Laugardagur 21.01.2012 - 13:11 - 27 ummæli

Vonbrigði

Það er tilfinningin sem bærist innra með mér i dag.

Það kom fátt á óvart í gær í atkvæðagreiðslunni. Hjá fæstum þingmönnum, ef einhverjum, snérist atkvæðagreiðslan um Geir H. Haarde, heldur eitthvað allt annað. Hjá sumum snérist þetta um reiði þeirra gagnvart samherjum sínum og vonbrigði með lítið breytt vinnubrögð. Skort á réttlæti. Núverandi stjórnvöld væru ekkert betri. Enn aðrir voru að spila um stöðu sína í flokknum. Ríkisstjórnina. Einhverjir voru hræddir við hvað gæti komið fram við réttarhöldin.

Fyrir mér snérist þetta um þrískiptingu valdsins, virðingu fyrir stjórnarskránni og lögum, – að valdi verður að fylgja ábyrgð. Kannski föst í eigin sannfæringu, eigin staðfestingarskekkju.

Veit ekki.

Búsáhaldabyltingin átti 3 ára afmæli í gær. Miklar vonir voru bundnar við hana, nýtt fólk á Alþingi, ný vinnubrögð, nýtt Ísland.

Í dag talar enginn um nýtt Ísland lengur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (27)

 • Birna Einarsdóttir

  Þú stóðst þig vel í gær. Málefnaleg og rökföst.

 • Hlynur Jörundsson

  Um leið og Landsdómsferlið tók þann pól að velja fyrst grunaða og síðan láta rannsaka sökina … var ferlið orðið farsi.

  Það getur ekki leitt til neins nema kostnaðar og innihaldslausrar niðurstöðu úr því sem komið er.

  Alþingismenn misbuðu enn eina ferðina réttarkerfinu með því að velja sér aðila til að sitja undir skoðun .. í stað þess að allir sem voru á svæðinu yrðu rannsakaðir.

  Ábending Guðfríðar Lilju kristallar hræsnina í málinu .. núverandi forsætisráðherra sat í stjórn fyrrum.

  Þeir sögðu á sínum tíma „Við unnum bara þarna og hlýddum skipunum“.

  Ertu virkilega sátt við slíkar afsakanir ?

  Sé svo … þá áttu ekki heima á þingi frekar en kollegar þínir sem eru sáttir við slíkar afsakanir.

  Sem væri synd .. því þú virðist vera ein af fáum vakandi á þingi.

  Varðandi þrískiftingu valdsins .. ekki koma með svona bull, sömu rassar sitja í stólum ráðandi afla á Alþingi og ráðandi afla hjá Framkvæmdarvaldinu … þrískiftingin er lýgi.

  Biðukolla á þingi er sama biðukollan og í forsætisráðuneytisstólnum.

 • Endanleg sönnun þess að það var rétt ákvörðun hjá mér að flytja mig og mína fjölskyldu úr landi. Skil ekki hvernig hægt er að búa við svona.

 • Tryggvi Gíslason

  Nú er nóg komið af stóryrðum á Alþingi.

 • Hvað er nýtt á Íslandi við það að draqa Geir fyrir dóm? Að refsa einum fyrir gerðir margra og halda svo áfram á sömu braut? Er það ekki akkúrat gamla Ísland, smá yfirklór og vandlæting út á við.

  Þú verður að gera betur en þetta, hreinasðu almennilega til í þínum flokki, það ætti að vera hægt. Það kallar ekki á afskipti Alþingis eða Bjarna Ben. Gerðu upp tengsl Framsóknarflokksins við hrunið og aðdraganda þess. Gerðu upp samþættingu flokksins og kvótans, flokksins og fjármálafyrirtækjanna, flokksins og stóriðjunnar, flokksins og allra embættanna sem þið hafið sett ykkar gæðinga í.

  Ef þú gerðir þetta, þá væri eitthvað nýtt að gerast á Íslandi. Þá geturðu tekið gleði þína aftur.

 • Ómar Sigurðsson

  Sæl Eygló. Ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með afstöðu þína. Það er best fyrir þjóðina að því ljúki sem fyrst, og ekki hljótist meiri kostnaður af því. Ég tel að fólk sem vill að einn maður axli ábyrgðina, þurfi að analýsera sjálft sig. Það er afvegaleitt, og ég skora á þig að skipta um skoðun í þessu máli.Þegar þú hefur tekið þá ákvörðun, mun öldurót hugans róast, og þú finnur aftur eigin reisn.

 • Tek undir með Hlyni hér að ofan, og Eygló mín, já þú virðist vera föst í einhverju neti sem er ekki heppilegt. Þetta var ekki tillaga um Geir mikið rétt, þetta var frávísunartillaga til að hefta málfrelsi. Óskiljanleg afstaða ykkar sem vildur ekki framgang frávísunartillögu Bjarna Ben, Það er enginn kominn til með að segja að sú frávísunartillaga verði samþykkt. Ég er alveg á því að það eigi ekki að gerast, en ef menn vilja ræða þessi mál eitthvað frekar þá á að leyfa það.

 • Björn Ólafur Hallgrímsson

  Sæl.
  Þú og aðrir, sem að þessari tilraun stóðuð, eigið miklar þakkir skildar. Þetta upphlaup BB & félaga snérist að minnstu leyti um hagsmuni Geirs en hins vegar að mestu leyti um þá ríku hagsmuni flokksins að koma í veg fyrir skýrslutökur af fjölda vitna fyrir Landsdómi, þar sem grafnar yrðu upp ýmsar hættulegar upplýsingar um Sjálfstæðisflokkinn og eftir atvikum suma þingmenn hans. Þar má nefna t.d. upplýsingaflæði til útvalinna eftir 7. febrúar 2008 og hagnýtingu þeirra upplýsinga.
  Kv.

 • Hvernig getur orðið nýtt Ísland þegar allt situr við það sama alls staðar ,hvert sem litið er eru engar breytingar .Bankakerfið rís up eins og fuglinn fönix sömu menn við stjórnvölin jafnvel gæti ég trúað að þar væru sömu eigendur á ferð.Ekkert breytist í raun í stjórnkerfinu,ekkert hreyft við embættismannakerfinu hvað þá litið á gjörðir þeirra í gegnum árinn.Endalaust ráðist á þá sem minnst mega sig og endalaust skattlagt ,hvernig á Ílsand að geta risið með slíka stjórnunn,það þarf að byrja innan frá Alþingismenn verða að hugsa upp á nýtt og muna það að þjóðinn er ekki til fyrir alþingismenn heldur eru Alþingismenn til fyrir þjóðina.

 • Ég vil enn einu sinni ítreka þá leið sem ég hef frá upphafi viljað fara í þessu máli. En það hefur verið alveg ljóst síðan ákvörðun var tekin í október 2010 að ákæra einungis Geir Haarde, að það réttarhald dygði engan veginn sem rannsókn eða uppgjör á undanfara hrunsins.

  Kostur sannleiksferlis sem aðferðar er ekki síst sá að þá er unnt tekið allt dæmið fyrir frá upphafi – án takmarkana – þ.e. eins langt aftur og menn kæra sig um.

  Mér skilst að skv. lögum um ráðherraábyrgð fyrnist brot á 3 árum, svo engann annann sé skv. því unnt að ákæra af þeim sem höfðu pólit. ábyrgð á málum í gegnum árin.

  Sannarlega er ekki nóg að taka Geir fyrir, og ef geir sleppur, er sannarlega óásættanlegt – að málin séu ekki rannsökuð frekar.

  Ef Geir sleppur virðist mér ljóst að engin – alls engin, samakálarannsókn muni fram fara. Það sé ekki lögum skv. í boði, og að auki telst ekki ásættanlegt skv. alþjóðalögum og skuldbindingum Íslands en við höfum samþykkt og staðfest núgldandi alþjóðalög um mannréttindi; að breyta lögum afturvirkt þannig að saka-ábyrgð skapist fyrir fyrnd brot eða þ.s. ekki talist áður brot skv. sakarétti.
  ————————————-

  Skv. ofangreindur, er það eina leiðin sem eftir er – þ.s. ég legg til, að setja upp sannleiksferli.

  Eins allir ættu að muna, þá valdi enginn annar en han Nelson Mandela þá leið þó svo að þarlendis hefðu verið framdir miklu mun alvarlegri glæpir – fyrir honum var friðurinn innan samfélagsins mikilvægari annars vegar og hins vegar taldi hann líklegra að betur gengi að fá fólk til að segja frá – ef það ætti ekki á hættu að lenda fyrir dómi.

  Ég virkilega held að við eigum frekar að fara þessa leið, sem Nelson Mandela valdi fyrir S-Afríku. Bendi einnig á að þessari aðferð var beitt í Chile og Argentínu, í kjölfar hruns fyrra stjórnarfars þar og augljósrar þarfar um að gera margt upp.

  Það þíðir að sannleiksferli er sannaður valkostur, við töluvert erfiðari aðstæður en ríkja hérlendis, því ætti okkur ekki vera skotaskuld að nýta okkur þessa leið. Að auki getum við örugglega fengið aðstoð einhverra þeirra góðviljuðu einstak. sem beittu þessu tæki í Argentínu eða Chile – senda talsmenn á fund þeirra einstaklinga sem enn eru lifandi og við fulla heilsu, og fáum þá sem óháða dómara – þá getur þetta gengið:

  Sbr. þ.s. ég sagði 22/10/2010: http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/1097799/

  eða 28/10/2010: http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/1100048/

  Kv.

 • Við verðum að fá óháða aðila í forsæti. En skv. elrendum fordæmum þá er það gulrótin skv. lögum um sannleiksnefnd um vernd gegn saksókn, sem er ástæða þess að svona ferli er svo öflug leið.

  Þá er það sannleiksnefndin sjálf sem úrskurðar um það hvort fram komnar upplýsingar uppfylli skilyrði – oft í S-Afríku t.d. var gengið á menn um frekari upplýsingar, þeir spurðir út í ásakanir sem aðrir sem komu fram fyrir nefndina höfðu fram komið; einungis nefndin sem gat ákveðið að samþykkja þau gögn sem hver um sig leggur fram, að þau teljist falla undir lög um sannleiksnefnd.

  Þetta krefst þess að við höfum raunverulega óháða aðila í sannleiksnefnd – þess vegna legg ég svo mikla áherslu á það að fá óháða aðila.

  Kv.

 • Siggi Jóns.

  Eygló; þú stóðst þig vel eins og þín var von og vísa. En er ekki löngu kominn tími til að yfirgefa afturhaldsflokkinn Framsókn.

  Jörundur; þú ert ekki pennalatur maður og ættir þess vegna að rökstyðja mál þitt betur. Þú veist hvernig athvæðagreiðslan fór sem var þess valdandi að Geir sat einn eftir. Þar áttu hans eigin samflokksmenn stærstan þátt í því að fría aðra sem kom til greina að senda fyrir Landsdóm. Og, hvernig er hægt að finna þess stað að ekki eigi að leiða Geir fyrir Dóminn? Hans þáttur í sögunni fyrir Hrun og eftir, er ótvíræður. Og var, vegna laganna (mætti kannski segja ólaganna) hægt að ná í skottið á einhverjum öðrum?

  Jón; auðvitað er það eitthvað nýtt á Íslandi er einhver stjórnmálamaður þarf að axla ábyrgð á gerðum sínum.

 • þú gerðir augljóslega rétt Eygló.
  Í raun ólögleg niðurstaða.

  Tel að það sé skapað mjög mikilvægt fordæmi ef að Geir fer fyrir dóminn. Þá er það óumdeilanlegt að ráðherrar bera ábyrgð gagnvart almenningi. Það verður til þess að þeir hugsa sig tvisvar um áður en þeir fórna almenningi fyrir sérhagsmuni. Þetta skiptir miklu máli i okkar litla samfélagi, sem að hefur mjög mikla nánd og er því brothætt gagnvart spillingu.

  Ef að fella má niður mál hvenær sem er ef að meirihluti skapast fyrir því á Alþingi, þá virkar ráðherraábyrgðin ekki í praxis. Þá er alltaf hægt að kaupa fyrrverandi ráðherra sem að er ákærður lausan með hrossakaupum á Alþingi. Eftir því sem að alvarleiki málsins er meiri, því stærri verða hagsmunirnir og því þyngri lóð lögð í hrossakaupin.

  Því skiptir miklu máli fyrir framtíða og hið nýja Íslands að fordæmi skapist fyrir því að ráðherrar beri skýra ábyrgð gagnvart almenningi.

 • Jón H. Eiríksson

  Þú ert ekki ein um þá tilfinningu.

 • Andrés Ingi

  – að valdi verður að fylgja ábyrgð,já, ábyrgð hrunsins er líka þeirrar ríkistjórnar er var á undan ríkistjórn Geirs Haarde, og því er atkvæði Sivjar engin syndaaflausn henni til handa.

 • Eygló, þú ert rödd skynseminnar á Alþingi. En félagsskapurinn sem þú ert í, OMG!

  http://www.dv.is/frettir/2012/1/19/vigdis-allt-eitt-sjonarspil-og-spuni

 • það munu allir sleppa.

  Útrásarvíkingarnir kaupa dýrustu lögfræðingana. Ríkið hefur ekki efni á því. Lög um fjármálaglæpi voru vanrækt árum saman. Sigrún Davíðsdóttir hefur lýst skylvindu eigna og skulda, sem að notuð var alls staðar, skilmerkilega.
  Þeir munu sleppa.

  Alþingi mun brjóta lög og sjá til þess að gögn sjái ekki dagsljósið og vitnaleyðslur fari aldrei fram.
  Það mun líka auðvelda útrásarvíkingunum sína málsvörn.

  Ábyrgðin mun einskorðast við almenning. Almenning, sem að stjórnmálastéttin telur að geti prísað sig sælan og þakkað fyrir sig. Það er jú verr farið fyrir Írum, Grikkjum og jafnvel fleiri þjóðum. Það er þó í raun ekki alveg rétt því að þessar þjóðir hafa evru. Laun í þessum löndum hafa ekki rýrnað um 40% vegna gengisfellingar. Það kemur ekki við pyngju yfirstéttarinnar, en með almenning gegnir öðru máli.

  Litli maður, maðurinn á götunni er sá eini sem að mun á endanum bera ábyrgð!

 • Þorbergur Steinn Leifsson

  Eygló, var ekki talað um nýjan Framsóknarflokk

  Hvar er hann ?? hvað hefur hann marga þingmenn.

  Hvernig líður þér yfir þessum 6 atkvæðum sem komu frá „nýja Framsóknarflokknum“

 • Það er sjálfsagt og rétt að birta hér samantekt úr ræðu Guðfríðar Lilju. Mættu sumir taka sér til fyrirmyndar yfirvegun hennar og heiðarlega viðleitni til þess að líta á heildarmyndina í aðdraganda hrunsins. Og sem fleirum svíður henni hræsnin sem svífur yfir vötnum á Alþingi.

  „Guðfríður talaði um að menn þyrftu að gera upp hrunið og ástunda ný vinnubrögð. Það yrði ekki gert með því að ákæra einn mann. „Menn tala um siðbót en stunda siðleysi. Við höfum litlu sem engu breytt sem varðar vinnubrögð okkar og nálgun á hin pólitísku viðfangsefni. „Hvað skyldu ákærendur hér á Alþingi segja um okkar eigin vinnubrögð, skyldu þau standast skoðun?“ spurði Guðfríður. Hún sagðist telja að vinnubrögð Alþingis í dag stæðust enga skoðun „Ég sé ekki í verki lærdóm okkar af hruninu!“

  Og Guðfríður sakaði suma þá um hræsni sem vildu halda málshöfðuninni gegn Geir til streitu. „Þegar horft er til þess að ráðherra í núverandi ríkissstjórn sem jafnframt var ráðherra í hrunstjórninni berst með hótunum fyrir því að koma í veg fyrir að þessi tillaga fái eðlilega þinglega meðferð. Það er eins og allt sé nú gleymt og ég spyr: Er það rétt að þurrka út úr sögulegri vitund okkar að núverandi forsætisráðherra sat í ráðherranefnd um ríkisfjármál í ríkisstjórn Geirs Haarde í aðdraganda hrunsins, á þeim tíma sem ákært er fyrir?“
  Þá benti Guðfríður á að aðrir samráðherrar hrunstjórnarinnar væru í núverandi ríkisstjórn, enn aðrir í feitum embættum og við trúnaðarstörf bæði hér heima og erlendis í skjóli núverandi ríkisstjórnar. „Það er siðlaust að mínum mati að leiða einn mann fyrir dóm á meðan aðrir þeir sem hlut eiga að máli gera það gott, jafnvel í boði sjálfs ákæruvaldsins eða eru jafnvel ákæruvaldið sjálft,“ sagði Guðfríður Lilja á þingi í gær“.

 • Guðni Kristinn þorvaldsson

  Þú gerðir augljóslega rétt Eygló Harðardóttir

  Auðvitað snýst þetta um þrískiptingu valdsins, virðingu fyrir stjórnarskránni og lögum, spurning hvort ekki þarf að fræða þingheim um hvað það er, hvað það innifelur og Alþingismenn um hvaða ábyrgð þeir bera, fara eftir lögum og eigin sannfæringu ofl.

  Það er ekki það versta sem getur komið fyrir Alþingismann að vera fastur í eigin sanfæringu og fara eftir henni, verra finnst mér þegar þeir virðast fara eftir öðru eins og t.d. flokkslínum eða þá ennþá persónulegri hagsmunum.

  Það verður til nýtt Ísland ef allir þingmenn fara eftir eigin sannfæringu og landslögum, eins og þú gerðir í þessu máli.

  GKÞ

 • Átti nú ekki von á að segja þetta um Framsóknarmann en þú ert ansi flott. Sammála honum Sigga hérna að ofan með félagsskapinn. Úff.

 • Viðar Steinarsson

  Haltu áfram að vera heil og heiðarleg og réttsýn með hjartað á réttum stað. Auðvitað væri gott að landsdómsákæra næði til miklu fleiri einstaklinga og þá er ég að tala um allt aftur að einkavæðingu bankanna og fleiri almennings eigna um og eftir síðustu aldamót.
  Það er því miður ekki í boði. Ég minnist þess ekki að hætt hafi verið við að ákæra sakborning vegna þess að „allir hinir sleppi“. Geir er sannarlega einn af höfuðpaurunum.

 • Leifur A. Benediktsson

  Eygló Harðardóttir,

  Ég hef lesið alla þína pistla hér á Eyjunni síðan þú komst hér inn,sem fastur pistlahöfundur.

  Það sem ég sé í þér sem persónu og sjálfstæðum einstaklingi innan 4FLokksins,er það að þú ert EKKI föst í hlekkjum við FLokkseigendurna.

  Eg virði þig mjög fyrir það að fara þínar eigin leiðir og látir ekki segja þér fyrir verkum innan FLokksins.

  Skynsöm og rökföst ertu,ólíkt flestum innan veggja Alþingis.

  Líttu nú út fyrir rammann Eygló,og komdu þér frá þessari FLokksspillingu.

  Formaður þinn er fulltrúi Kögunar og þar með föður síns,sem sölsaði undir sig ríkisfyrirtæki með bolabrögðum.

  SDG er holdgervingur þess sem við fyrirlítum, flest öll. Maðurinn hefur komist til valda algjörlega fyrir tilstuðlan auðmagns föður síns.

  Ekki að eigin verðleikum,langt í frá.

 • Björn Ólafur Hallgrímsson

  Tek undir með Leifi. Flokkurinn þarf að gera upp við fortíðina. Kögunarmálið varpar enn skugga á flokkinn ásamt reyndar Búnaðarbankamáli, kvótamáli og mörgu fleira. Stórhreingerningar er þörf.

 • Uni Gíslason

  Það er gott að vita að Framsóknarflokkurinn á ennþá Alþingismann eða tvo sem hægt er að tala um sem Framsóknarmenn – þ.e. heiðarlega, réttsýna, pragmatíska samvinnumenn – eins og þig Eygló Harðardóttir.

  Sterkur pistill hjá þér hér að ofan og hárréttur sem og hárbeittur.

 • http://www.dv.is/frettir/2012/1/23/geir-h-haarde-svo-ad-logsaekja-fyrir-thennan-aulahlatur-thjodarinnar/

  „Hefur því verið haldið fram að hann sé að grípa inn í dómsmál. „Þá svara ég því til að að þessu mái er ég að koma sem alþingismaður fyrst og fremst sem greiðir atkvæði sem hluti af ákæruvaldi.“

  Hann bendir á að ákæruvaldið sé í höndum Alþingis og í umboði þess starfi saksóknari Alþingis. „Við getum eins og annað ákæruvald hlutast til um hvað gerist, afturkallað ákærur, eins og ríkissaksóknari gerir.“

  Alþingi hafði kæruvald. Það kom síðan málinu til ákæruvaldsins, þ.e. saksóknara. Landsdómur var skipaður og hefur þegar tekið efnislega afstöðu til málsins s.s. neitað að vísa því frá. Það getur Landsdómur bara gert ef að hann telur meiri líkur en minni á sakfellingu.

  Það er í besta falli útúrsnúningur að reyna að lesa lögin þannig að sá sem að hefur kæruvaldið geti gripið inní málið á þessu stigi.

  Þá gera sakamálalögin ráð fyrir því að ákæruvaldið sé í höndum saksóknara. Saksóknari þarf að fara eftir skýrum reglum, þ.e. hann skoðar ekki hvort að draga beri mál til baka nema grundvallarbreytingar verði á efnistökum málsins. Breytingarnar þurfa að gera það að verkum að í stað þess að meiri líkur en minni séu á sakfellingu, séu nú minni líkur.

  Það hafa engar efnislegar breytingar orðið!!!

  Þvert á móti!
  Málið er ennþá líklegra til að leiða til sakfellingar en þegar Alþingi greiddi atkvæði um kæru, því að núna hefur Landsdómur tekið afstöðu í þá veru að hann telji að ákæran leiði til sakfellingar.

  Niðurstaðan er að þetta er ólöglegt vegna tveggja ástæðna.
  Það er ólöglegt að gripa inní dómsmál, sem að þegar hefur verið dæmt í um vissa þætti, þ.e. að dómendur hafa tjáð að meiri líkur en minni séu á því að þeir muni dæma sekt.

  Þá er ólöglegt hjá kæruvaldi að ætla að horfa framhjá því undir hvaða kringumstæðum skoða má hvort að falla beri frá ákæru. Það er ekki háð dutlungum kæruvalds hvort að slíkt er skoðað, heldur þurfa ný gögn að koma fram í málinu, sem að breyta líkunum þannig að nú séu meiri líkur á sýknun. Það er ekki svo, þvert á móti sbr. þann dóm sem að Landsdómur hefur þegar dæmt.

  Niðurstaðan er því sú að málið er ekki þingtækt. Það er vegna þess að það brýtur ákvæði stjórnarskrárinnar um þrískiptingu valdsins. Líka vegna þess að kæruvald þarf að fara eftir sakamálalögunum. Það er ekki undir duttlungum kæruvalds háð hvort að skoða megi hvort að ástæða er að draga mál til baka, heldur þurfa ný gögn að koma fram, sem að breyta meiri líkum á sekt yfir í minni líkur. Það hafa engin slík gögn verið lögð fram.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og einum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur