Laugardagur 05.01.2013 - 09:08 - 5 ummæli

„Orðaskipti“ í ríkisráði

Forsetinn sýndi enn á ný fram á sveigjanleika stjórnskipunar Íslands með bókun á ríkisráðsfundi um fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá.  Túlkun hans leiddi til „orðaskipta“ og uppskar aðalfrétt RÚV í gærkvöldi.

Í 16. gr. stjórnarskrárinnar er fjallað um ríkisráð. Þar segir: Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti. Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.

Í reglugerð um ríkisráð er talið upp hvað eru mikilvægar stjórnarráðstafanir.  Upptalningin er ekki tæmandi, sbr. handbók um ríkisráð. Sá sem veitir ríkisráði forsæti hlýtur að geta tekið upp að eigin frumkvæði málefni sem hann telur mikilvægar stjórnarráðstafanir.

Líkt og áform stjórnvalda um breytingar á stjórnskipun lands.

Ég bíð spennt eftir næsta útspili…

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Bjarnveig

    Hver hefur svo hag af því að koma á framfæri.
    Er það ekki rétt skilið hjá mér að það sem fram fer á ríkisráðsfundi sé bundið trúnaði í X langan tíma.
    Mér finnst aðalmálið að vita hvaða hag ÓRG hefur af því að upplýsa um deilur á ríkisráðsfundi. Ég efast ekki augnablik um að hann kom þessu á framfæri.

  • „Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skulu bornar upp fyrir forseta í ríkisráði.“ Ekki skil ég þetta svo að forseti hafi frumkvæði að lögum eða stjórnarráðstöfunum, né hafi fyrirfram skoðun á þeim. Frumkvæðið kemur frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar, þeir bera lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir „upp fyrir forseta“. Raunar eru þetta tóm formlegheit því viðkomandi lög og stjórnarráðstafanir eru þegar komin í gildi og staðfest þegar þau eru borin upp í ríkisráði, sem fundar reglulega aðeins tvisvar á ári.

  • Það eru flestir sammála um það, að forseti Íslands hafi rætt í nýársávarpi sínu efnislega og á hófsaman hátt um ýmis álitamál í þeim stjórnarskrárdrögum sem stjórnlagaráð lét frá sér. Þorsteinn Pálsson metur það svo í blaðagrein að forystumenn ríkisstjórnarinnar og einkum forsætisráðherra verði að bregðast við gagnrýni forsetans og það á málefnalegan hátt og með efnislegum rökum. Það sé ekki boðlegt að afgreiða grundvallarlög þjóðarinnar í flaustri og pólitísku hanaati þar sem vitræn hugsun er fjarri.
    Dæmi um það eru viðbrögð Björns Vals sem afgreiðir málflutning Þorsteins með því að hann hafi stillt sér með liðinu sem vilji rýra völd Alþingis og þar með þingræðið í landinu. Engar skýringar, engin efnisleg umfjöllun, einungis innantómur hávaði rökþrota manns sem að vanda fær svo útrás fyrir heift sína með því að fara með svívirðingar um forsetann.
    Það er skylda þingmanna þegar þing kemur saman, að krefja forystumenn ríkisstjórnarinnar um afstöðu þeirra til einstakra efnisþátta í stjórnarskrárdrögunum, einkum á þeim atriðum sem forsetinn gerði að umtalsefni í nýársávarpinu. Og þeir verða síðan sjálfir að hafa manndóm í sér til að ræða stjórnarskrárdrögin efnislega og með rökum enda er málið samkvæmt lögum í þeirra höndum og lágkúra að reyna að víkja sér undan þeim skyldum.

  • Ómar Harðarson

    Ég vissi ekki að stjórnarskrárfrumvarpið væri stjórnarfrumvarp og þaðan af síður eitthvert málefni framkvæmdavaldsins (stjórnarráðstöfun). Í einfeldni minni hélt ég að þetta væri lokapunktur á ferli sem Alþingi hefði komið af stað í upphafi kjörtímabilsins og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd (þ.e. meirihluti hennar) hefði lagt frumvarpið fram. Á engu stigi hefur framkvæmdavaldið komið að þessu nema til að klúðra kosningunum til stjórnlagaþingsins.

  • Það er nokkuð til í þessu hjá Ómari. það er erfitt fyrir þing og forseta að virða þetta ferli allt saman sem byggir á margra áratuga vinnu. hins vegar getur þessi eindregna afstaða forsetans orðið til aðrjúfa samstöðu stjórnarflokkana.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og þremur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur