Þriðjudagur 05.03.2013 - 12:18 - 3 ummæli

Hvað er verðtrygging?

Er verðtrygging í raun breytilegir vextir, eða ígildi breytilegra vaxta?  Þetta skiptir máli.  Í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp um neytendalán er bent á að ef verðbætur væru ígildi breytilegra vaxta væri óheimilt að kveða á um uppgreiðslugjald á lánum sem bera breytilega vexti.   Í 12. gr. laga um vexti og verðtryggingu er tilgreint hvernig megi bæta vöxtum við höfuðstól láns ef vextir eru ekki greiddir á 12 mánaða tímabili. Það má aðeins gera á 12 mánaða fresti, nema um sé að ræða innlánsreikninga lánastofnana.

Þetta hefur ekki verið framkvæmdin á verðtryggðum lánum né útreikningi verðbóta.

Í reglugerð SÍ nr. 492/2001 segir: „Höfuðstóll láns breytist í hlutfalli við breytingar á vísitölu neysluverðs frá grunnvísitölu til fyrsta gjalddaga og síðan í hlutfalli við breytingar á vísitölunni milli gjalddaga. Skal höfuðstóll láns breytast á hverjum gjalddaga, áður en vextir og afborgun eru reiknuð út.“

Þessa framkvæmd má rekja til bráðabirgðaákvæðis í lögum nr. 13/1979 um stjórn efnahagsmála.

Almennu reglan var í 2. mgr. 40.gr. þar sem sagði: „Heimilt er að ákveða verðtryggingu í því formi, að sérstakur verðbótaþáttur vaxta, sem sé tengdur verðlagsbreytingum með formlegum hætti, leggist við höfuðstól láns eða sé hluti forvaxta.“

Verðtryggingin er þarna skilgreind sem verðbótaþáttur vaxta, eða hluti forvaxta.

Í svari Seðlabankans við fyrirspurn minni um þetta segir: „Það er ekki innan sérsviðs Seðlabanka Íslands að skera úr um það hvort verðtrygging teljist vextir eða kostnaður.  Þó skal þess getið, að í athugasemdum við frumvarp það er varð að lögum nr. 13/1995 [mín athugasemd: Lög um breytingu á vaxtalögum] sagði, að það þætti heppilegt að kveðið væri á um vexti og verðtryggingu í sömu lögum, enda væri um náskyld atriði að ræða. Hvort segja megi út frá því að um sömu atriði sé að ræða skal ósagt látið, en í stað þess vill Seðlabankinn leyfa sér að benda á það, að það sé á valdi löggjafans að eyða slíkum vafa með lagasetningu.“

Svo mörg voru þau orð.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Arnar Kristinsson

    Tel að það sé nokkuð ljóst að þegar um neytendalán er að ræða þá hefur löggjafinn þegar kveðið á um það verðbætur séu í raun vaxtakostnaður. í nefndaráliti með breytingartillögu´við frumvarp til laga um neytendalán (sem varð að lögum nr. 30/1993) segir: “ Lagt er til að 12. gr. verði breytt þannig að vísitölubinding og verðlagsviðmiðun teljist til vaxtagjalda í ákvæðinu.“ þetta þýðir í mínum huga að löggjafinn skilgreinir verðbætur, a.m.k. í skilningi laga um neytendalán, sem vexti og þá er ekki hægt að undanskilja þann hluta vaxtanna lögum um vexti og verðtryggingu.

  • kristin geir st briem

    hafði seðlabankinn ekki einusini skoðun á þessu hef svo sem aldre skilð seðlabankan man eftir því þegar nefbdinn rædi við má og hann var spurður að þessu að mér skilst þá talaði hann að hann þyrfti að koma með aðra menn því skil ég ekki þetta svar seðlabankans her að ofan

  • Þorsteinn Egilson

    Framkvæmd verðtryggingar er gersamlega óþolandi, sérstaklega hvað varðar neyzluvísitöluviðmiðun. Flestar langtímaskuldbindingar almennings eru í fasteignum og því er rökréttast að lánsviðmiðið sé fasteignavísitala.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og einum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur