Miðvikudagur 16.01.2013 - 10:32 - Rita ummæli

Beggi og kartöflublómin

Beggi frændi var einn af þessum yndislegu litríku einstaklingum sem auðga samfélagið á Eyjunni grænu. Til dæmis sá hann lítinn tilgang í skrautblómum í beðum. Beðin hans stóðu þó ekki auð heldur risu þar árlega falleg kartöflugrös. Bónusinn var svo úrvalsuppskera að hausti, sem hans nánustu nutu góðs af.

Um jólin horfði ég á stórskemmtilegan breskan þátt þar sem íbúar sveitarfélags höfðu tekið sig til og plantað grænmeti og ávaxtarunnum í opinber blómabeð og garða. Öllum var svo frjálst að kippa með sér gulrótum, kartöflum, salatblöðum, rófum og laukum. Gætum við tekið þessa hugmynd enn lengra. Af hverju ekki útvíkka skólagarðana yfir í blómabeðin? Kenna unga fólkinu að rækta jörðina? Fá íbúana í þetta líka? Sveitarfélögin?

Mikið held ég að Beggi frændi yrði sáttur, að sjá blessuð beðin koma loksins að raunverulegu gagni.

Flokkar: Matur

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sex? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur