til húsnæðissparnaðar

Sögulega hefur lítill sparnaður verið á Íslandi.  Því hafði það alvarlegar afleiðingar þegar lög um sparnað vegna húsnæðis voru afnumin í lok síðustu aldar.  Það unga fólk sem keypti sína fyrstu eign á árunum 2000 til 2008 átti lítið sem ekkert eigið fé.  Til að koma til móts við takmarkað eigið fé stóðu því til […]

Fimmtudagur 26.01 2012 - 22:41

Lögreglustjóri vísar frá kærum v/ vörslusviptinga

Innanríkisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni um starfsreglur lögreglunnar við kærum vegna vörslusviptinga. Þar staðfestir hann að lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út leiðbeinandi reglur til starfsmanna sinna um að vísa frá kærum vegna vörslusviptinga þar sem þær séu einkaréttarlega eðlis. „Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út leiðbeinandi reglur um meðferð erinda vegna vörslusviptinga meðal […]

Miðvikudagur 25.01 2012 - 17:07

Sannleiksnefnd fyrir suma, en ekki aðra?

Ýmsir mætir menn hafa upp á síðkastið kallað eftir sannleiksnefnd, þar á meðal Árni Páll Árnason, Benedikt Jóhannesson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Sannleiksnefndin eigi að skoða alla söguna frá 2000 til dagsins í dag.  Ekki til að dæma menn til refsingar heldur til þess að þjóðin viti hvað gerðist í raun og veru. Ég þarfnast […]

Miðvikudagur 25.01 2012 - 09:00

Lífeyrissjóður fjármagni eigin kaup á húsnæði?

Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR, var í pallborði á fundi um verðtrygginguna. Þar ræddi hann hugmynd um að lífeyrissjóðir fjármagni eigin kaup sjóðsfélaga á húsnæði. Nú kynni einhver að spyrja, – er það ekki einmitt það sem þeir hafa gert í gegnum kaup á skuldabréfum Íbúðalánasjóðs og sjóðsfélagalánum? Ragnar sagði að hugmyndin hefði kviknað […]

Þriðjudagur 24.01 2012 - 13:53

Forræðismál íslenskra barna

Fyrir nokkru barst þingmönnum tölvupóstur þar sem ungur drengur grátbað um aðstoð vegna forræðisdeilu íslenskrar móður hans og danskrar stjúpföður um systkini hans.  Forræðisdeila þeirra var hafin í október 2010 þegar móðir barnanna fór frá Danmörku og kom til Íslands með dætur þeirra þrjár, á aldrinum þriggja til sjö ára. Íslenskir dómstólar kváðu upp þann […]

Sunnudagur 22.01 2012 - 13:30

Auðlindaákvæði A, B eða C?

Stjórnlagaráð hefur lagt til ákvæði um auðlindir í þjóðareign í stjórnarskrá.  Það gerði þingflokkur Framsóknarmanna einnig undir forystu Guðna Ágústssonar á 135. og 136. löggjafarþingi.  Það gerðu einnig forystumenn Samfylkingarinnar, Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Frjálslynda flokksins á 136. löggjafarþingi fyrir kosningar 2009. Spurning dagsins er því:  Hver er tillaga Stjórnlagaráðs, hver er tillaga Framsóknarmanna og […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur