Mánudagur 08.07.2013 - 11:02 - 16 ummæli

Að gefnu tilefni :)

„Heimilin eru undirstaða og drifkraftur þjóðfélagsins.

Ríkisstjórnin mun með markvissum aðgerðum taka á skuldavanda íslenskra heimila sem er til kominn vegna hinnar ófyrirsjáanlegu höfuðstólshækkunar verðtryggðra lána sem leiddi af hruni fjármálakerfisins. Grunnviðmiðið er að ná fram leiðréttingu vegna verðbólguskots áranna 2007–2010 en í því augnamiði má beita bæði beinni niðurfærslu höfuðstóls og skattalegum aðgerðum. Um verður að ræða almenna aðgerð óháð lántökutíma með áherslu á jafnræði. Beita má fjárhæðartakmörkum vegna hæstu lána og setja önnur skilyrði til að tryggja jafnræði í framkvæmd og skilvirkni úrræða.

Í ljósi þess að verðtryggðar skuldir hækkuðu og eignaverð lækkaði, m.a. vegna áhrifa af gjaldþroti fjármálafyrirtækja og áhættusækni þeirra í aðdraganda hrunsins, er rétt að nýta svigrúm, sem að öllum líkindum myndast samhliða uppgjöri þrotabúanna, til að koma til móts við lántakendur og þá sem lögðu sparnað í heimili sín, rétt eins og neyðarlögin tryggðu að eignir þrotabúanna nýttust til að verja peningalegar eignir og endurreisa innlenda bankastarfsemi. Ríkisstjórnin heldur þeim möguleika opnum að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð til að ná markmiðum sínum.“

Fyrir áhugasama þá er hægt að kynna sér stjórnarsáttmálann betur með því að smella á þennan tengil.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

  • Gísli Haraldsson

    Er þetta ekki að gefnu tilefni, að minna Sjallana á hvað þeir skrifuðu undir ?

  • kristinn geir st. briem

    hvers vegna var ekki stöðfuð uppoð á húseignum í stað þess að bjargja gömlu konunnl sem átti ekki fyrir auðlegðarskattinum því það er sama hvað þið gerið í þessum húsnæðismálum það verður varla borgað til þeirra sem
    myst hafa húsnæðið sitt á uppoði. Skil ekki þessi forgangsröðun á verkefnum kanski er til góð skýríng á þessu sé hana ekki nema það sé lögfræðilegs eðlis. Þið höfðuð nú nokkrar vikur til að finna útúr því.

  • Guðmundur Ólafsson

    Raunvirði skulda stóð í stað vegna verðtryggingar, það voru launin sem lækkuðu vegna verðbólgu. Hugsa skýrt þegar maður er í ríkisstjórn.

  • Kristján G. Kristjánsson

    Orð eru til alls fyrst. Ég mun samt ekki trúa þessu fyrr en ég tek á því. Ykkur gengur kannski betur að smala villiköttum en Samfó í síðustu stjórn.

  • Sæl Eygló og takk fyrir áminninguna.
    Má þá skilja þína yfirlýsingu að það sé 100% sameiginlegur vilji innan stjórnarflokkana að fara í ofangreinda framkvæmd á lækkunum skulda heimilina.
    Ekki að ég ætli að vera með e-ð tuð, því þú átt það sjaldnast skilið, þú talar hreint út og þannig að fólk skilur það sem þú segir.
    Hinsvegar er farið að bera á því að margir þeir sem kusu FLokkinn og eru þar í forsvari tali nú niður ofangreinda framkvæmd eða alltént hugmyndina um framkvæmdina.
    Hefði ekki farið betur á því að títt nefndur fjármálaráðherra hefði verið meðhöfundur í ofangreindri yfirlýsingu ?
    Þá mætti skilja 100% vilja beggja stjórnarflokkanna að fara í skuldaleiðréttingu.
    Hitt er annað Eygló, að það eru ansi margir svartsýnir að þetta muni skila sér líkt og rætt er um. Til dæmis munu margir verða svekktir með niðurstöðu með breytingar á almannatryggingunum sem þú varst að fá samþykkt. Það mun aðeins koma tekjuhærri einstaklingum og sér í lagi þeim sem hafa nýverið fengið háar greiðslur á þessu ári, því þá geta þeir dreift þeim yfir allt árið og fá því ekki frádrátt vegan hárra tekna.
    Skuldaniðurfellingin verður að vera gagnsæ og greinileg. Annars verðið þið grilluð yfir hægum eldi …..;)
    Gangi þér vel

  • Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki leyfa ykkur að eyða 300 til 400 milljörðum í þetta dæmi eins og þið lofuðuð. Þjóðfélagið ræður illa við slíka aðgerðir og þær geta leitt til enn verri stöðu. Hins vegar virðist þú, hægt og rólega, fjarlægjast loforðin eins og þessi setning ber með sér: “ Beita má fjárhæðartakmörkum vegna hæstu lána og setja önnur skilyrði til að tryggja jafnræði í framkvæmd og skilvirkni úrræða.“ Ég veit hins vegar ekki hvaða jafnræði þú ert að tala um.
    Ef einhver skynsemi á að vera í hlutunum þá ætti aðeins að aðstoða þá sem fjárfestu í íbúð sem var í samræmi við tekjur og þarfir viðkomandi á þessum tíma. Niðurgreiðsla á höfuðstól, 20%, ætti að miðast við lán að hámarki 15 milljónir að núvirði og aðeins greiðast til hjóna eða einstaklinga sem eru með undir 500.000 kr/mán samanlagt í ráðstöfunartekjur.

  • Jón Ingi

    Þetta eru allir búnir að heyra margoft… en hafa ekki hvernig og hvenær.

    Og svo … hvað með alla hina sem urðu fyrir forsendubresti, t.d. námsmenn, leigendur, lántakendur, utan þessa tíma o.s.frv.

    Ég held að kjósendur vilji fá efndir og útskýringar en ekki endurtekningar kosningaloforða.

  • Þór Saari

    Trúverðugleikinn hvarf þegar málinu var frestað fram í nóvember Eygló. Þú veist eins vel og aðrir sem hafa komið að þessum málum að eftir fimm ár er ekki þörf á að flækja málið svona lengi og frestunin er staðfesting á því að þetta loforð verður ekki efnt. Þinsgályktun um aðferðarfræði í sumar og lausn samkvæmt henni með frumvarpi strax í september hefði verið sannfærandi, en ekki þessi frestun svona lengi.

  • Hvaða markvissu aðgerðum?
    Hvaða skattalegum aðgerðum?
    Hvaða almenna aðgerð?
    Hvað er jafnræði, er það námslán, húsnæðislán eða almenn neyslulán?
    Hvaða önnur skilyrði?
    Að öllum líkindum, er það ekki víst?

    Getið þið ábyrgst að greiðslur til handa lántakendum lendi ekki á ríkissjóði (þar með öllum lýðnum) á nokkurn hátt, hvorki í formi lántöku eða beinna greiðslu?

    Það er lítið mál að bera á borð almennt orðaðan sáttmála, hitt er erfiðara að segja fólki hvaða leiðir verða farnar, hvort þær verða farnar og hvenær.

    Ég vil nú gjarnan sjá eitthvað námkvæmara en það sem flokkarnir gefa út.

    Kv.HD

  • Magnús Björgvinsson

    Svona að velta fyrir mér hvort að Eygló sé að rifja þetta upp fyrir félaga sína í ríkisstjórn. Við hin megum helst ekki tala um stjórnarsáttmálan því fjölmiðlar og við hin misskiljum allt sem stendur þar. Þetta segir a.m.k. formaður Framsóknar um það þegar fólk rifja upp það sem þar stendur.

  • Þetta er gott að heyra Eygló. Gott að fá vissu fyrir því að – við sem höfum eytt öllu okkar, viðbótarlífeyrissparnaði, selt bílinn og lagt hverja einustu krónu til að standa í skilum, fáum líka leiðréttingu.
    Ekki bara þeir sem eru í vanskilum.

  • Kristján Gunnarsson

    1) Á sem sagt ekkert að læra af fyrri mistökum í hagstjórn. Ekki hlusta á sérfræðinga innlenda sem erlenda. Allir mæla með af fáist fjármunir sé þeim betur varið í að lækka skuldir ríkissjóðs. Nýtist m.a. umræddum skuldurum.

    2) Búið er að snarhækka vaxtabætur sem eru tekjutengdar og eignatengdar. Mun betri leið til að nýta takmarkaða fjármuni. Nú er komið nóg.

    3) Verðbólguskot af greindri stærð er ekki meira en oft áður og á örugglega eftir að koma annað eins oft t.d. ef fari verður út í lofaðar aðgerðir. Hins vegar voru margi allt of glannalegir í skuldsetningu.

    4) Ef opinberu fé er eytt með þessum hætti til að lækka skuldir. Hvað svo ef eignir snarhækka út af eignabólu. Þá er það hagnaður mun meiri vegna þess að opinbert fé var notað til að greiða niður skuldir. Er eðlilegt að húsnæðisverð hækki umfram skuldir? (mér finnst það) Er eðlilegt að seljandi húsnæðisins fái ríkisstyrktan hagnað?

    5) Ríkið eyddi ekki krónu í að verja bankainnistæður. Þær voru færðar frá gömlu bönkunum og eignir á móti.

  • Ég vil biðla til ykkar að leita aðstoðar Gunnars Tómassonar hagfræðings í þessum efnum. Hann er langhæfasti hagfræðingur landsins og það ber hreinlega að hlusta á hann þegar kemur að svona málum. Ástandið hér er svo viðkvæmt að einungis eitt atriði sem er gert rangt getur sett af stað annað hrun hér á landi. Gangi ykkur vel!

  • Ásmundur

    Gera framsóknarmenn sér grein fyrir hverju þeir eru að lofa? Lengst af var talað um 20% lækkun lána. Það var þá segir, SDG. Nú er talað um 32% lækkun.

    Þetta eru hátt í fjögur hundruð milljarðar á kostnað ríkisins. Ríkið hefur verið gagnrýnt fyir að hafa klárað Hörpu eftir hrun fyrir 18 milljarða. Skuldalækkunin er því meira en 20 Hörpur.

    Ef ríkið hefur einhverjar tekjur af samningum við kröfuhafa bankanna þá er það ríkisfé sem hægt er að nýta í hvað sem er. Það er því villandi að tala um að ríkið greiði ekki skuldalækkunina.

    Þar fyrir utan er gífurlegt óréttlæti fólgið í þessum hugmyndum. Helmingur landsmanna á ekki fasteign eða skuldar ekkert í henni. Þeir fá ekki neitt.

    Mikill meirihluti upphæðarinnar gengur svo til auðmanna sem skulda mest en ráða auðveldlega við sínar skuldir. Þetta eru því fyrst og fremst fjármagnsflutingar frá hinum verr settu til hinna betur settu.

    Almenningur gerir sér enga grein fyrir að hlutur flestra í kostnaðinum af skuldalækkuninni er í langflestum tilvikum mun meiri en þeirra eigin skuldalækkun. Þeir munu því tapa.

    Að ógleymdum þensluáhrifum og sóun á gjaldeyri þegar verst stendur á.

  • Sigurður

    Samkvæmt kenningum Guðmundar Ólafssonar hagfræðings lækka lánin aldrei neitt, sama hvað maður borgar.

    Heldur eru það launin sem hækka….

    Magnús Björgvinsson hefur svo aldrei misskilið neitt í stjórnarsáttmálanum heldur verið óþreytandi að fullyrða að eitthvað sé í honum sem ekki er þar.

    Það hefur ekkert með misskilning að gera, heldur eitthvað allt annað og leiðinlegra.

  • Bergljót Aðalsteinsdóttir

    Ég hlustaði á Vilhjálm Bjarnason á laugardaginn Þeir hafa ekki hugmynd um hvernig á að gera þetta sagði hann og átti við kosningaloforðin og formennina Sigmund og Bjarna Hvað finnst fólki um þetta?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og þremur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur