Færslur fyrir febrúar, 2014

Mánudagur 24.02 2014 - 12:42

Litlar draumaíbúðir

Eitt af áhugamálum mínum eru litlar íbúðir.  Töluverður fjöldi fólks vill velja að búa í minna húsnæði. Af hverju? Svörin eru fjölmörg.  Til að eiga minna dót.  Til að vera nægjusamari.  Til að gera meira utan heimilisins.  Til að eiga meiri pening.  Til að vera umhverfisvænni. Hér eru nokkur myndbönd og myndir af sannkölluðum draumaíbúðum, […]

Mánudagur 17.02 2014 - 13:53

Veldu nafn á nýja stofnun!

Við höfum sett drög að  þremur lagafrumvörpum á vefinn til umsagnar í dag.  Fyrsta frumvarpið lýtur að skipulagi þeirrar stjórnsýslu sem lögð er til að gildi á sviði jafnréttismála. Gert er ráð fyrir að ein stofnun annist stjórnsýslu á þessu sviði þannig að Jafnréttisstofa, Fjölmenningarsetur og Réttindagæsla fatlaðs fólks sameinist í nýja stofnun.   Annað […]

Fimmtudagur 13.02 2014 - 08:09

Karlar geta allt!

Hefur ljósfaðir tekið á móti barninu þínu? Hversu líklegt er að karl taki á móti barninu þínu í leikskólanum? Eða í grunnskólanum? Ekki sérlega líklegt, segja tölurnar okkur. Íslenskur vinnumarkaður er mjög kynskiptur og endurspegla tölur frá menntastofnunum á framhalds- og háskólastigi kynbundið námsval ungmenna. Enginn karl hefur útskrifast með menntun ljósmóður á Íslandi. Aðeins […]

Sunnudagur 09.02 2014 - 20:03

Óvönduð vinna RÚV

RÚV fjallaði um breytingar á lögum um almannatryggingar í kvöldfréttum.  Þar var birt sérstaklega mynd af einni grein laganna er varðar sjúkraskrár sem dæmi um hertar eftirlitsheimildir. Þetta er eilítið vandræðalegt fyrir fréttastofuna. Ef fréttamaður RÚV hefði unnið heimavinnuna sína, leitað frumheimilda en ekki treyst á einstaka bloggara úti í bæ hefði hún tekið eftir […]

Föstudagur 07.02 2014 - 10:58

Auknar eftirlitsheimildir TR

Í frétt hjá RÚV er fjallað um að þingmenn kvarti undan að fá ekki nægan tíma til að vinna þingmál.  Þar er nefnt sérstaklega lög um auknar eftirlitsheimildir til handa Tryggingastofnunar til að tryggja réttar greiðslur og koma í veg fyrir bótasvik. Oft má gagnrýna hraða málsmeðferð í þinginu, ekki hvað síst rétt fyrir jóla- […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur