Ungt fólk á Íslandi hefur frekar verið hvatt til að skulda en að spara. Lán hafa verið álitin bókstaflegt lán eða heppni hvers þess sem fær lánið.
Þessu þarf að breyta.
Því hef ég lagt fram frumvarp um sérstakar skattaívilnanir til þeirra sem leggja peninga til hliðar vegna húsnæðisöflunar. Þar er lagt til að reglubundinn, en valfrjáls sparnaður til kaupa á húsnæði eða búseturétti fyrir 34 ára aldur veiti reikningseiganda skattaafslátt innan vissra marka.
Sparnaðurinn verði að lágmarki bundinn í tvö ár ef viðkomandi sýnir með óyggjandi hætti fram á öflun íbúðarhúsnæðis til eigin nota, þ.m.t. búseturéttar, eða að hafin sé bygging eða verulegar endurbætur slíks húsnæðis. Annars verði heildarinneignin laus til frjálsrar ráðstöfunar að liðnum tíu árum. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir að börn undir 16 ára aldri sem ekki teljast sjálfstæðir skattaðilar geti notið skattaafsláttarins og það sem þau nýta ekki geta foreldrar barnanna nýtt.
Sams konar átak var gert með lögum nr. 49/1985 um húsnæðissparnaðarreikninga, sem úr gildi eru fallin en af þeim er tekið mið í þessu frumvarpi, þó með nokkrum breytingum. Munurinn felst m.a. í því að í þessu frumvarpi eru ekki eins ítarleg ákvæði um form og efni þeirra samninga sem um ræðir. Þess í stað er ráðherra falið að setja nánari reglur bæði um form og efni sem ætla verður að hann geri að höfðu samráði við Samtök fjármálafyrirtækja og aðra hlutaðeigandi aðila. Einnig er lagt til að vaxtatekjur af umræddum reikningum verði undanþegnar fjármagnstekjuskatti.
Meðflutningsmenn mínir eru þingmennirnir Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason, Siv Friðleifsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Ólína Þorvarðardóttir, Skúli Helgason, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Lúðvík Geirsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Margrét Tryggvadóttir.
Það má líta á þetta sem ákveðna niðurgreiðslu á vöxtum. Ef við erum sammála um það er ekki eðlilegra að leysa þessa stöðu í gegnum vaxtaþak á íbúðalán til „fyrstu kaupa“ ungs fólks ?
Þannig mætti útfæra þetta þannig að ungt fólk sem er yngra en XX ár getur fengið lán með 2% vöxtum þegar um er að ræða lán til kaupa á fyrstu íbúð sinni. Hámark lánsins er Y milljónir.
Ef við gerum ráð fyrir að upphæð lánsins sé 15 milljónir yrði árlegur vaxtamunur um 3% sem eru 0,45 milljónir á ári sem er væntanlega áþekk upphæð og þið hafið í huga í ykkar tillögum.
Er samt að reyna að máta þetta við stöðu meirihluta ungs fólks sem hefur námslán og er að stíga sín fyrstu skref á íbúðamarkaðinn. Ef til vill þarf að hugsa námslánin og slík „fyrstu kaup“ í samhengi.
eftir að sparimerkinn hætu þá ef ég mann rétt var sett upp svona kerfi en það stóð að mig minnir bara í nokkur ár kom eithvað fyrir minnir að skattaaflátturinn verið hætt. sé að þessi lög eru frá 2003 eru þetta sömu löginn. þettað má brufa