Fimmtudagur 27.12.2012 - 15:25 - Rita ummæli

Árið 2012 í bloggpistlum

Áramót á næsta leiti.  Tími til að líta yfir farinn veg í bloggpistlum með aðstoð Google Analytics.  Ekki endilega vinsælustu pistlarnir en svo sannarlega þeir umdeildustu og mest lesnu.

Í fyrsta sæti situr pistilinn um Snorra í Betel.  Hann veldur enn miklum umræðum á heimilinu um trúfrelsi, fordóma, tjáningarfrelsi og hatur (nú síðast í morgun). Um hvenær mannréttindi eins eru farin að stangast á við mannréttindi annars.

Það var erfitt að skrifa hann, enn þá erfitt að lesa hann.

Ég ákvað að hafa listann í ár topp 20, til að ná inn á listann tveimur af mínum uppáhaldspistlum: Einelti er ofbeldi (flest „like“ á Facebook) og Líf og dauði.  Listinn er því einkar fjölbreyttur: Snorri, Salvör, legslímuflakk, Geir, skuldir, uppljóstranir, Ólafur Ragnar, skuldir, kynjapólitík, skuldir, námsmannaíbúðir.

Var ég búin að nefna skuldir?

Svo í öfugri röð topp 20 árið 2012 sérvalið af ykkur, kæru lesendur:

20. Líf og dauði.

19. Einelti er ofbeldi.

18. Von fyrir þjóðina.

17. Ódýrari námsmannaíbúðir?

16. Hann eða hún?

15. Ekki láta glepjast af úrtölumönnum.

14. „Nú getum við.“

13.  Bréf frá kjósendum.

12. Iðgjöld til lausnar skuldavandanum.

11. Ansi framsóknarleg niðurstaða.

10. Framsóknarfordómar Óttars.

9. Pólitískur forseti.

8. Hætta að rukka lán.

7. Ríkisendurskoðun gegn uppljóstrurum.

6. Synjað af umboðsmanni skuldara.

5. Framtíð á Íslandi?

4. Vonbrigði.

3. Sársauki er ekki sjálfsagður.

2. Salvör í framboð?

1. Réttur Snorra til rangra skoðana?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sjö? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur